Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 2

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 2
©g mér án þeirra, segir lénas fyrrum söngv- ari Flowers Þar sem liðinn er nokkur tími frá því, er Jónas, fyrrum söngvari Fiowers, hætti með þeim félögum, og Björgvin, núverandi söngvari, tók viö, áttum við spjall við Flowers, svo og Jónas. -— Gunriar, telur þú. að hljómsveitin standi betur að vígi með Björgvin heldur en þegar Jónas söng með ykkur? — Músíklega séð tel ég, að svo sé, en hvað viðkemur vinsældum veit ég ekki- Að vísu höfum við haft mikið að gera upp á síðkastið, en forvitni fólks kann að ráða miklu þar um. ★ ÞAÐ KEMUR FÓLKI EKKI VIÐ — Hver var raunverulega ástæðan fyr- ir því, að Jónas hætti? — Ósamkomulag og margt fleira, sem aldrei verður dregið fram I dagsljósið, því það kemur fólki ekki við. — Gunnar, nú er haft eftir Jónasi að drykkjuskapur og æfingarleysi hljómsveit- armeðlima hafi átt stóran þátt í því, að hann hætti. — Að vísu skemmtum við okkur nokk- uö mikið, eri Jónas átti sinn þátt í æfing. arieysinu- — Arnar, sérð þú eftir Jónasi úr hljóm sveitinni? — Ekki í sambandi við músíkkina, en sem persónu og félaga sé ég eftir hon- um. Hann átti megnið af þeim hugmynd- um, sem sköpuðu hljómsveitirra sem heild., þannig, að við eigum honum enn mikið að þakka- — Ég er sammála Arnari, en ég get bætt því við, að þegar Gunnar ákvað að fara yfir til Hljóma, þá ræddum við Björg- vin saman um stofnun hljómsveitar. Þa gerði ég mér grein fyrir því, að ég gæti ekki fengið mann, sem væri eins sterkur út á við og Jónas. * GAT GERT BETUR — Teljið þið, að Jórras hefði getað gert betur á plötunni? — Ég veit, að Jónas hefði getað gert betur í sambandi við sönginn, en hann hugsaði of mikið um hljóðfæraleikinn í stað þess, sem hann hefði helzt átt að snúa sér að- En margar hugmyndir varð- andi útsetnirrgu voru Jónasar, og á þann hátt átti hann mikið í plötunni. En þrátt fyrir alla gagnrýni finnst mér Jónas komast nokkuð vel frá söngnum og hefði ég ekki treyst Björgvin til að gera sumt' það, sem Jónasi tókst. 2 AlþýðublaðiS — HelgarblaS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.