Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 29
DV Fókus FIMMTUDAGUR 20. NÚVEMBER 2003 29 r Siguijón: Hvers vegna bara gömul lög? Er rokkið dautt? „Nei, nei, rokkið lifir góðu lífi. Við höfiim bara sett okkur þá reglu að spila ekki tónlist sem er minna en tíu ára. Eins og stórmyndaklúbburinn sem ég var í; við horfðum aldrei á myndir sem voru styttri en þrír tímar. Það er gaman að íylgja reglum sem maður hefur sett sér sjálfur." Ertu einhvem tíma heltekmn af nostalgíu í vinnunni? „Það hefur gerst, þótt ég sé ekkert sérstaklega nostalgískur maður. Adam and the Ants hafa til dæmis ekki verið spilaðir í útvarpinu hér í 22 ár, og það rifjast stundum eitthvað upp ef þeir eru í gangi. Til dæmis var ég að hlusta á Ant Farm í lögum Unga fólksins, og lagið var rofið til að tilkynna manni að það væri búið að skjóta Reagan. Maður þurfti að bíða eftir næsta þætti í heila viku til að heyra allt lagið, og síðan dó Reagán ekki einu sinni." Hvaö á eftir aö lifa sem er aÖ gerast í dag? „Ég held að Korn eigi eftir að lifa og Mínus og svoleiðis snilld, en ég set visst spurningar- merki við Linkin Park. Ef ég verð enn þá með Skonrokk eftir 10 ár er ég ekki viss um að ég muni spila þá. En aðrir asnalegir hlutir öðlast stundum nostalgískt gildi eftir á.“ Ef þú ættir tímavél og gætir farið á hvaöa tímabil rokksögunnar sem er, hvert myndirðu fera? „Ég hef engan sérstakan áhuga á fortíðarþrá. Ég myndi frekar fara til framtíðarinnar. En ég hefði svo sem viljað sjá Utangarðsmenn eða Sex Pistols spila.“ Hverju myndiröu breyta? „Fór þetta ekki allt einhvem veginn eins og það átti að fara? Það hefði þó verið gaman ef Stooges hefðu orðið amenskir Rolling Stones, eins og þeir ætluðu sér.“ ErElvis dauöur? „Já, hann er steindauður. Hann var dauður þegar hann dó.“ BÍÚamir eða Stones? „Stones, ekki spurning. Bítlamir vom bara ra-ra-n, Stones vom meira alvöru." Um þessar mundir sérhæfa tvær útvarpsstöðvar sig í að spila aðra tónlist en þá sem á að heita það heitasta ídag. Útvarpsstöðin Skonrokk, undir stjórn Sigurjóns Kjartanssonar og Dr. Gunna, hef- ur sett sér þær reglur að spila einungis tónlist sem er meira en tíu ára, á meðan Radíó Reykjavík, undir stjórn Mumma, hefur engar ákveðnar leik- reglur en einbeitir sér þó að gömlu kempunum. Er rokkið dautt? Lifir Elvis? Geta konur rokkað? Út- varpsstjórar stöðvanna takast hér á. Humrai: Hvers vegna bara gömul lög? Er rokkið dautt? „Rokkið er alls ekki dautt. Það lifir og mun lifa. En flestar útvarpsstöðvar í dag em svo nýungagjarnar að gömlu kempurnar sem eru upphaf alls sem maður heyrir í dag fá sjaldnast inni hjá þeim. En í upphafi skyldi endinn skoða.“ Verðurðu einhvem tímaxm heltekinn af nostalgíu í vinnunni? „Já, stöðugt. The Clash kveikir blossann, og þegar ég lilusta á þá vakna stundum minn- ingar um gömul partý þegar maður var í army jakka með hundaól og einhvern ein- kennilegan lit í hárinu. En stundum eru minningarnar súrsætar, og maður minnist gamalla vina sem féllu og em dánir í dag.“ Hvaö á eftir aö lifa af því sem er aö gerast f dag? t „Stór partur af þessu iðnaðardrasli á ekki eftir að lifa. Það er mikið framboð af rokki í dag og ef til vill á framtíðin eftir að uppgötva eitthvað sem er ekki vinsælt núna. Til dæmis var Velvet Underground ekki vinsæl á sínum tíma, en er núna mjög áhrifamikil grúppa. Breska bylgjan og Oasis eiga eftir að deyja, fyrir utan eitt og eitt lag, meðan hljómsveitir eins og Rammstein og White Stripes munu lifa áfram. En gallinn í dag er að filjómsveitir eiga lítinn líftíma, halda ekki út súm tímana ef þeir meika það ekki strax eða reyna að þóknast markaðnum, og fara í hundana." Ef þú gætir sest upp í tímavél og farið á hvaða tímabil rokksögunnar sem er, hvert myndirðu fara? „Ég myndi fara aftur til árana um og eftir 1970, og helst ferðast í kringum heiminn og fara á tónleika með mönnum eins og Ozzy, Led Zeppelin, Thin Lizzy, David Bowie og Alice Cooper. Allt í dag byggir meira og minna á þessu." Hveiju myndirðu breyta? „Ég myndi aflífa manninn sem fann upp diskóið. Diskóið er mesta hörmungartímabil mannkynssögunnar, fyrir utan kannski heimsstyrjaldirnar. Ég held að það sé ein helsta orsök sjálfsmorða meðal ungs fólks í seinni tíð.“ __ Er EIvis dauður? „Elvis lifir. Hann dó aldrei. Hann er f góðum gír með bleiu á Bahamaeyjum. Kóngurinn lifir." Bfdamir eöa Stones? „Stones, engin spurning. Bítlarnir voru húsmæðrapopp, en Stones voru pönk síns tíma." Sex Pistols eöa Clash? „The Clash. Johnny Rotten var aldrei sannfærandi. Hann var sellout eins og kom síðar í ljós. Rotten er rotinn." Sex Pistols eða Qash? „Sex Pistols. Þeir höfðu söngvara sem var með alveg rétta attítúdið. Hann setti standardinn. Pabbi pönksins." Wham eöa Duran? „Wham voru alltaf í miklu meira uppáhaldi. Duran voru aumingjar." Eru þaö bara karlmenn sem hlusta á rokk? „Nei, alls ekki. Ég er orðinn frekar þreyttur á þessu mark- hópatali. En það eru alls ekki bara karlmenn sem hlusta á Skonrokk." Wham eöa Duran? „Þessar tvær hljómsveitir voru karlmönnum til hábor- innar skammar. Þær koma rokki ekkert við.“ Eru þaÖ bara karlmenn sem hlusta á rokk? (Fer út á svalir með símann þar sem konan heyrir ekki í honum) Það eru bara karlmenn sem skilja rokk. Þó eru það undantekningarnar sem sanna regluna, en þær eru ekki margar. -t.. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi, útvarpsstjóri á Radíó Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.