Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Ritstjórnarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði Verð í lausasölu: 10 kr. eintaki? í góðum félagsskap: „Herskipið Pótemkin“ Nokkrir ungir áhugamenn um kvikmyndir og kvik- myndagerð gengust fyrir stofnun félag*s til efHngar á- hugamálum sínum ekki alls fyrir löngu — og nefndu ,MjóíÍImuklúbbhin |Smlára.“ Eins ög ungum og áhugasöm- um mönnum er tamt, letu þeir ekki sitja við nafnið tómt heldur hófu þegar í stað fjöl- breytta og umsvifamikla starfsemi að Hverfisötu 50 í Reykjavík. Þar hafa þeir kvöldvökur á hverju kvöldi: koma þar saman og ræða á- hugamál sín, hlusta á fræðslu erindi og horfa á 8 og 16 millimetra kvikmyndir — þ. á.m. mörg hin ágætustu lista- verk. — Um daginn sýndum við til dæmis „Herskipið Potemkin“, (hið heimsfræga listaverk snill- ingsins EisenSteins, — svo höf- um við líka sýnt myndir eftir Hitchcock og fleiri kunna kvik myndagerðarmenn frá síðari tímum. Það er formaður Smára, Jón Axel Egils, sem svo mælir. Við komum að máli við hann í gær ,í tilefni af öpinberri kynningu á starfsemi klúbbsins á skírdag. Þá var húsnæðíð að Hverfisgötu 50 opið aimenningi ókeypis og ifélagsmenn á staðnum til að raeða við gesti og ræðast við sín á milli. Sýndar voru allmarg ar íslenzkar myndir frá ýmsum tímum eftir kunna kvikmynda- gerðarmenn svo sem Óskar Gíslason, Ósvald Knudsen og 'Þorgeir JÞorgeirsson. Virtust gestir una sér hið bezta og gizk- ar Jón Axel á, að þarna hafi komið allt að 100 manns. Um kvöldið var svo efnt til sýningar á „Sölku Völku“ og var sú sýn- ing eingöngu ætluð félagsmönn ium, þó að þeim væri að þessu sinni leyft að taka með sér gesti. Um 40 félagar eru nú í „Mjó- filmuklúbbnum Smára“, og er félagsgjald yfirleitt krónur 300 á mánuði með þeim fyrirvara 'þó, að skólafólki er veittur hundrað króna afsláttur og þarf það því eigi að greiða nerha 200 krónur m'ánaðarlega. Félagar hafa rétt til þátttöku í starfi félagsins og til að sækja kvöldvökur þess og kvikmyndasýningar. Ósmár þátt- ur í starifsemi „Sm'ára" er fræðslustartf, og hafa ýmsir kunnáttumenn verið fengnir til að flytja þar erindi um efni, er snerta kvikmyndir og kvik- myndagerð. — Nú er okkur unfhugrað um að a'fla fieiri félaga, svo að tak- ast megi að færa starfsemina frekar út, segir Jón Axel Egils að lokum. Við heitum því á 'áhugafólk að líta inn á Hvérfis- götu 50 eitthvert kvöldið eftir klukkan átta. Það er gengið inni Vatnsstígsmegin. Umleitan formannsins er hér með komið á framfæri um leiS og „Mjófilmuklúbbnum Smára1* er ós'kað langra lífdaga. Þar er greinilega um að ræða merkx légt tómstundastarf á vargöld og vindöld. „Mjór er mikila viísir“! G.A. Með leyfi Frelsishersins kom 19 ára gömul stúlka, H.arriet Lundy-eyjarnar í Bristol-flóa eru til sölu fyrir 100.000 aterlingspund. Kaupmannasamtök í Þýzkalandi hafa áhuga á eyjunni, og er ætlunin að reisa þar spilavíti. Flestir vona, að ekkert verði af kaupunum, eyjan verður lað vera ósnortin, segja menn. Á 13. öld var hún dvalar- staður sjóræningja. — Myndin sýnir bát á leig til eyjarinnar. TVENNT SLASAST West, fram í fyrsta sinn sem dansmær í Moulin Rougc i París. Harriet er munaðarlaus og hefur alizt upp undir umsjá Frelsishersins. Þegar hún var J5 ára gömul, fékk hún að fara í danstíma eftir að hún hafðí komið fram í revíu í London. „Margir halda því fram, að meðlimir Frelslshersins séu þröng- sýnir, en það eru þeir alls ekki,“ segir Harriet. I I ■ Reykjavík — ÞG. A níunda tímanum í morgun vildi það slys til, að stór vörubifreið, hlaðin sandi, rakst á Volkswagen- bifreið með þeim afleiðingum að Jijón í síðarnefnda bílnum slösuðust talsvert. Vörubifreiðin ók suður Grensás- veg og hugðist bílstjórinn beygja austur Hæðargarð. í því var Volks- wagcnbifreið ekið á móti, þ.e. norð- ur Grensásveg. Kvaðst ökumaður vörubílsins ekki hafa séð hinn bíl- inn og ók hann því í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að Volkswagenbifreiðin lenti á béhzín- tanki vörubílsins, á hægri hlið hans, rétt framan við afturhjólin. Skemmdist Volkswageninn tals. vert, og missti bílstjórinn meðvit< uncl við höggið, en komst fljótlega til nleðvitundar aftur. Konan lentl á framrúðunni og skarst í andliti. Framhald á bls. 13. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.