Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 10
KASSABILL Þarna er farkostur, sem hentar yngsta barninu. Efniviðurinn er trékassi frá kaup- manninum. máske undan appelsínum (sterkastir eru þó púrtvínskassarnir frá ÁTVR). Stýrið getur allt eins verið pott- hlemmur. ' kvennaþáttur Kasabotninn er styrktur með tveimur tommu þykkum listum, sitt hvoru megin, og á listarra eru fest fjögur teboröshjól- Þau fást í járnvöruverzlunum. Stærri hjól eru heppilegri, ef nota á bílinn úti, og þau hafa stundum fengizt í Fálkanum a Laugavegi. Þar fást einnig flautur, en mæður með takmarkaðan viðnámsþrótt gegn hávaða, gera rétt í að sleppa þeim. Þarna er komið ódýrt leikfang, sem barnið getur dundað sér mikið við, hvort sem það vill sitja sjálft eða ferja í þvi brúður og kubba- MATUR Óvæntir gestir, en lítið í buddunni, æ, hvað er nú til ráða, krabbi sæll? ítalir eru slyngir að gera einfalda, lystuga rétti. Sá alþekktasti er spaghetti með kjötsósu, og hefur bjargað margri húsmóður á neyðarsturrdu. Sá kostur fylgir þessum rétti, að harrn er mjög vinsæll hjá börnum, en hókus pókus( berðu með honum eina rauðvínsflösku, og samstundis er komin veizlumáltíð fyrir fullorðna. Til matreiðslunnar þarf einn pott og eina góða pönnu- í pottinum sýðurðu tvo pakka af spaghetti. Á pönnunni hitarðu svo sem fjórar matskeiðar af matar. olíu; sú íslenzka er ágæt, stóran saxaöan lauk og pund af nautahakki, má vera meira eða minna eftir vild- Kryddað með salti og pipar og hvítlauk eða hvítlauks- mjöli, og allra bezt er að hafa líka ítalska kryddið oregano (eða leaf oregano), en það fæst hér stundum hjá Silla og Valdá og öðrum búðum, þar sem krydd- vara er fjölbreytt. Út á kjötið er hellt tveimur 70 gramma dósum af tómat- krafti (puree), og gildir einu, hvort hann er ítalskur, amerískur eða kínverskur! Flestar stærri verzlanir hafa einhverja tegundina- Einum eða tveim bollum af vatni er bætt á og allt látið malla í hálftíma við lágan hita. Bætið vatni á, ef með þarf. Spaghettið er kælt í sigti og hitað aðeins aftur í olíu eða smjöri, og nú er hvort tveggja borið inn ásamt rifnum osti, mjúku hveitibrauði og helzt ein- hverju hrásalati. Þetta nægir handa fjórum- í eftirrétt mundu ítalir hafa ís eða ávexti. í 10 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.