Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið 16. apríl 1969 7 VÉR ERUM DROTTINS ! Charlie Chaplin: Bókasafn AB: Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Sverrir Kristjánsson sá um útgáfuna. Almenna bókafélagið, Reykja vík 1969. 175 bls. Eftir meira en árlangt hlé á út- gáfunni kom út fyrir skemmstu ný bók í hinum snyrtilega smábóka- flokki Almenna bókaíélagsins með íslenzku efni, Bókasafni AB, hin sjötta í flokknum. Virðist efni flokks ins til þessa skipta í tvö horn; ann- ars vegar veljast honum tiltölulega nýleg rit sem hlotið 'hafa almennar vinsældir, útbreiðslu og orðstír, Líf og dauði Sigurðar Nordal, Kristrún í Hamravík Hagalíns, Anna frá Stóruborg Jóns Trausta, hins vegar eldri „hálf-klassísk“ rit, sum hver alls óþekkt fyrir eins og Sögur úr Skarðsbók, þó önnur séu nafnkunn eins og Píslarsaga séra Jóns Magnús- sonar. Af því tagi er nýja bókin í flokknum, Reisubók séra Olafs Egils- sonar sem Sverrir Kristjánsson gef- ur út ásamt nokkrum öðrum helztu samtíðarheimildum um Tyrkjarán- ið, frásögn Kláusar Eyjólfssonar Jögréttumanns, færðri í letur þegar eftir ránið, og tveimur bréfurn ís- lendinga úr Barbaríinu, Jóns Jóns- sonar úr Grindavík og Guttorms Hallssonar af Búlandsnesi við Djúpa vog. Að hinum fyrrtöldu bókum aldeilis ólöstuðum þykir mér að svo komnu meiri fengur að þeim siðarnefndu í flokknum; þær henta prýðisvél til að gera almennum lesendum aðgengilega texta sem hafa ótvírætt bókmenntalegt og menningarsögulegt gildi en verið Jiafa á fárra vitorði og minnsta bækur kosti óhægir aðgöngu þó útgefnir væru. Rit af slíku tagi er vitaskuld einnig að finna í nýlegri bó'kmennt- um. En hingað til virðist athygli Bókasafns AB eínkum hafa beirizt að verkiun sem- verið hafa ekki ein- asta alkunn fyrir hcldur einnig að- gengileg í öðrum útgáfum. íslendingar geta e'ngu gleymt, seg- ir danskur orðskviður sem Sverrir Kristjánsson tilfærir í gr'einargóð- um inngangi að Reisubók séra Olafs Egilssonar. Hann hefur áþrcifanléga sannazt á Tyrkjaráríinu sém lifað hefur í mannamjnríum æ síðan, og átt sinn rúmgóða . séss í bamalær-r dómi okkar allra í sögtr, stöðugt frásagnar og umræðuefni; hafa at- vik raunar skjótt tekið að hagræð- ast í meðförunum sem sjá má af frásögn Kláusar lögréttumanns sem er talin skráð eftir sjónarvottum þegar að atburðttnum afstöðnum. En grimmilegri, blóðugri, átakan- legri verða þeir í endursögn hans en frásögn séra Olafs af sinni eigi-n sjón og raun þeirra. Tyrkjaráns- saga Björns á Skarðsá hefur annars verið helzta frásögn af herhlaupi. Tyrkjans, skráð sextán árum síðar, og m.a. með stuðningi af Reisu- bókinni; má vel vera að vert væri • að gefa hana út að nýju í svipuð- um sniðum þessum, ef til vill ásamt urvali ur helzt Tyrkjakveðskap. En skammt er raunar síðan Jón Helga- son ritstjóri færði nýja Tyrkjaráns- sögu í letur og mun hún hafa orði.