Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 5

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 5
Helgar O blaðið ísinn brotinn í Skotlandi Það eru víðar Listahátíðir en í Reykjavík um þessar mundir. Ein slík er nú í Glasgow og Ed- inborg í Skotlandi. Sú listahátíð er ólík þeirri í Reykjavík að því leyti að hún er alíslensk, þótt flytjendur séu bæði íslenskir og breskir. Hátíðin er fyrsti hluti af sam- starfsverkefni sem Reykjavíkur- borg og Islensk tónverkamiðstöð hafa unnið í samvinnu við Glas- gow-borg, Skosku tónverkamið- stöðina, Sinfóníuhljómsveit BBC í Skotlandi og fleiri aðila. Hátíðin nefnist „Breaking the Ice“, eða ísinn brotinn. Vemdari hátíðarinn- ar er sjónvarpsmaðurinn Magnús . Magnússon. Tvær íslenskar myndlistarsýn- ingar em á hátíðinni sem stendur út júní. Annarsvegar sýningin Fig- ura- Figura, sem er í Fmitmarket Gallery í Edinborg, en þar sýna þau Hulda Hákon, Jón Óskar, Helgi Þorgils, Kjartan Ólason, Svala Sigurleifsdóttir og Brynhild- ur Þorgeirsdóttir. Hin sýningin er í Print Studio í Glasgow en þar sýn- ir Svava Bjömsdóttir pappírsskúlp- túra og Helgi Þorgils og Sigurður Guðmundsson grafikverk. Tónlistin skipar veglegan sess á hátiðinni og verða alls haldnir 11 tónleikar þar sem flutt verða 42 tónverk eftir 22 íslensk tónskáld. Auk þess mun Islandica halda tón- leika ásamt skosku þjóðlagahljóm- sveitinni Whistlebinkies o.fl. þar sem íslensk og skosk þjóðlagatón- list verður flutt. Einnig heldur Jazzkvartett Reykjavíkur tónleika á hátíðinni. Fjórar íslenskar kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni; Magnús, Ryð, Böm náttúrunnar og Kristni- hald undir Jökli. Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur dvelst í þijár vikur í Edin- borg í boði Scottish Poetry Libr- ary. Hún mun halda fyrirlestra um Listakokkurínn Rúnar Marvinsson matrei&ir ofan i Skota. eigin verk og íslenskar bókmenntir almennt bæði í Edinborg og Glas- gow. Einnig mun Hermann Páls- son fjalla um og lesa úr Islend- ingasögunum. Og ekki gleymist matargerðar- Iistin þvi Rúnar Marvinsson mun starfa í viku á veitingahúsinu Rog- ano í Glasgow og matreiða fisk- rétti i gestina. (Ó)ÁBYRGIR VERKTAKAR Neytendasamtöldn hafa farið fram á fund með Meistara- og verktakasambandi bygg- ingamann og Húseigendafé- laginu þar sem ætlunin er að krefjast athugunar á verk- takafyrirtæki í húsaviðgerð- um. Þetta fyrirtæki er eitt af sextán á lista MVB yfir aðila sem neytendur eiga að geta treyst. Nokkuð hefur borið á því að verktakafyrirtæki geri starfsmenn sina að undir- verktökum og þannig ábyiga fyrir þeim verkum sem unn- in eru í nafni fyrirtækjanna. Þetta skaðar einnig rétdnda- stöðu verkamannanna. „Á fúndinum munum við leggja fram beiðni um gaumgæfilega skoð- un á verktakafyrirtækinu S. Sigurðs- son hf.,“ sagði Elva Björk Bene- diktsdóttir hjá Neytendasamtökun- um. Að sögn Elvu Bjarkar er ástæð- an kvartanir sem samtökunum hafa borist vegna gallaðra verka. „Gall- amir sem slíkir eru þó ekki aðal- vandamálið heldur tilraunir til að visa ábyrgðinni á aðra aðila,“ sagði Elva. í slíkum tilvikum kveðst fyrir- tækið, sem Ieitað var til, ekki hafa unnið verkið sjálft, heldur annar sjálfstæður verktaki. Elva kvað til- ganginn með viðgerðadeildarlistan- um þann að kynna fýrirtæki sem standi við ábyrgð sína. „Ef þau bijóta af sér og standast ekki þær kröfur sem settar eru, hefúr listinn engan tilgang." Firra sig ábyrgð Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, sagði það búið að vera stórvandamál að fyrirtæki reyni að firra sig