Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 11

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Page 11
eldrar hennar til Bandaríkjanna; og þar trúlofaðist hún nítján ára gömul, en unn- ustinn varð að lofa að flytja með henni til Palestínu. Efnin voru lítil- Fyrst voru þau á sam. yrkjubúi (kibbutz), þar sem hún gætti hænsna, síðan fluttu þau til Jerúsalem, þar sem hún tók heim þvott til að drýgja tekjurnar. En smám saman fór að ganga betur, hún klifraöi upp hvert þrepið af öðru í stiga stjórnmálanna, og þegar Is- rael varð sjálfstætt ríki árið 1948, var hún í hópi þeirra efstu. Það ár fór hún, dulbúin sem Arabi, á fund Jórdaníukon- ungs, til að biðja hann að ráðast ekki á israel í fæðingarhríðunum. Hún ræddi frh. á bls. 14 Golda Meir: KELLA í KRAPINU Sumir halda því fram, að margt sé iíkt með ríkjunum íslandi og ísrael. En mundu Islendingar setja konu í forsætisráð- herrastól á tímum, þegar landið riðaði á barmi styrjaldar? Og hana sjötuga í þokkabót? Það gerðu ísraelsmenn fyrir mánuði síðan, þegar Levi Eshkol féll snögglega frá. Goldu Meir er ekki fisjað saman- Hún er fædd á þeim tíma og í því umhverfi, sem lýst er í ''iðlaranum á þakinu, (ein persónar .ieitir meira að segja Golda) í Rússianai um a.Jamótin, nánar tiltekið í K’.i ~ ' ' 3 áiia ára sá hún með eigin óLgúr •’ig hermann zarsins réðust gegr . g_,v og æ síðan var það henn ?> .ri/.nand: nugsjón, að Gyðingar stofn- u j eigin ríki. Skömmu eftir ofsóknirnar fluttust for- SÍMAVIÐTAL: Einar Helgason læknir Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið, en vissuð þið, að það þarf líka sterka vöðva, og að skóla- æskan í dag hefur þá varla? Einar Helgason, læknir, hefur undan- farin tvö ár athugað vöxt og heilsufar gagnfræðaskólaunglinga í Reykjavík og komizt að þeirri uggvænlegu niðurstöðu, að óeðlilega mikill hluti drengjanna hafi hryggskekkjueinkenni- „Æskan er vel nærð og vex hrattf ung- lingarnir verða langir og beinastórir, sér- staklega piltarnir. En vöðvavöxturinn verð ur miklu minni, svo beinagrindin leggst á skakk og skjön, einfaldlega vegna þess, að nú tíðkast ekki lengur, að unglingar vinni erfiðisvinnu. Við, sem nú erum á fimmtugsaldri, vor- um látnir vinna baki brotnu, en nú er það gerbreytt. Margir unglingar fá alls enga vinnu- Þeir, sem fara í sveit, sitja máske uppi á dráttarvél allt sumarið og þurfa lítið á sig að reyna. Aftur á móti hef ég fundið miklar framfarir frá ári til árs hjá strákum, sem hafa farið til sjós um sumartímann. — En geta íþróttaæfingar ekki hjálpað? — Jú, en íþróttaáhuginn er ekki nærri nógur, og mér finnst ástandið í þeim mál_ um hafa versnað undanfarið. Fyrir svo sem tuttugu árum áttum við frjálsíþrótta- menn, sem voru með þeim fremstu í Evr- ópu, en það eigum við ekki lengur- Körfu- bolti og handbolti eru nú langvinsælastir leikja, eflaust vegna þess; að þar hefur frh- á bls. 13 AlþýðublaSlff — HelgarblaS 11

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.