Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 7

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 7
magnseigendur sem gefi tekjur í rík- issjóð. Það er talað um að þétta tekjuskattskerfið, fækka undanþág- um er varðar bílastyrki og hlunnindi, opna fyrir möguleikann á hátekju- skatt. Fækka undanþágum í virðis- aukaskattskerfinu; ef allar undanþág- ur væm teknar af samsvaraði það 10 miljörðum króna. Menn em að tala hér um tekjuauka upp á 3-4 miljarða króna fyrir utan VSK. Síðan þarf að ná í skattsvikarana þótt það sé fugl í skógi en ekki hendi. Sem sagt að skattleggja þá sem mega sín betur í þjóðfélaginu en ekki hinn almenna launamann. Þetta er mjög skýr og klár stefnumörkun, skilaboð ffá rót- tækumjafnaðarmannaflokki. Það væri mér fagnaðarefni ef skilaboð af þessu tagi kæmu frá þessu flokks- þingi og ég hef þá trú að svo verði. Ég held ekki að það sé verið að setja samstarfsflokkinn upp við vegg. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ekki ætla að hækka skatta en lagði á þjón- ustugjöld sem er ekkert annað en skattlagning í annarri mynd. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé til við- ræðu um þetta. Flokkurinn fór í samstarf með Sjálfstæðisflokknum með ákveðna stefnumótun í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem ekki hafa náð fram að ganga. Hafa þessi mál ekki orðið útundan? Jú, jú. Það er ekkert launungarmál. Það hefúr gengið hægar í landbúnað- armálum en efni stóðu til. Það er ekki við Sjálfstæðismenn eina að sakast heldur Framsóknarmenn í öll- um flokkum. En það mjakast í rétta átt þó að okkur finnist mál þróast hægt. I Alþýðuflokknum eru mjög skipt- ar skoðanir um fiskveiðistefnuna. Þannig er það í öllum flokkum. Þetta er þverpólitískt mál þar sem takast á sjónarmið fiskvinnslu, útgerðar og sjómanna, landsbyggðar og þéttbýlis. Það er engin eining í samfélaginu. Menn eru sammála um hveiju þeir eru á móti og hafa ímugust á þessu kvótakóngafyrirkomulagi þar sem auðæfi þjóðarinnar safnast á örfáar hendur. Það er skilningur allra í Al- þýðuflokknum að þessi verðmæti í hafinu séu þjóðarinnar og útffá þeirri staðreynd eigi að byggja. Ertu að segja að það sé ekki full sátt um hugmyndina um veiði- leyfagjafd? Það er fúllkomin sátt um þá meg- inhugmynd að auðlindin sé sameign þjóðarinnar og ef gefa eigi einstak- lingum heimild til að nýta hana eigi þeir að greiða afnotagjald. En það sem menn segja núna í þessunr þrengingum er að veiðileyfagjald hljónri sem viðbótarskattlágning á sjávarútveginn senr stendur víða mjög höllum fæti og spurt er hvort mögulegt sé að knýja það mál fram við þessar aðstæður. Þessi sjónamrið em efst á baugi. Hverju hefur Alþýðuflokkurinn náð fram í þessu stjórnarsam- starfi? Hann hefúr náð því ffam sem þessi ríkisstjóm hefur náð fram: að beija verðbólguna niður í ekki neitt en hún var kornin í viðunandi horf í síðustu ríkisstjóm. Það em tiltölulega kyrr kjör í efnahagslífi þjóðarinnar, en þetta hefur verið gert á kostnað atvinnulífsins. Og þá kemur að stærsta vandamálinu sem ég sé og það er atvinnuleysið. Atvinnuleysi upp á þijú eða sjö prósent virkar allt öðmvísi hér en hjá öðmm þjóðum. Félagsleg áhrif atvinnuleysis og margfeldisálirif þeirra verða miklu sterkari hér og það verður allt að gera til að bægja þeirri vá ffá dymm. Og það er í ljósi þess sem ég tek undir með Jóni Baldvini unr að það eigi að skoða það að taka áhættu í orkuframkvæmdum og fara af stað með Fljótsdalsvirkjun. Það þarf að fá hjólin til að snúast á nýjan leik. Nú haflð þið sem teíjið flokkinn hafa sveigt af velferðarbrautinni látið þá skoðun vkkar óspart í ljós, allt þar til nú rétt fyrir flokksþing að Jónarnir tveir hafa sótt í sig veðrið. Er það að endurtaka sig nú, sem nokkrum sinnum hefur gerst, að þið hafíð mótmælt en síð- Helgar l blaðið Fulltrúar margra þjó&a hafa tekió upp mólefni götubarna í Ríó. Hér eru götuböm i skóla óþekk- um þeim sem Vigdís Finnbogadóttir rorseti var viðstödd opnun