Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 7

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 7
ÞaÖ væri nú gaman, krakkar mínir, ef þið tækjuð ykkur til og skrifuðuð mér bréf þegar þið megið vera að. Og skrifið þá undir bæði nafn ykkar og aldur- Efnið má vera hvað, sem ykkur dettur í hug. Til dæmis gætuð þið sagt mér, hvaö ykkur finnst skemmti. legast af öllu, og hvað þið ætlið að gera í sumar. En þið getið líka alveg eins sagt, hvaö þið vilduð helzt gera, ef þið gætuð ráðið því sjálf, Við skulum bara ímynda okkur, að þið væruð allt í einu orðin rammgöldrótt — hvað mynduð þið ÞÁ gera í sumar? Kannski fljúga til sólarinnar, eða fara í leiðangur að jarðarmiðju? Eða heimsækja álfa og huldufólk? Eða eitthvað allt annað? Ég hlakka svo til að fá að vita það, þegar þið sendið mér línu. Og þið megið skrifa um alvöruhluti eða ímyndaða hluti, eftir því, sem þið viljið. Nú ætla ég að fara á hverjum degi og gá í póstkassann minn. Hjartans kveðjur frá Tínu frænku. AFMÆLISBÖRNIN Nú fer að koma að vorbörnunum, og það eru áreiðanlega marg- ir krakkar, sem eiga afmæli í apríl- Eins og áður ætlum við að biðja alla krakka, 10 ára og yngri, sem lesa Alþýðublaðið, og eiga af- mæli í apríl, að fylla út eyðublaðið hérna, klippa það úr blaðinu og senda okkur. Svo drögum viðl út nokkur nöfn; og þeir heppnu sem verða fyrir valinu, fá verðlaun, alveg eins og marzbörnin sein- ast, og maíbörnin, þegar apríl er lokið. Og um leið gætuð þið gjarnan sent Tínu frænku línu í póst- kassann hennar. Þið getið skrifað um hvað, sem þið viljið — t-d. hvað ykkur finnst skemmtilegast og hvað ykkur finnst leiðinlegast af öllu, hvað þið ætlið að gera í sumar og hvað þið ætlið að verða, þegar þið eruð orðin stór. Henni Tínu frænku finnst voða gaman að fá bréf, og ennþá meira gaman að geta birt eitthvað af bréfun- um ykkar. En hérna er þá eyðublaðið: Ég verð ....■ • ára .......... apríl- Nafn:........... ...................................... Heimili: .............................................. Sími: ............... Þið segið þá, hvað þið verðið gömul og hvaða mánaðardag, síð- an nafn, heimilisfang og síma. Sjáið þið bara, hvað hann Bangsi bros- ir glaðlega- Hann ætlar víst að fara að gæða sér á einhverju, sem hann er alveg vitlaus í. En vitið þið, hvað það er^ sem Bangsa þykir bezt af öllu? Hann er dálítill sælkeri. Og það, sem honum finnst allra gómsætast, er Ætlið þið að geta upp á rétta svarinu og senda Trínu frænku það? Svo verður dregiö um smáverðlaun. AlþýðublaSið — Helgarblað 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.