Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 9

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 9
Bandaríska leikkonan Bette Davis er nú að leika í 87. kvikmynd sinni- Myndin er tekin í Englandi og nefnist ,,Connect- ing l?oom.“ Bette leikur þarna mikilhæfan kvenmann, sem spilar á selló — og hefur götuna fyrir konsertsal! Bette Davis, sem hóf leiklistarferil sinn með talmyndunum, telur, að hún eigi enn mikið ólært sem leikkona. Um það hefur hún komizt svo að orði: — IViaður hættir aldrei að reyna að bæta sig, — alveg án tillits til þess, hve gamall maður er! Og ég er alls ekki orð- in svo gömul, að tímabært sé að draga sig í hlé! Bette Davis veit áreiðanlega, hvað hún syngur í þessum efnum- Hún reyndi nefni lega að draga sig í hlé fyrir rrokkru, keypti sér hús úti á landi og hugðist taka lífinu með ró. Þau áform fóru öll út um þúfur, og áður en Bette vissi af, var hún búin að stilla sér upp fyrir framan kvik- myndavélarnar á nýjan leik. Já, það er hægara sagt en gert að segja skilið við „sviðsljósin"! 300 meðöl við hrotum Um 20 milljónir bandarískra eiginkVenna verða fyrir miklu óþægindum af hrotum bænda sinni, að því er bandarískur „svefn sérfræðingur'1, Sally Aimes, heldur fram Skoðun sína byggir frú Aimes á fjölmörg- um samtölum, er hún hefur átt við gift- ar konur á síðustu árum- Enn munu vísindin ekki hafa ráðiö þá gátu til fullnustu, hvers vegna það eru fyrst og fremst karlmenn, sem hrjóta En hvað, sem því líður, er ekki um það að villast, að hrotur eru alvarlegra vandamál en menn hefur grunað tU þessa', að minnsta kosti á það við, ef rannsóknfl frú Aimes eru teknar alvarlega — en frúnni mun ekki vera neinn hlátur í hug! — Mér hefur nú tekizt að hafa upp á um 300 meðölum við hrotum, segir frú Aimes, þar ,á meðal sjálfvirkum rúmdýn- um. er snúa manninum á hlið, ef hann liggur upp í loft og hrýtur! Þá er og ann. að „apparat”, sem gefið hefur alveg sér- staklega góða raun í baráttunni við hrot- urnar, en það er eins konar beizli, sem heldur höfði manns í þeim stellingum, að hvorki er ,;hætta“ á, að hann hrjóti eða tali upp úr svefni! BISKUPINN FÉKK HLÁTURKAST Háæruverðugur erkibiskupinn af Kant- araborg, doktor Ramsey, fékk snert af hláturkasti nú fyrir skömmu, er hann var staddur við opnun kirkjulegrar listaverka- sýrringar í Oxford. Enskur teiknari, John Bratby, hafði nefnilega tekið sér fyrir hendur að skreyta Gamla testamentið með nýstárlegum hætti — en meiningin var að nota myndir hans í sérstaka æskulýðs- útgáfu hinnar helgu bókar. Þegar erki- biskupinn kom auga á þessa skemmtilegu mynd af dætrum Jobs (talið frá vinstri eru rröfn þeirra Jemima, Kesja og Keren), greip hann fyrir nef og munn og umlaði á milli hláturhviðanna: — Heh — anzi er — heh — þetta — heh — skemmtileg—heh — mynd ! AlþýöublaðiS — Helgarblað 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.