ó i vikunni. Vandinn greindur en ekkert gert an hafa engar breytingar átt sér stað? Þvert á það sem ýmsir hafa haldið ffam um að hér sé um persónulegt hanaat að ræða þá snýst þetta mál um grundvallarsjónarmið. Þessi um- ræða öll hefúr snúist um það hvað Alþýðuflokkurinn ætlist fyrir og hvert hann ætli að fara. Mér sýnist að niðurstöðumar ætli að verða mér og mjög mörgum öðrum flokksmönn- um að skapi. Að það komi skýrt ffam að Alþýðuflokkurinn ætli að vera flokkur samhjálpar og félags- legra úrræða án þess að loka á mark- aðsöflin þar sem þau virka og eiga rétt á sér. Það er alröng niðurstaða að þessi undiralda í flokknum sé bóla sem springi, haldi Jón Baldvin áfram að vera formaður flokksins og ríkis- stjómin lifi. Ég hef aldrei sagt það í minni gagnrýni að í henni þyrfti að felast nýr formaður flokksins eða að það þyrfti að koma til stjómarslita. Heldur þvert á móti að Ijúka því verki sem hafið er en á sama tíma að leiðrétta kúrsinn. Getíð þið verið örugg um að kúrsinn verði leiðréttur? Það er ekkert ömggt í pólitík. Og þar eð þú ert að fiska eftir því hvers- vegna ekki hafi verið hreinlega boð- ið á móti flokksforystunni þá er það ekkert launungarmál að fjölmargir hafa verið að ræða þann möguleika við mig að ég byði mig fram. Ellegar að Jóhanna Sigurðardóttir heíði boð- ið sig fram til þess að tryggja það að þessar áherslu gengju eftir sem við höfúm haldið fram. Vinnan í undir- búningi flokksþingsins hefur hins- vegar leitt í ljós að það er verið að rétta fram hönd til sátta. Þegar niður- staðan er mér að skapi spyr ég sjálf- an mig: ef þetta er stefna allra hópa í Alþýðuflokknum, hveijum þjónar það þá að fara í hatramman slag um persónur? Ég taldi því ekki vit í því að stefna í hættu þeirri sáttagjörð sem ég sé framundan um þessi meg- inmál. Ég hef lýst því að það sé mál númer tvö hvað sá heitir sem stýrir flokknum, það skiptir fyrst máli fyrir hvað hann stendur en það er enginn annar en flokksþingið sem tekur um það ákvarðanir. Ertu að segja að það sé enginn möguleiki á að þú eða Jóhanna bjóðið ykkur fram? Ég mun ekki sækjast eftir kjöri til formanns Alþýðuflokksins á þessu flokksþingi. Gætu þær aðstæður komið upp á fíokksþinginu að þú byðir þig fram gegn Jóni Baldvini? Það átti svo sem enginn von á þeirri orrahrið sem átti sér stað á síð- asta flokksþingi milli formannsins og varafomiannsins. Ég held að það hafi komið öllum í opna skjöldu. En ég vonast til þess að ckki komi til slíkra deiluntála og það em engar forsendur til þess ef þessi mál ganga eftir einsog ég hef lýst og mér sýnist vera samstaða um. Fari svo að Jón Sigurðsson dragi sig úr stjórnmálum, hvern sérð þú sem arftaka hans í ríkis- stjórn? Ég veit ekki til þess að Jón haldi embætti sem gangi í erfðir. Ef hann tekur ákvörðun um að draga sig í hlé þá er ég fyrsti varaþingmaður kjör- dæmisins og tek þá hans þingsæti. Hvað annað gerist er ákvörðun flokksins. Ég vil taka það skýrt fram að gagnrýni mín í vetur byggist ekki á persónulegum metnaði heldur á því að ég vil hag flokksins og þar með þjóðarinnar sem allra, allra mestan. Eg ntun halda áfrarn að starfa þann- ig. Mitt metnaðarmál er að Alþýðu- flokkurinn verði flokkur fjöldans og telji atkvæði í tugum prósenta. Þann- ig að menn sættist ekki við þá niður- stöðu að vera 15 prósenta flokkur, hversu rnörg sem ráðherrasætin telj- ast frá einum tíma til annars. Styrkur flokksins til framtíðar felst ekki í ráðherrastólum augnabliksins. Al- þýðuflokkurinn var, er og verður og öflug jafnaðarstefna er þjóðamauð- syn. G. Pétur Matthíasson Linur hafa skýrst á um- hverfisráðstefhu Samein- uðu þjóðanna í Rio de Ja- neiro. I vikunni stóð í mönnum hvemig leysa ætti vandamál fjármögnunar þróunaraðstoðar og orðalag sáttmála um vemdun and- rúmsloftsins. Hvorttveggja verður útvatnað frá upphaflegum tillögum. Hins- vegar varð ekkert úr andstöðu ol- íuframleiðsluríkja við tillögur um að draga úr notkun orkugjafa sem menga andrúmsloftið, það er