ábyrgð á verkum sem unnin eru í þeirra nafni, með því að gera starfsmenn- ina að undirverktökum. Slíku fylgir iðulega raunlækkun launa, stóraukin ábyrgð starfsmannsins, ótryggari staða viðskiptavinarins, auk þess sem hægt er að reka starfsmenn fyr- irvaralaust. „Þetta hefúr þróast á verri veg undanfarin tvö ár,“ sagði Grétar og kenndi um versnandi at- vinnuástandi. Leiðrétting Umsjónarmanni Hnýsunnar varð heldur betur á í mess- unni eftir spjall sitt við Mar- gréti Pálmadóttur tónlistar- mann á dögunum. Þótt fjölskyldumál Margrétar séu ef til vill með flóknara móti, afsakar það á engan hátt þann klaufaskap að segja móður hennar, Ólöfú E. Kristjánsdótt- ur, látna. Hið rétta er að fóstur- móðir Margrétar, Sigríður Soff- ía Pálsdóttir, er látin fyrir nokkr- um árum. ritstj. Þakvi&ger&ir í miðbænum. Mikilvægt er aft húseigendur sem kaupa pjónustu verktaka geti treyst því ab viósemjandinn berí sjóltur alla ábyrgó á verkinu. Starfsmenn vi& húsaviógerbir verða einnig aó geta treyst þvi aó þeir verói ekki gerðir aó undirverk- tökum og þannig ábyrgir fyrír þeim verkum sem meistarí þeirra tekur að sér. Mynd: Kristinn. Samkvæmt heimildum Helgar- blaðsins eru til dæmi um að starfs- mönnnm hafi verið vikið úr starfi, haldið eftir af launum þeirra og þeim hótað málshöfðunum fyrir vinnusvik, þjófnað eða skemmdir ef þeir hyggist fara með málið lengra. Nýlega var dómtekið fyrir borgar- dómi mál þar sem fyrmefnt fyrir- tæki, S. Sigurðsson hf., stefúir fyrrr- um starfsmanni sínum. Fyrirtækið krefúr starfsmanninn um greiðslu skaðabóta vegna vatnsskemmda sem urðu þegar hann vann að við- gerðum á húsþaki á vegum fyrirtæk- isins. Viðkomandi starfsmaður seg- ist hafa verið launþegi fyrirtækisins en ekki verktaki, eins og sannist af launaseðlum með afdregnum gjöld- um og staðgreiðslu. Hann telur meistarann að verkinu bera ábyrgð á því og kemur með gagnkröfú um greiðslu tveggja vikna launa sem fyrirtækið hélt eftir. Rógburbur Umrætt fyrirtæki er í eigu Sigur- geirs Sigurðssonar. Hann hefur rek- ið ýmis verktakafyrirtæki undanfar- in ár. Má þar nefna Eðalverk, S. Sigurðsson, S. Sig. verktaka, Al- mennu verktakaþjónustuna, Huldu- land, Húseigendaþjónustuna og Húseigendaþjónustuna S. Sigurðs- son. Nokkur þessara fyrirtækja hafa orðið gjaldþrota. Helgarblaðinu hafa borist margar mjög alvarlegar ásak- anir um vinnubrögð fyrirtækja Sig- urgeirs, bæði gagnvart verkkaupum en ekki síður gagnvart starfsmönn- um. „Við berum alltaf fúlla ábyrgð gagnvart okkar viðskiptavinum,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson um þess- ar ásakanir. Hann kvaðst hafa meist- ara í öllum faggreinum enda tæki fyrirtæki hans að sér stærri verk og væri á lista Meistara- og verktaka- sambandsins yfir trausta aðila. Sig- urgeir sagði að þótt auðvitað væru ekki alltaf allir sáttir kannaðist hann ekki við nein klögumál á hendur sér hjá Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki fengið neitt svona form- lega til okkar.“ Sigurgeir kvaðst hafa frétt af aðil- um sem væri í nöp við sig og hefðu reynt að rægja sig áður. „Þetta eru tveir til þrír fyrrverandi starfsmenn sem hættu allir mjög brátt á svipuð- um tíma,“ sagði Sigurgeir. Hann taldi eitthvað annað liggja að baki ásökunum þeirra en efnisatriðin því þótt fyrirtæki sitt notaði mikið und- irverktaka þá bæru meistarar fyrir- tækisins ábyrgðina. Sölumaóurinn sendi annan verktaka Þegar Sigurgeir var spurður hvaða ástæður Neytendasamtökin gætu þá haft til svo alvarlegra að- gerða sagðist hann muna eftir einu atviki. Þá var hringt til fyrirtækisins af hálfu húsfélags í bænum. Að sögn Sigurgeirs var þá enginn starfsmanna inni en þar eð verkið var aðkallandi stakk sölumaður upp á aðila sem gæti bjargað málinu. Sá aðili fór á staðinn. Sigurgeir sagði að hann hefði verið sjálfstæður verktaki og ekki á þeirra vegum. Þegar verkkaupinn taldi að viðgerð- in hefði bilað var haft samband við S. Sigurðsson. „Þau vildu gera okk- ur ábyrg fyrir verki sem annar verk- taki hafði rukkað fyrir.