Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 4
Uti þar, sem eldar vorrar æsku brenna, yfir sviðið ei mun fenna eða klaki lindir spenna. Þarna syngja þúsund tungum þýðum rómi dísir vors hjá björk og blómi. Bernskan finnst mér endurhljómi- Fjöllin gnæfa fönrrum krýnd og Fljótið niðar. Særinn þýtt við sandinn kliðar. Sólin hverfur ei til viðar. Yzt í norðri eyjar rísa upp úr sænum- Suðar fluga í sunnanblænum. Sveipast engið möttli grænum. ★ Jón í Múla talaði á Alþingi gegn jafn- rétti kvenna og kvað fast að orði. Hann- es Hafstein tók upp hanzkann fyrir kven- þjóðina og kvað: Elskulegi Múli minn, mikið gull er túli þinn- En vendu þig af þeim vonda sið að velta þér yfir kvenfólkið. ★ Ymsir munu hafa ort erfiljóð eftir Matt- hías Jochumsson, og sjálfsagt vel og meistaralega, en vísan, sem Ölína Andrés- dóttir kvað við lát þjóðskáldsins, hefur þó líklega orðið tiltækust almenningi og varðveitzt betur en obbinn af eftirmæl- unum: Gleðin smækkar. Hryggðin hækkar, hróður brást um andans völl- Skáldum fækkar. Landið lækkar Loksins sjást hér engin fjöll. Gestur Guöfinnsson Margir hafa orðið til að hlynna að þætt- inum á einn eða annan hátt, lagt til eða leiðrétt vísur, bent á heimildir, frætt um höfunda o s.frv., allt er þetta með þökk- um þegið og reyndar ómetanlegt efnis- framlag fyrir þátt af þessu tagi. Vona ég, að framhald verði á þessari liðveizlu lesenda, á því m.a. veltur framtíð þátt- arins- Og þá er að snúa sér að kveðskapnum. Tómasi Guðmundssyni, skáldi. hefur ver ið eignuð þessi vísa, og kann rétt að vera, a.m.k- er hún létt og lipurt kveðin: Hárin mér á höfði rísa er hugsa ég um kærleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinni parturinn ★ Svo er hérna vísa, sem til er í tveim andstæðum útgáfum, og virðist mér sú fyrri upprunalegri, en síðari vísan lík- lega stæling: Gott er að vera í góðum rann, gott er að hafa völdin, gott er að eiga góðan mann, gott er að sofa á kvöldin lllt er að vera í illum rann, illt er að hafa völdin, illt er að eiga illan mann, illt er að sofa á kvöldin. ★ Mikil auðsöfnun hefur einatt verið þyrn ir í augum fátæklinganna, enda skilnings leysi á kjörum þeirra oft fylgt í kjölfarið. Vmislegt hefur verið látið fjúka í bundnu máli um ríkisbubbana og ekki allt af fín_ ustu sort. Eftirfarandi vísa er af því tag- inu og hefur verið ýmsum eignuð, m-a. Ölafi Briem á Grund. Það er dauði og djöfuls nauð, er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar ★ Eftirfarandi vísur eru úr „Ljóðabréfi í gömlum stfl“ eftir Heiðrek Guðmunds- son: r I hendingum Vísnaþáttur Alþýðublaðsins er bráðum ársgamall. Þeir, sem hafa haldið blöð- unum saman, eiga þarna orðið dágott vísnasafn. Ég er að vísu lítill talnameist- ari eða skýrslugerðarmaður, en við laus- lega athugun reiknast mér til. að vís- urnar geti verið orðnar sjö til átta hundr- uð talsins. Birtar hafa verið jöfnum hönd_ um gamlar vísur og nýjar, margar snjall- ar og vel kveðnar, en miðlungs kveðskap- ur hefur þó flotið með, hjá því verður ekki komizt, ef slíkum þætti á að halda úti um lerrgri tíma- Ef til vill þykir mér vænzt um suma húsgangana, sem luma oft á margvíslegum skemmtilegheitum, þótt eitthvað megi kannski að forminu finna. Nú hefur æxlazt svo til ;að vikulegt fylgirit með Alþýðublaðinu hefur hafið göngu sína, og er vísnaþættinum ætlað- ur staður í því, ein blaðsíða hverju sinni, og er þetta, svo sem sjá má, fyrsti þátt- urinn eftir vistaskiptin. I stórum drátt um má gera ráð fyrir, að þátturinrn verði með líku sniði og áður, þó kynni vísu_ botnakeppni Alþýðublaðsins að fá þar inni, ef henni yrði haldið áfram með haustinu. Alþýðublaðiff — Helgarhlaff

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.