Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 27
DV-mynd Hari DV Fókus FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 27 „Þetta er kvöld sem haldið er í tilefni af út- i gáfu plötu Ghostigital og við fáum nóg af góð- um gestum. Yfirskrift kvöldsins er Harður heimur - harður taktur sem rímar vel við Ghostigital því þar koma við sögu allar gerðir el- ektrónískrar taktmúsíkur. Þess vegna langaði okkur að finna þá sem eru harðastir hér á landi og búa til kvöld með hörðustu tónlist sem til er á íslandi," seg- ir Birgir Örn Thoroddsen, Bibbi Curver, sem í félagi við Einar Örn Benediktsson, fyrrum Sykurmola, stend- ur fyrir tónleikum á Kapital í kvöld. Bibbi vann að plötu Ghostigital með Einari Erni og skipuleggur kvöldið með honum. Auk þeirra félaga í Ghostigital koma fram Kritikal Mazz og Twisted Minds Crew úr hip hop geiranum, Exos og Tómas T.H.X. sem fulltrúar teknótónlistarinnar og Dj Bjöggi sem spilar drum&bass-tóniist. „Svo ætla ég að spila gamalt digital hardcore noise," segir Bibbi ákveðinn og til útskýringar segir hann að því svipi kannski helst til Atari Teenage Riot. „Hugmyndin með þessu er að draga sam- an danstónlist og hip hopið á einn stað. Þessu er alltaf skipt upp, þessir heimar virðast ekki hafa runnið nógu vel saman, en okkur langaði að prófa hvort ekki væri hægt að gera eitthvað skemmtilegt með öllum þessum böndum." Eruð þið ekkert hræddir um að hip- hopararnir verði hræddir þegar „Maður er eiginlega farinn að upplifa sig sem mjög gamian, það eru allir orðnir svo „melló Ég þarfnú samt ekki að hafa svo miklar áhyggjur því Einar er miklu eldri en ég og hann er ennþá harðari!" teknógaurarnir fara að spila og öfugt? „Við í Ghostigital erum í miðjunni á þessu öllu saman enda blöndum við þessum tónlist- arstefnum saman. Það er bara vonandi að einhverjir hip-hoparar verði eftir og hlusti á teknómennina og að teknófólkið mæti sneinma og hlusti á hina.“ En þú lofar góðu kvöldi? „Já, við viljum bara að fólk komi og fái harða tónlist beint í æð. Það virðist vera minnkandi áliugi á harðri tónlist hjá unga fólkinu, það er ekki al- veg nógu hart,“ segir hann og hlær. „Það kostar 800 kail inn og það fylgir eitthvað áfengi með. Ég vil bara að fólk komi þarna bláedrú og útúrvírað. Tónlistin á að vera nóg til aö koma því f gang. Maður er eiginlega farinn að upp- lifa sig sem mjög gamlan, það eru tillir orðnir svo „melló“. Við reynum að breyta því, en ég þarf nú samt ekki að hafa svo miklar áhyggjur því Einar er rniklu eldri en ég og hann er ennþá harðari!" DSQS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.