Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 20.04.1969, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Qupperneq 12
Hvað myndirðu gera, ef þú vissir; að þeta væri síðasta nótt lífs þíns? Hvað ég myndi gera? Spyrðu í alvöru? — Ég veit það varla, — hef ekkert hugsað út í það. Hann hellti kaffi í bollann. Hinum meg- in í stofunni voru tvær Ijóshærðar telpur- Grænt Ijósið féll beint í andlit þeim. Það var þægilegur kaffiilmur í kvöldloftinu. — Það er rétt af þér að hugleiða það, sagði hann. — Þér er þó ekki alvara? Hann kinkaði kolli- - Stríð? Hann hristi höfuðið. — Vetnissprengja eða atómbomba? — Nei. — Sýklahernaður? — Ekkert af þessu, anzaði hann og horfði tómlega ofan í kaffibollann. En við skulum segja sögulok- — Ég held, að ég skilji þig ekki. — Nei, raunar skil ég þetta ekki heldur. Og þetta er eiginlega bara hug- boð. Stundum gerir það mig hræddan, og stundum ekki- Stundum læt ég mér hvergi bregða. Hann horfði á telpurnar og gult hár þeirra í lampaljósinu. — Ég hef ekk- ert minnzt á þetta fyrr. En það byrjaði fyrir fjórum nóttum- — Hvað þá? — Draumur, sem mig dreymdi. Mig dreymdi, að bráðum væri allt búið, og að það væri rödd, sem segði mér það. — ekki þess konar rödd, sem maður man, en rödd allt um það. Hún sagði, að bráð- um myndi allt líf á jörðinni hætta. Ég hugleiddi þetta ekki frekar næsta morgun, en svo fór ég til skrifstofunnar og rakst á Stan Willis, sem stóð þar við glugga og horfði út- Ég sagði við hanm ;,Það vildi ég, að ég vissi, hvað þú ert að hugsa, Stan.“ „Mig dreymdi draum,“ svar aði hann og hélt áfram að horfa út um gluggann. Ég vissi strax, hvað hann hafði dreymt. Ég hefði getað sagt honum það, en í staðinn sagði hann mér það, og ég hlustaði á- — Dreymdi ykkur það sama? — Já, og ég skýrði Stan frá því. Hann virtist ekkert undrandi- Það var raunar eins og honum létti. Svo fórum við að rölta um stofnunina- Svona eins og ó- sjálfrátt. Alveg eins og það væru sam. antekin ráð. Og alls staðar sáum við það sama. Fólk, sem hallaði sér fram í glugga og horfði út- Ég talaði við suma Og Stan gerði það sama. — Og alla hefur dreymt sama draum- inn? — Alla. Sama drauminn, — án nokk- urra undantekninga. Hún þagði andartak, — en spurði svo: — Trúirðu á hann? - Já. — Og hvenær verður þessu lokið? Líf- inu, á ég við? — Einhvern tíma í nótt fyrir okkur — og svo eftir því, sem nóttin skellur á annars staðar á hnettinum. Þetta tek- ur alls um sólarhring. Þau sátu um stund án þess að snerta kaffið. Svo lyftu þau bollunum hægt og horfðust í augu um leið. — Eigum við þetta skilið? spurði hún. — Það er ekki það. Það hlaut bara að koma að þessu. Og enginn — ekki einu sinni þú, — virðist malda í móinm Og hví þá? — Ég býst við, að ég hafi mfna á- stæðu — Sömuleiðis allir á skrifstofunni. Hún kinkaði kolli. — Ég ætlaði ekkert að segja. En kon- SMÁSAGA urnar í blokkinni voru að tala um þaö sín á milli- Þær dreymdi líka. Og ég sem hélt, að það væri aðeins tilviljun. Hún tók upp kvöldblaðið. — Það er ekkert um þetta í blaðinu. — Það vita þetta allir, svo að það væri ástæðulaust- Harrn hallaði sér aftur í sætinu og virti hana fyrir sér. — Ertu hrædd? — Nei, ég hélt, að ég yrði það, en svo varð ég það ekki. — Hvar er þessi margumtalaða sjálfs. aumkun. — Ég veit það ekki. Kannski verður maður ekkert miður sín, þegar maður finnur, að hlutirnir eru rökréttir- Þetta er rökrétt. Við lifðum þannig, að þetta er eðlileg afleiðing. — Við höfum ekki verið cf vonu er það? — Nei, né heldur sérstaklega góð. Eg er hræddur um, að sannleikurinn sé sc, að við höfum verið of mikið við sjálf, meðan annað fólk í heiminum átti við örðugleika aö stríða- Telpurnar hlógu hinum megin í stof- unni. — Ég hefði alltaf haldið, að fólk mundi æða um göturnar og öskra, þegar svona væri í pottinn búið. — Ég held ekki. IVIaður öskrar ekki að því óhjákvæmilega- — Veiztu, að ég sé ekki eftir neinu nema þér og telpunum. Ég hafði aldrei mætur á borginni né starfi mínu^ bara ykkur þremur. Annað, sem ég myndi kannski sjá eftir, eru veðrabreytingarnar og glas af ísvatni, þegar heitt er, og það að sofa. En hvernig getum við setið hér og rætt um annað eins og þetta? — Af því að það er ekki annað að frh. á bls. 14 12 AlþýðublaSið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.