Alþýðublaðið - 20.04.1969, Side 8

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Side 8
„GETNAÐARVARNAR- ÚR"... Þýzkur uppfinningamaður, Walter Thiele að nafni, hefur nú í samráði við þekktan sérfræðing í kvensjúkdómum og fæðingar hjálp í Munchen, dr- Hermann Knaus, fundið upp svonefnt „Anti-Baby-Cycle“- úr eða eins konar „getnaðarvarna-úr“. Úr- ið er meö dagavísi og gefur til kynna, hvaða dagar séu ,-hættulegir“ viðkom- andi konu og hverjir ekki- Rauður litur merkir hættu, en grænn hins vegar, að engin hætta sé á ferðum. Úr þetta er tal- ið líklegt til að ná mikilli útbreiðslu í löndum, þar sem „pillan" er bönnuð, — og ku raunar þegar hafa gert það! — Á myndinni hér að ofanr sjáum við Thiele með úrið góða- YNGSTI HÁSKÓLA- BORGARI HEIMSINS Sasha Dvorak er yngsti háskólaborgari heimsins! Hann er aðeins 12 ára gamall, en hefur rrýlega hafið nám við háskólann í Kiev í Rússlandi, þar sem hann legg- ur stund á stærðfræði og vélfræði. Svo einkennilega vill til, að í þessum sama háskóla er og yngsti háskólaborgari heims af kvenkyni: hin 14 ára gamla Marina Burik- Sovétmenn hafa fengið orð fyrir að skipa málefnum æðstu menntastofnana sinna á töluvert annan hátt en við Vest. urlandabúar eigum að venjast. Til dæm- is er alveg sérstakur háskóli fyrir börn með afburðagáfur við Vísindaakademíuna í Novosibirisk í Síberíu. Og séu margir sovézkir borgarar af yngri kynslóðinni á borð við Sasha Dvorak er sanrrarlega ekki vanþörf á slíku fyrirkomulagi! MINNSTA BIFHJOL í HEIMI Carl Crouch í Kaliforníu á heiðurinn af því að hafa smíðað minnsta ^mannbæra" bifhjólið í heimi. Það er aðeins 25 sentí- metrar á hæð og fer með 45 kílómetra hámarkshraða á klukkustund. Það þolir allt að 100 kílóa þunga — og sannast þar, að „margur er knár, þótt hann sé srnár"! Það tók Carl Crouch fimm mánr- uði að setja hjólið sitt saman, enda var það erfitt verk, sem krafðist bæði þolim mæði og fingrafimi, svo sem að líkum lætur. Á myndinni til vinstri sjáum við bifhjól Crouch á baki bifhjóls af venju- legri stærð — og hægra megin er verið að hjóla á því- B Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.