“ Heimildir Helgarblaðsins herma að umræddur aðili hafi unnið verkið eftir símtal við S. Sigurðsson og komið á bíl merktum fyrirtækinu. Því hafi húsfélagið ekki haft ástæðu til að ætla annað en að það væri að skipta við þann aðila sem hringt var í. Sverrir Amgrímsson, ffam- kvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingamanna, sagði viðgerðadeildarlistann í sí- felldri athugun og það gæti alltaf gerst að fyrirtæki dyttu út af honum. „Tveir aðilar hafa lent í því,“ sagði Sverrir og bætti við að MVB hefði samráð við Neytendasamtökin og Húseigendafélagið og ef mikið kæmi af kvörtunum væri málið skoðað. Yfirverktaki getur aldrei framselt ábyrgð sína og að sögn Sverris getur iðnmeistari, sem ábyrgur er sam- kvæmt lögum, ekki einu sinni kom- ið ábyrgð yfir á undirverktaka. I svona viðskiptum sagði Sverrir verkkaupann vera grandalausan þriðja aðila sem ekki ætti að bera skaða af innbyrðis málum yfirverk- taka og undirverktaka. Sigurgeir Sigurðsson sagði að í skaðabótamáli sínu gegn fyrrum starfsmanni hefði verið um undir- verktaka að ræða, sem ætti að bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. „Sem undirverktaka bar honum að hafa tryggingu," sagði Sigurgeir. Hann tók fram að í þessu máli hefði fyrir- tækið borið alla ábyrgð gagnvart viðskiptavininum. Mikilvægt að fylgia reglunum En hvað þarf til að starfsmaður sé fullgildur undirverktaki? Grétar Þor- steinsson sagði meginregluna vera þá að starfsemi undirverktaka byggði á verksamningi þar sem ákveðin væri greiðsla fyrir tiltekið verk og verkinu lýst ítarlega. Hann sagði að ef verk vasri boðið út þá bæri verktaka að tilkynna verkkaupa um hvem einasta sjálfstæðan undir- verktaka og fá staðfestingu hans. Grétar sagði því vafamál að þótt starfsmaður sæi sjálfúr um að standa skil á gjöldum sínum teldist hann í öllum tilfellum sjálfstæður verktaki. Hins vegar fylgdi slíku fyrirkomulagi aukin ábyrgð starfs- manns sem menn gerðu sér ekki alltaf grein fyrir, að sögn Grétars. , J>að væri til mikilla bóta í þess- um viðskiptum ef þeim reglum sem þó eru til, væri fylgt,“ sagði Grétar Þorsteinsson. ;yA þvi er þó mikill misbrestur." A meðan svo er ekki getur afleiðingin verið óviss og ótrygg staða bæði starfsmanna og viðskiptavina. Lista MVB er ætlað að tryggja viðskiptavinina og því nauðsynlegt að hann sé „flekklaus". -ag. 17. JÚNÍ Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgað heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góöan málstab og glæsilega vinnlnga. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN! Athugiö: I þetta sinn voru miðar einungis sendir körlum, á aldrinum 23ja-75 ára, en miðar fást á skrifstofu happdrættlslns (Skógarhlíð 8 (s. 621414) og I sölubflnum á Lækjartorgi. VINNINGAR: 1. MiTSUBISHI PAJERO þrennra dyra, V6, bensín. Verðmæti 2.400.000 kr. 2.-3.VWGOLF GL Verðmæti 1.300.000 kr. 4.-53. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 54.-103. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI! i i ir_ Krabbameinsfélagiö Föstudagurinn 12.júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.