Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 14
SMASAGAN frh. af bls. 2 gera- — Það er satt. Því ef það væri eitt- hvað, værum við að því. Ég gæti trúað, að þetta væri í fyrsta skiptið í veraldar sögunni, sem allir vissu, hvernig verja skyldi kvöldinu. — Það væri gaman að vita, hvað hver og einrr hefði fyrir stafni- — Þeir fara á bíó, hlusta á útvarpið, horfa á sjónvarp, spila á spil, koma börn- unum í háttinn, fara sjálfir í háttinn, eins og alltaf. — Þetta er nokkuð til að vera stoltur af — eins og alltaf. Þau sátu þögul um stund og skenktu hvort öðru kaffi. — Hvers vegna heldurðu, að það sé í nótt? Hvers vegna ekki einhvern tíma á síðustu öld, eða fyrir fimm öldum eða kanrrski tíu- — Kannski vegna þess, að 19. október 1969 hefur aldrei verið áður^ og nú er hann runninn upp. Af því að þessi dagur er öðru vísi en aðrir dagar og af því að ástandið í heiminum er eins og það er. — Jæja, sagði hann og stóð upp- Hvað eigum við að gera? Vaska upp? Þau þvoðu upp diskana og stöfluðu þeim snyrtilega í raðir. Klukkanr hálf níu létu þau telpurnar fara að hátta og buðu þeim góða nótt með kossi. Svo slökktu þau Ijósið hjá þeim og skildu eftir smá- rifu á hurðinni að herbergi þeirra. — Ég er að velta einu fyrir mér, sagði eiginmaðurinn um leið og hann kom frá herbergi telpnanna og gekk inn í svefn- herbergið- — Hvað er það, góði minn? —Hvort ég eigi að láta hurðirra hjá þeim vera í hálfa gátt eða ekki. Ég veit ekki, hvort þær sofna, ef þær sjá Ijós. — Ætli þær viti ekki, hvað er á seyði? — Nei, áreiðanlega ekki. Þau settust og lásu blöðin og röbbuðu og hlustuðu á hljómlist í útvarpinu- Svo settust þau við arininn og horfðu í glæð_ urnar, þegar klukkan sló hálfellefu og ellefu og hálftólf. Þau hugsuðu um allt hitt fólkið í heiminum og hvernig það myndi verja kvöldinu hvert á sinn hátt. — Jæja þá, sagði hann loks. Hann þrýsti löngum kossi á varir konu sinnar- — Okkur hefur komið vel saman, hvað sem öðru liður. — Langar þig að gráta? spurði hann. —Það held ég ekki. — Þau leiddust um íbúðina og slökktu Ijósin og fóru svo inn í svefnherbergið og háttuðu þar í rökkrinu- Svo lyftu þau rekkjuvoðunum og bjuggust til svefnrs. — Sjáðu. hvað rúmið er hreint og mjúkt. — Ég er orðin þreytt. — Við erum öll þreytt- Þau lögðust í hvíluna og hölluðu sér aftur á bak. — Andartak, sagði hún. Hann heyrði hana fara fram úr og fram í eldhúsið- Hún kom aftur að vörmu spori. — Ég gleymdi opnum krana, sagði hún. Eitthvað við þetta var svo hlægilegt, að hann gat ekki stillt sig um að hlæja Hún h!ó líka með honum, vitandi það, að hún hafði gert eitthvað hlægilegt- Loks hættu þau að hlæja, en lágu kyrr og réttu hvort öðru höndina. — Góða nótt sagði hann eftir skamma þögn. —Góða nótt. (G.A- þýddi) GOLDA MEIR frh. af bls- 11 lengi í bróðerni við kóngsa, en að vísu varð ekki mikill árangur af því- Skömmu seinna var hún gerð að sendi- herra í Moskvu, en þar tolldi hún ekki lengi, fannst hún ekki hafa nokkurn skap aðan hlut að gera, sneri heim og varð verkalýðsmálaráðherra í sjö ár. Eftir á fannst henni, að í þeim ráðherrastól hefði hún orðið giftudrýgst á ævi sinni. Frá 1956 til 1966 var hún utanríkisráð- herra. Hún sýndi, að hún hafði bein í rrefinu, og fékk því meðal annars ráðið, að 'israelsmenn stofnuðu til vináttu við nýfrjálsu svertingjaríkin í Afríku, en sýndu hvítu yfirstéttinni í Suður-Afríku virka andspyrnu- Þetta mæltist mjög misjafnlega fyrir, jafnvel meðal hennar eigin flokksbræðra. því að í Suöur-Afríku er margt auðugra gyðinga, sem græða á réttleysi svertirrgja, en sú gamla hafði sitt í gegn. En þótt hver karlmaður mundi þykjas! fullsæmdur af gáfum hennar og skarp- skyggni, er hún í hjarta sínu mjög móð- urleg. Hún er mjög hænd að syni sínum og dóttur, svo og barnabörnum sínum, sem hún hafði afskaplega gaman af að baða, þegar þau voru lítil, og ýtti þá vandamálum ríkisins úr hugskoti sínu á meðan. Hún er amma, sem mark er tekið á■ Reyndar vildi hún alls ekki verða ráðherra núna, þegar heilsan er farin að bila, en lét undan eftir þrábeiðni, og sagði um leið: „Ekki er það að syndga að verða sjötugur." BRIDGE frh. af bls- 7 spilaði út einspilinu í tígli, sem Austur tók á ás. Hann spilaði tígli aftur, og Vest ur trompaði. Síðan fékk vörnin tvo slagi til viðbótar og 500 í sinn dálk- Á hinu borðinu voru þeir Jón Hjaltason og Örn Arnþórsson með spil N—S, og þeir fengu að spila fjóra spaða í friði og ró. Þar hitti vörnin ekki á að ná stungu í tígli og sögnin vannst einfaldlega. 1120 fvrir sveit Guðlaugs og 15 EBL-stig. 14 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.