Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 2

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 2
Helgar C. blaðið Eyðimerkurtónlist frá Mjög forvitnilegir tónleikar verða á Hótel íslandi nk. mánu- dagskvöld, 15. júní. Þar munu Ab- del Gadir Salim og hljómsveit hans The Merdoum Kings frá Súd- an galdra fram framandi tóna, þar sem þjóðleg tónlist frá Súdan blandast evrópskum áhrifúm. Abdel Gadir Salim er ættaður frá eyðimerkurhéraðinu Kordofan í vesturhluta Súdan. Hann er söngv- ari, tónskáld og lútuspilari og er tónlist hans mótuð af hefðbundinni tónlist héraðsins, sem er byggt hirðingjum er játa múhameðstrú. Tónlistin byggir á íslömskum tón- lis.arhefðum en textamir eru fluttir á málískum innfæddra. Salim byggir tónlist sína á eigin útsetn- ingum á þjóðlegum laglínum. Hin seinni ár hefur hann útsett tónlist- ina fyrir allnýstárlega hljóðfæra- skipan þar sem undurblíður ómur arabísku lútunnar og fjölbreytt slagverk blandast saman við vest- ræn hljóðfæri einsog fiðlur, sax- ófóna, gítara og hljómborð. Undirstöðuatriði í tónlist frá Súdan eru náskyld Swahili- menn- ingunni, sem er ríkjandi víðast í Austur-Afríku. Arabíska lútan leikur lykilhlutverk en hljómfalli er stýrt af tabla- trommum og sam- an við blandast ýmis hljóðfæri á Súdan borð við harmóníku og fiðlur. Salim gat sér fyrst nafhs á Vest- urlöndum árið 1986 er hann heim- sótti Bretland og lék á tónleikum í London til styrktar bágstöddum í þriðja heiminum. Fram til þessa hafa komið út þrjár hljómplötur með Salim á Vesturlöndum. Árið 1987 kom út platan „Söngvar frá Kordofan“, ár- ið 1989 „Stjömur næturinnar" og á síðasta ári platan „Ástarsöngvar“ og var sú plata útnefnd plata ársins hjá breska blaðinu „The Guardi- an“. Tónleikamir á Hótel Islandi hefjast kl. 21.30. Abdel Gadir Salim og The Merdoum Kings. Oþolandi skemmtilegur í sambúð í tengslum við Lista- hátíð Reylqavíkur voru haldnir hér Nor- rænir leiklistardagar með fundahöldum, leiksýningum og af- hendingu leikskálda- verðlauna. Meðal þátt- takenda var Ame Forchhammer frá Danmörku sem við króuðum af í tröppum utan á ráðhúsinu og spurðum í þaula. Segðu okkur af sjálfum þér. Eg er fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn. Þegar for- eldrar mínir skildu var ég sendur í heimavistarskóla til fimmtán ára aldurs. Ári seinna flutti ég að hciman og hef staðið á eigin fótum síðan. Heimilishagir. Konan mín heitir Jette og við erum búin að vera gifl í 35 ár. Við eigum dætumar Husse, sem er sálfræðingur, og Julie sem er leikmynda- gerðarmaður. Þær em báðar fluttar að heiman og keyptu reyndar saman hús þar scm þær búa ásamt fjölskyldum sínum. Þú munnt eiga tengdafólk hér á landi. Já, tengdamóðir mín heilir Kristín Vcmharðsdóttir og er frá Hvítanesi við Isa- tjarðardjúp. Þar ólsl hún upp ásaml lólf systkinum sem flcst eru á líli og búa í Rcykjavik. Hún fór ung lil Kaupmannahafntir, eins og þá var títt um islenskar stúlkur, gillist Dana og sett- ist að. Frændi minn einn giftist reyndar lík;i íslenskri konu svo að lengslin eru talsverð. Við Jette hölúm ferðasl um Island, m.a. Vcstfirðina, og auðvitað heilsað upp á ættingjana. Aldur, menntun og fvrri störf. Ég er fæddur 1934 og efiir að ég flutti að hciman sext- án ára vann ég alls kyns störf, var nieðal annars pí- anóleikari. Svo fór ég í danska Myndlista- og hand- íðaskólann þar scm ég læröi auglýsingateiknun í hálft þriðja ár og vann við þaö í ein fimmtán ár. Mcðfram þessu spilaði ég jass í Kaupmannahöfn, jafnvel inn á plötur. Smám saman fór ég að færa mig yfir í leikmyndagerð, m.a. hjá Jósku ópemnni í Árósum. Svo var ég einu sinni í sam- kvæmi í Kaupmannahöfn og hcyrði einhvcm ncfna að það vantaði píanóleikara í skcmmtiþátt hjá úlvarpinu. Ég hreppti starfið og var lengi í þessum þætti scm var lluttur á hvcrjum sunnu- degi. Smám saman l'ór ég að skipta mér af textagcrð- inni og áður cn ég vissi orð- iö af var ég farinn að skrifa á fullu. Núoröiö vinn ég mest viö sjónvarpið