Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 3
Alþýðu'blaðið 16. apríl 1969 3 Reykjavík — VGK. Kaupmannasamtökin liafa fallið frá því að loka verzlunum sínum í dag, en þess í stað efna samtökin til mikillar upplýsingaherferðar, þar sem gerð verður grein fyrir helztu skoðunum samtakanna varðandi stöðu verzlunar á Islandi í dag. Upplýsingaherferð þessi er fram- kvæmd á nýstárlegan hátt, eða með því sniði, að í stað þess að boða til blaðamannafundar, er hverju blaði boðið að koma til einkaviðtals við nokkra meðlimi samtakanna, þar sem málefni stéttarinnar eru til umræðu. Blaðamaður Alþýðublaðsins fór á fund þeirra Karls Eiríkssonar, framkvstj. Bræðurnir Ormsson, Hjart ar Hjartarsonar, forstjóra f. Þ. Norð- mann, Guðna Þorgeirssonar, eig- anda Kársneskjörs í Kópavogi og Hauks Jacobssonar, kaupmanns. Fjórmenningarnir voru allir sam- mála um, að núverandi verðlags- ákvæði væru algjörlega óþörf og stæðu •verzluninni fyrir þrifurn. Sögðu þeir, að fulltrúar neytenda í verðiagsnefnd vildu ekki hlusta á nein rök eða málflutning frá kaup- mönnum. Kaupmennirnir eru andvígir verð lagseftirliti, og álíta að neytendur sjálfir eigi að vera verðlagseftirlit I og leita uppi lægsta verð í verzlun- um. — Handahófskennd og óraun- hæf verðlagsákvæði og þar af leið- andi taprekstur innflytjenda og fjár- hagslegur vanmáttur, gerir það ókleift að til séu i landinu birgðir margra nauðsynlegustu þarfa þjóð- félagsins —, segja þeir. Spurningunni um það, hvort verzlanir í bænum væru ekki of margar svöruðu fjórmenningarnir: — Með harkalegum aðgerðum verð- lagsyfirvalda er stefnt að því að fækka þeim, en þetta virkar alveg öfugt. Stærri verzlunum, með að- | keyptan vinnukraft og ýmsa kostn- j aðarsama þjónustu fækkar og verzl- unin þrýstist út í fleiri og smærri verzlanir og söluop, þar sem eigend- ur, konur þeirra og börn vinna. — Á fundinum kom fram, að 12.5% íslendinga vinna við verzlun, og er það svipað og gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Á Islandi eru 110 íbúar á hverja verzlun, en það er nokkuð lægri tala en' víða í Evrópu. Kaupmenn segjast ekki fá nóg í aðra hönd. Kaupmenn hætta við að loka KYNNA ! SKODANIR Framsóknarflokkurirn heldur blaÖamannafund: Kosningar skilyrði stjórnarþátttöku Framsóknarflokkurinn yrði ekki til viðtals um myndun þjóðstjórnar núna, nema áður færu fram kosn- ingar! Þessi lýsti formaður flokksins, prófessor Olafur Jóhannesson yfir á blaðamannafundi í gær, en hann var haldinn til að kynna samþykktir nýafstaðins miðstjórnarfunds Flokks ins. Er þetta í fyrsta skipti, sem Framsóknarflokkurinn heldur al- mennan blaðamannafund til að kynna málefni sín, en aðrir flokk- ar hafa fitjað upp á þessu áður, þótt enn sé þetta ekki algild regla. I Ræða við Hannibal og Björn I Á fundinum var talsvert spurt um samningaviðræður Framsóknar við þá Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson og sagði prófessor Ólafur að í haust hefði verið gerð gangskör að því að koma á nánara samstarfi milli þeirra og Framsóknarflokksins. Þessari viðleitni væri enn ekki lokið, en engin leið væri á þessu stigi að segja fyrir um það, hvort samning- arnir tækjust eða ekki. Sagði pró- fessor að milli þessara aðila væri ekki mikill skoðanamunur um mál- efni. | [ Gagnrýndi sjónvarp og útvarp Þá vék prófessor Ólafur einnig á fundinum örlitið að fréttaflutn- ingi útvarps og sjónvarps og taldi að þar væri nokkuð hallað á stjórn- arandstöðuna. Ráðherrarnir fengju þar langtum fleiri tækifæri til að kynna verk sín en stjórnarandstað- an til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á þessum vettvangi. Að blaðamannafundinum loknum hélt prófessor Ólafur þó upp í sjónvarp til viðtals við fréttamann þess um miðstjórnarfundinn. 90 manna miðstjóm Miðstjórn Framsóknarflokksins, sem nú hefur nýlega haldið fund, fer með æðsta vald hans milli flokksþinga. Þar eiga nú sæti 90 manns og mættu 87 þeirra á fund- inum. Tala miðstjórnarmanna get- Ólafur Jóhannesson. < ur hins vegar verið breytileg, þvf að þar eiga sæti allir þingmenrt flokksins, 15 menn kjörnir af flokks þingi og 7 menn úr hverju kjör- dæmi kjörnir af kjördæmlsþingum. Lagði prófessor Ólafur á þaö áherzlu á fUndinum að vald kjörpæmanna væri mikið innan flokksiás, og til að mynda væru þau einráð urnt framboð hvert í sínu héraði. Mið- stjórn flokksins kýs æðstu stjórn hans til eins árs í senn, og varð sú breyting ein gerð á fundinurrt núna að Sigurjón Guðmundssoa gekk úr stjórninni, en í hans stað kom Jón Skaftason alþingismaður. Lögfræði- handbók Nýlegia, fcourí út Lögfræðá- Haindbókin, sem Guniriar G. Schram itók isaimiaini. 'Fjallar bókin ium megýnatriði per- scirjui-, sifjia- og erfðairéttar. Útgáfunla hefiur bókaútgáxa Arnar og Örlygs annazt. Aðaltil'gangur bókarinnar er að gefla aEmenningi upplýs- ingar um. áðiurniefnd þrjú lög- firæðiatriði. Bókini er í hand- bó;k|arlfiormii4 tíít þess að auð- veldalra sé að (leita upplýsimga uim ednstö'k atriði. í heinlni eni lupplýsingiaír um hjúsikap og hjóniaákilna'ði, slkýrt frá því, efitir hvaða ireglum menn erfia, greint frá helztu reglum um iskftpti foús og rætt «, foyað fe'list í 'hugtökunum foreldra- vald oig lögræði. Víða erlendis eru gefriar út úlíkar foa'ndbækiuir og eru þær igieyisiiviiinsælar fojá almennimgi enda lagasöfta ekki aðgeingiJÍeg þeigiar letiita þarf upplýs.nga lum etóstök latriiði þessa máls, sem svo oft ber á góma í dag legiu lífi . Um höfuridinn segir svo afl am á bó'kinni: „Höfunduir bók arinnar er Gunmar G. Schram en foanm lauik doktorsprófi í í Cambridige áirið 1961 og starfiair semi þjóðréttarilræðxing iur utanrík|isráðumeytisins. Gunniair v!ar lUlmi mokíkurra ára 'billi blaðamaður og 'ritstjóri og nýtur þe'irríalr reynslu sinmar við gerð þessarar bákar, þar sem ýmis flákin Olagafyrir- mællli eru skýrð og túlkuð svo auðskffl'n vierða hverjum manná.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.