Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 1

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 1
Alþýðu blaðið HELGARBLAO Sunnudagur 20. apríl 1969 'I dag er mikið rætt um kynslóðaskipti og í fljótu bragði virðist vera um þrenns- konar hópa að ræða-. fólk krepputimans, fólk allsrrægtar stríðsáranna og núkynslóð ina. Núkynslóðin er ákaflega athyglisverð og er byrjuð að hafa umtalsverð áhrif á þjóðlífið. Ég, sem stend einhvers sfaðar á milli núkynslóðar og allsnægtakynslóð- arinnar, er ákaflega forvitinn um flest er snertir núkynslóðina og kemur þar margt til. Núkyrrslóðin hæðist að stjórnmálum, eða réttara sagt hæðist að hinum gamal- dags aðferðum og gamaldags hugsunar- hætti stjórnmálamanna Núkynslóðin er ekki róttæk og ekki íhaldssöm, hún hall- ast að skynsemis- og félagshyggjustefnu Hún spyr: Hvað kanntu, hvað ætlarðu að gera og hvernig? Henni kemur ekkert við hvort gáfur þínar eru þingeyskur eða skag firzkur arfur. Hún spyr bara um þínar gáfur, en ekki gáfur ættmenna þinna. Núkynslóðin tekur þátt í hungurvöku. Ekki til að dubba upp á Æskulýðsfylking. una eða Heimdall Þetta er bara félagsleg einkaþörf. Núkynslóö tekur þátt í kirkjuhaldi, en ekki á sama hátt og þeir eldri. Núkynslóð leitar utan til náms eftir að hafa sett prófmet eftir prófmet hér heima, en snýr ekki aftur nema til skyn- samlegra starfa. Núkynslóð vill fá gott kaup fyrir góð afköst- Hún vill koma til dyranna eins og hún er klædd- Hún biður um lán hjá bankastjórum, en velur ekki bankastjórann eftir póli- tískum lit, eða af því að pabbi gamli þekk ir hann. Hún treystir á skynsemi banka- stjórans og hæfni hans sem starfsmanns. Núkynslóðin vill bylta skólakerfinu, ekki til að gera námið léttara heldur til að það svari kröfum tímans Núkynslóðin vill erfa land, land skyn semi og félagshyggju, hreint larrd í bók staflegri merkingu. S.J-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.