sem höfundur og lciklistarráðu- nautur. Síðustu 7-8 árin hef ég verið formaöur danska leikskáldalélagsins og er scm slíkur staddur hér á Norrænum leiklistardögum. I hvaða stjörnumerki ertu? Ég er víst ljón, og þótt ég viti lítiö scm ekkert um stjömumerki virðist mér margt afþví sem sagt er cinkcnnandi fyrir ljónið eiga dável við um mig. Ertu með einhverja dellu? Já. jassdcllu. Og það var í gcgnum hana sem ég kynnt- ist sómapiltinum Vcmharði Linnet. Seinna uppgötvuð- um við svo að þau em skyld, konan mín og hann. Þcgar við vorum hér á ferð fyrir tveimur ámm kom hann því m.a. til Ieiðarað ég spilaði í Heita pottinum í Duus-húsi ásamt Tómasi R. Einarssyni og fieimm. Það var mjög skcmmlilegt. Hvaða bók lastu síöast? Ég cr að lcsa bók sem heitir Dina og cr cftir norsku skáldkonuna Hcrbjörgu Wassmo. Á hvaða plötu/disk hlust- aðirðu síöast? Það var plata mcð jasspían- istanum Keith Jarrett. Ég hlusta líka mikið á klassíska tóniist. Ertu sá sem þú sýnist? Ég er nálægt því. Attu þér draum? Það skyldi þó aldrci vera? Hvað er hamingja? Það er draumurinn sem þú varst að spyrja um. Hvað skiptir máli? Að hafa sjálfstraust. Hefur þú það? Nei, ekki alltaf. Er þér meinilla við eitt- hvað? Já, síbyljuna sem sumir kcnna við músík og glymur allsstaðar þótt enginn virð- isl vera að hlusta. Hver er þinn helsti löstur? Ég sjálfur. En kostur? Sami. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? Óþolandi skemmtilegt. Ertu níatvandur? Nei, ekki mjög. Ég er til dæmis mikið fyrir harðfisk og skyr. Ertu handlaginn. Jájá, og hcf gaman af að dytta að hlutunum. Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum? Fyrst myndi ég borga cigin skuldir og síðan bamanna minna. Hvernig finnst þér að fólk eigi helst að vera? Það sjálft. Kanntu brauð að baka? Nei, ég læt nú konuna um það. Hvernig líst þér á ráðhús- ið í Revkjavík? Það er fiott og feneyskt en varla hafið þið efni á þess- um finheitum. Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um? Ætli það sé ekki næstum allt. Hvenær varðstu hrædd- astur um dagana? Þegar ég uppgötvaði að ég er ekki ódauðlegur. Hvað er fegurð? Hið óútskýranlega. Hvernig viltu verja ell- inni? Ég vil lifa lífinu lifandi þangað til ég dey. Hrepparígur undir Jökli Nú þegar til stendur að bjóða uppá Snæfcllsjökul sem ferðamannastað og sérst&klega sem skíða- svæði að sumri til er hætt við að sveitarfélögin í kringum jökulinn fari í hár saman. Á fundi um jökulinn, sem haldinn var fyrir stuttu, örlaði á óánægju Hellissands- og Rifsbúa með framtak þeirra í Ól- afsvík og Grundarfirði. Sérstaklega þótti mönnum hart að þeir sem alla jafna sæju ekki til Snæfellsjök- uls væm að skipuleggja ferðir upp á hann. Grundfirðingar svöruðu fyrir sig að bragði og sögðu að ef þeir sem sæju jökulinn best ættu að sjá um skipulag ferðamála varðandi hann væri réttast að láta Reykvíkinga sjá um þetta allt saman þar eð Snæfellsjökull sæist lang- best úr Reykjavík. Sljákk- aði þá í þeim óánægðu enda snúa sveitarfélög úti á landi bökum satnan gegn höfuðborginni - og veitir kannski ekki af. Ferðin til Ríó Eiður Guönason uni- hverfisráðherra mun seint gleyma því þegar hann sagði kostnaðinn af fcrðinni til Rio de Ja- neiro á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóð- ina vera hverfandi lítinn. Eitt orð, sem hann not- aði reyndar ckki sjálfur he'ldur fréttamaður við túlkun stna á umtnælum ráðherra, festist við Eið. J.B. sendi okkur þessar lín- ur utn ferðina til Ríó og byggir á orðinu; Kratarnir bjóða i bíó, botnlaus er eyðsluhit. Eiður rembist i Rió rikur af tittlingaskít. Um Ríó þeir rölta svo prúóir, i reynd er hún viðskipta hit, og Eiður sér bregður i búðir og borgar með tittlinga skit. Fölur erfjármálabati, fólkið lijtr á krit á skjánum var kátlegur krati kunnur af tittlingaskít. Fölur er fjármálabati, fólkið lijir á krit á skjánum var kátlegur krati kunnur af tittlingaskít. FöstudaRurmn 12 júnf

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.