ð vinsæl bók eins og annar sagnafróð- leikur hans; Tyrkjaránið er enn í dag söguefni á íslandi. Hitt sætir meiri furðu að skáldlegur áhugi virðist ekki hafa 'beinzt að þessu efni, ef frá er talin Tyrkja-Gudda; væri þó ránið sjálft, herleiðingin ,í Barbaríið og heimkoma þeirra sem heim komust, tílvalið efni snjöllum skaldsöguhöfundi. Það bíður eins og mörg önnur óort efni síns tima og höfundar; hve aðlaðandi og mik- ilshattar efnið er verður hins vegar alveg ljóst bæði af Reisubókinni og brefunum heim úr Barbaríinu sem eflaust yrðu með helztu heimildum' slíkrar sögu. Olafur Egilsson var prestur Vestmannaeyjum í Tyrkjaránlnú ásamt séra Jóni píslarvotti. Hann hlaut vægilegri útreið en bróðfr hans í drottni og var þó harðlega leikinn á skipsfjöl í fjárpyndarskyni áður en förin hófst í Barbaríið. En þaðan var séra Ólafur brátt sendur heim á leið aftur, skilinn frá konu sinni og börnum, til að heimta lausn argjald fyrir fangana þó sá' erind- rekstur tækist að vísu alls ekki. Sverrir Kristjánsson vekur athygli á hófsemi séra Ólafs og hlutlægni í frásögn og næmri athyglisgáfu hans, alit gömlum og grónum sögumannsdyggðum á íslandi. — Hann er harmkvælamaður og bók- in greinir frá písktrgöngu hans, á ferð sinni er hann löngum - ;,rænu- Iaus“ af hryggð yfir örlögum sinna nánustu. Hann staldrar ekki við liarma slna meira en hófi gegnir, þó þcirra vegna veitist honum tor- vddara en skyldi að hugfesta all't þáð’ sjónarverða serii fyrir hann ber í. fjarlægum álfum heims. En frá þvi greinir bókin fyrst og fre'mst, uppteiknuð af alíri næmi Og athygli sveitamannsins sein kom'- inn cr úr fásinni og frumstæðum kjörum tit í hinn stóra og frarn- andi heim, svo gerólíkgn öllu sem haun á að venjast — þó víðar sé fatrcktin en á Islandi, mínir bræð- ur, eins og hann segir á einum stað. Að þessu leyti er bókin i flokk með reisubókum Jóns Indía- fara og Eiríks frá Brúnum — og ótöldum öðruin frásögnum íslenzkra alþýðumanna þó þær þyki minni Framhald á bls. 12. Litli maðurinn með kúluhatt- inn og stafprikið er áttræður í dag. Litli, útskeifi flækingur inn með Hitlersskeggið og barnslega augnaráðið: Charlie Chaplin! Svefn réttlá;tra. ins —• og í fremstu röð meðal kvikmyndahöfunda, vegna hinna listrænu og mannúð- legu mynda sinna, sem skír- skota jafnt til ungra og ald- inna. Barnið skynjar hina apríl árið 1889 í Englandi; sonur leikarahjóna í Lundúnum, Charles Chaplin elclri og konu hans Hönnu Ghaplin. Hann var fæddur í fátæk- legu umhverfi, inn í fátæka fjöl- skyldu, er qft á tíðum hafði vart i I I I Leikstjórinn Charlie Chaplin með aðalieikuru num í „Greifynjunni frá H.ong Kong,“ Marlon Brando og Sophiu Loren. En þó að lrann sé orðinn gráhærður öldungur, .er hann aldeilis ekki á grafarbarmiri- um. Kvikmyndirnar hans eru riygging þess. Þær eru trygg ing þess, að „litil maðurinn“ á langa Hfdaga fyrir höndum Jió að líkami hans hverfi af sjónarsviðinu. Chaplin er og verður eitt stærsta nafnið meðal gamánleikara lieims- glaðværu léttúð í kvikmynd- um hans, en hinn fullorðni tregaþungan undirtóninn — og báðir eru jafn innilega snortnir. Og í dag er hann áttræð- ur ... , Fæddur í fátækt Charlés Gh'aplin fæddist hinn 16. til hnífs og skeiðar. Þar ólst hann upp ásatnt Sid, eldra bróður sínum. Faðir þeirra lézt í bernsku þcirra og varð það enn til að auka á erfiðleika fjölskyldunnar. á.lí Sigurgangan hafin Eins og Charles eða Charlic, eins og hann var og er nefndur, átti kyu Framhald . bls. 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.