Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 23
DV Sport FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 23 á nýjan leik eftir þriggja ára fjarveru Titli fagnað Jesper Sören sen fagnar hér íslandsmeistaratitlinum sem hann vann með KR-ingum árið 2000. hæfileikaríkur leikmaður og það er alveg frábært að hann skuli hafa komist inn í NBA-deildina. Hann er líka sterkur andlega og ég held að hann geti náð mjög langt í þessari sterkustu deild í heimi ef hann heldur rétt á spöðunum. Það er líka mjög gott fyrir íslenskan körfuknattleik að hann skuli vera farinn að spila í NBA-deildinni því að þá fær hann meiri athygli. Annars verð ég að viðurkenna ða ég fylgist ekkert sérstaklega vel með NBA en ég er stoltur af Jóni.“ Há markmið Það er mikill hugur í Jesper og það má greina í orðum hans að hann er ekki kominn til íslands til að slappa af. Þegar hann var spurður um markmið vetrarins var svarið einfalt og stutt: „Vinna íslandsmeistaratitilinn með KR.“ Hann viðurkenndi þó að það yrði hægara sagt en gert að ná því markmiði. „Við verðum að setja okkur há markmið. Annars næst enginn árangur. Það eru mörg góð lið í deildinni í ár, hún er jöfn, en mér sýnist að Suðurnesjaliðin þrjú muni verða okkar helstu andstæðingar. Við þurfum að vera skynsamir í leik okkar og ekki spila of hratt. Ef við gerum það þá munu lið eins Keflavík og Grindavfk, sem lifa á því að skora þriggja stiga körfur og ljúka helst sóknum sínum á innan við tíu sekúndum, slátra okkur." Vörn vinnur meistaratitla Það er einkenni á deildinni hér á íslandi að það er leikinn mjög hraður körfuknattleikur, hlaupið og skotið, en við KR-ingar þurfunt líka að leggja áherslu á varnarleikinn. Ef hann verður áfram eins góður og hann var gegn Haukum þá getum við gert stóra hluti. Það hefur oft verið sagt að sókn vinni leiki en vörn vinni meistaratitla og ég held að það sé hárrétt," sagði Daninn geðþekki Jesper Sörensen að lokum. oskar@dv.is iesper Sörensen og Ingi Þór Steinþórsson Jesper Sóren sen hlustar her á inga Þor Steinþórsson, þjálfara KR-inga, i úrslrtakeppninni fyrir rumum þi emur árum. Jesper er genginn til liðs við KR-inga á nyjan leik og mun, efmarka ma frammistoðu hans í fyrsta leiknum styrkja liðið gifurlega íátökum vetrarins. Arnold Schwarzenegger vendir sínu kvæði í kross Steratröll á móti sterum Arnold Schwarzenegger, nýkjörinn ríkisstjóri Kaliforníu og fyrrum vaxtaræktartröll, sem er sennilega þekktasti neytandi steralyija í heiminum í gegnum tíðina, vill að lyfjaeftirlit í íþróttaheiminum verði hert til muna og segir það vera eina möguleikann til að minnka notkun ólöglegra lyfja í íþróttum. „Ég held að það mikilvægasta sé að hafa strangt og mikið eftirlit," sagði Schwarzenegger á si'num fyrsta blaðamannafundi sem ríkisstjóri en hann var á sínum yngri árum konungur í vaxtaræktarheiminum. „Vaxtaræktarmenn hafa verið með stíft lyflaeftirlit undanfarin fimmtán ár og það eru allir keppendur prófaðir nú til dags.“ Schwarzenegger sagði að það væri mikil vinna fyrir lyfjaeftirlitsfólk að finna nýju lyfin sem væru í stöðugri þróun. „í hvert einasta sinn sem upp kemst um lyf þá kemur annað lyf á markaðinn sem ekki er hægt að finna. Þetta er endalaust stríð en það stríð verður að heyja hversu vonlaust sem það lítur út fyrir að vera." Arnold hefur sjálfur viðurkennt að hafa neytt stera þegar hann var á hátindi sínum sem vaxtarræktarmaður og segist iðrast þess. „Við vissum einfaldlega ekki betur í þá daga. Það er heimskulegt að nota stera og þeir gera ekkert annað en að eyðileggja líkamann þegar til lengri tíma er litið," sagði Schwarzenegger á blaðamanna- fundinum í Sacramento í Kaliforníu- ríki í gær. oskar@dv.is Arnold Schwarzenegger Hefur sjálfur viðurkennt að hafa neytt stera I óhóflegu magni á sinum yngri árum en vill nú skera upp herör gegn hvers konar lyfjamisnotkun - batnandi mönnum er best að lifa. Framtíð Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd i óvissu Kærði stærstu hluthafana Það leikur allt á reiðiskjálfi í herbúðum Manchester United þessa dagana eftir að Sir Alex Ferguson ákvað að fara í mál við þá John Magnier og JP McManus en þeir eru stærstu einstöku hluthafarnir í félaginu - eiga samanlagt 23% í Man. Utd. Málið er allt hið vandræðaiegasta fyrir ensku meistarana því þeir voru tilbúnir með nýjan fjögurra ára samning við Ferguson en þeir Magnier og McManus hafa farið fram á að samningurinn verði ekki undirritaður fyrr en málið hefur verið til lykta leitt. Þrætuefnið veðhlaupahestur Þrætuefnið er eigendaréttur á einum sigursælasta hesti Bretlandseyja undanfarin ár sem heitir Rock of Gibraltar. Hesturinn hefur aflað eigendum sínum mikils fjár undanfarin ár og verðlaunaféð eitt og sér nær vel yfir milljarð undanfarin þrjú ár. Hann er þar að auki metinn á um 100 milljónir punda þannig að það eru umtalsverðir íjármunir í húfi. Ferguson telur sig vera með pottþétt mál í höndunum en það var eiginkona Magniers sem seldi honum hlut í hestinum á sínum tíma. Ekki nýtt af nálinni Málið er síður en svo nýtt af nálinni. Ferguson hefur eingöngu rætt við þá Magnier og McManus í gegnum lögfræðinga síðan í janúar og þrátt íyrir mörg sáttatilboð af hálfu Magniers og McManus hefur enginn botn fengist í málið og því ætlar Ferguson með það alla leið. Þessar fréttir koma eflaust mörgum á óvart enda hefur löngum verið talið að mjög gott væri á milli þeirra þriggja. Þegar Magnier og McManus juku hlut sinn í United á dögunum þá óttuðust margir að þeir væru með á prjónunum yfirtöku á félaginu og það undir handleiðslu Fergusons. Menn sjá í dag að það er fjarri sannleikanum. Vandræðalegt fyrir Manchester United Eins og áður segir er málið mjög vandræðalegt fyrir Manchester United en forráðamenn félagsins hafa reynt að klóra í bakkann með því að segja að málið sé einkamál á milli þeirra þriggja og hafi ekkert með United að gera. Þeir eru ekki margir sem trúa því að þannig sé litið á málið á Old Trafford. Fastlega er búist við þvf að það taki ár að fá botn í málið og ljóst er að eitthvað verður undan að láta að lokum hvort heldur sem það verður Ferguson eða einhver annar. henry@dv.is AlexFerguson Hefur rifist af krafti við fyrrum félaga sína, John Magnier og JP McManus vegna veðhlaupahests. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.