Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 3
★ ENGINN VANDI AÐ NÁ SÉR í PÍU — Karl, hafa vinsældir hljómsveitar- inrTar meðal kvenfólks minnkað síðan Jónas hætti? — Uss, maður pælir ekki í því, og það er enginn vandi að ná sér í píu, þó nokkr- ar séu svekktar- — Gunnar, telur þú það hafa verið á- litshnekki fyrir Jónas að hætta? — Nei, alls ekki, þvert á móti. Mér lízt vel á þá hugmynd Jónasar að ætla a/ íaí« að syngja algjörlega á eigin spýtur. rlann er bæði ákveðinrr og metnaðargjarn og það er nokkuð, sem er nauðsynlegt í þesum bisness. — Karl, ertu ánægður með Flowers núna? — Já, hvað verkefnum viðvíkur, en þó hefur samvinnan verið hálf-erfiö upp á síðkastið, þar sem við vinnum geysilega mikið, en það tekur skiljanlega mikið á taugarnar- Nú, svo vitum við af því, að Arnar hætt. ir innan tíðar, og alls er óvíst, hvað þá tekur vtö því enn höfum við ekki auga- stað á neinum gítarleikara. ★ HEPPILEGASTA LEIÐIN — Jónas, hver er afstaða þín til Flow ers eftir þennan tíma? — Ég hef þroskazt mikið síðan ég hætti, og mörg sjónarmið hafa breytz Þar sem samvinnan milli okkar var ek orðin upp á það bezta, var þetta hepp legasta leiðin. Þeim vegnar vel, og mé án þeirra- Nýlega opnaði ég hljómplötuverzlun Hafnarfirði, sem gengur mjög vel, og ' ig stendur undirbúningur á útgáfu plötu fyrir dyrum. SÍMAVIÐTAL Frh. af bls- 11 okkar fólk náð góðum árangri, en þessi leikur þroskar arma og axlir og síðan ekki söguna meir. Staðæfingar í leikfimi- sal eru hollar fyrir allan líkamann, en ekki eins spennandi, og krakkarrrir nota hvert tækifæri til að fá heldur leiki. Svo ganga þau ár eftir ár með níð- þunga tösku, alltaf í sömu hendinni, sitja hokin heima og í skólanum, við of lág borð. Ef ekki er að gert, koma syndirnar nið- ur á þeim seinna á lífsleiðinni, m a. munu þau kalka fyrr í hrygg og mjöðmum! — En hvað er þá hægt að gera? — Það þarf að auka staðæfingarnar í leikfimi, og svo þarf að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraleikfimi. Hér er aðeins einn maður, sem gefur sig að slíku. Það er sá ágæti Jón Þorsteinsson, íþróttakennari við Lindargötu, sem er hugsjónamaður og hefur lagt sig í líma, og unnið ómetan. legt gagn. En þegar bærinn er orðinn svona stór, getur það orðið mjög tíma. frekt fyrir unglinga að sækja í slíka þjálf- un, með ferðum fram og til baka hátt í þrjár klukkustundir, og þau; sem eru í landsprófi, hafa oft engin tök á að fara í þjálfun þess vegna- Það þarf fleiri sjúkraleikfimikennara á fleiri stöðum í bænum." Þetta sagði Einar Helgason, og enn fremur, að sund væri bráðhollt, svo að nú verða allir strákar að fara á flot í sir ar, annað hvort róandi eða syndandi! AlþýSublaðið — Helgarblað 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.