að segja kolefnisorkugjafa einsog ol- íu. Meginniðurstaða ráðstefnunnar verður líklega sú að menn hafi gert sér nokkuð góða grein fyrir um- hverfisvandanum án þess að sýna vilja til að gera eitthvað raunveru- legt í málunum. Þetta er mat Hjör- leifs Guttormssonar alþingismanns sem situr ráðstefnuna í Ríó. „Um- ræðan hefur skilað sér í því að menn gera sér nú betur grein fyrir vandamálunum. En tíminn verður að leiða í ljós hvað gert verður," sagði Hjörleifur. Varðandi fjármögnun verður til- laga um að iðnríkin borgi 0,7 pró- sent af landsframleiðslu í þróunar- aðstoð líklega samþykkt án þess þó að kveðið verði á um tíma- mörk. Islendingar hafa stefnt að því að verja 0,7 prósentum land- framleiðslu sinnar til þróunarað- stoðar síðan 1985. Þetta framlag hefur þó sjaldnast farið yfir 0,07 prósent. Svipað er uppi á teningnum er kemur að sáttmálanum um vemd- un andrúmsloftsins. Þar eru uppi þrjár tillögur. Fyrst cr lagt til að binda það í sáttmálann að ekki verði meira hleypt af kolvetni út í andrúmsloftið árið 2000 en var gcrt 1990. Önnur tillaga gerirráð fyrir að þessu marki verði náð eins fljótt og auðið er og sú þriðja að markinu verði ná svo fljótt sem auðið er eftir árið 2000. Hjörleifúr bjóst við því að miðtillagan yrði samþykkt. Dagskrá 21 sæmilega heildstæö Þar eð olíuframleiðendur drógu í land varðandi andrúmsioflshlut- ann í framkvæmdaáætluninni taldi Hjörleifur að hún yrði nokkuð heildstæð þegar upp væri staðið. Auk Dagskrár 21 verður gengið frá Ríó-yfirlýsingunni og sáttmál- unum um vemdun fjölbreytileika lífríkis og vemdun andrúmslofts- ins. Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra hefur undirritað báða sátt- málana fyrir Islands hönd. Banda- rikjamenn hafa ekki og munu lík- lega ekki undirrita sáttmálann um vemdun lífríkis. Ríó-yfirlýsingin er einar 30 síð- ur en framkvæmdaáætlunin Dag- skrá 21 er 800 síður. Allt gott um það að segja en Hjörleifur sagði að menn spyrðu sig nú hvert fram- haldið yrði. Það hefur komið upp tillaga um að setja á fót nefnd um sjálfbæra þróun sem myndi íylgja eflir framkvæmd samþykkta ráð- stefnunnar, þótt þróunarríkin hafi kvartað nokkuð yfir því að þurfa að skila skýrslum um framkvæmd þess sem samþykkt verður. Hjörleifur sagði að hugmyndir Bandaríkjamanna á ráðstefnunni þættu nokkuð einkennilegar. Þeir hafa lagt áherslu á vemdun regn- skóga og annars skóglendis. Þeir hafa sett fram þau rök að draga megi úr kolvetni í andrúmslofti með því að vemda skóga og þann- ig geti þeir og önnur iðnríki haldið áfram að sleppa þessurn efnum út í andrúmsloftið. Stærsti hluti regn- skóga er í þróunarríkjunum þannig að þau telja þetta undarlega af- stöðu, það er að segja að þau eigi að framleiða súrefni svo að iðnrík- in geti haldið áfram að sleppa CÖ2 út í andrúmsloftið. Þá sagði Hjörleifur að eitt stórt vandamál hefði setið á hakanum á ráðstefnunni en það er fólksfjölg- unarvandamálið. Þar stendur til dæmis kaþólska kirkjan í vegi fyrir umræðunni. Hjörleifur sagði þó að sér skildist að í Brasilíu væm menn ekki strangtrúaðir og kirkjan væri meira tákn en veruleiki. Ráðstefnunni lýkur á sunnudag. I dag munu þjóðhöfðingjar, sem mættir em til rástefnunnar, ávarpa hana og er Vigdís Finnbogadóttir forseti 14. á mælendaskrá. Hver um sig fær sjö mínútur til ráðstöf- unar. Fyrir lok ráðsteíúunnar munu síðan þjóðhöfðingjamir, sem em á annað hundrað, setjast við eitt hringborð og munu fuiltrú- ar svæða ræða umhverfísmál. Þessi samkoma er einsdæmi. Þeir munu þó ekki undirrita neitt heldur em ráðherra látnir um það, það er ekki eins bindandi. Hugsanlega munu þjóðhöfðingjamir þó ganga frá einhverskonar fundargerð ráð- stefnunnar. Götubörnin Hjörleifúr sagði að mál götu- bama í Ríó hefði vakið þó nokkra eftirtekt og mikið um það fjallað í brasilíksum fjölmiðlum á meðan á ráðstefnunni stendur. Þau sjást hinsvegar ekki þar sem ráðstefnu- gestir eru á ferð. Hjörleifur sagði að götubömunum væri haldið frá í búðum fyrir utan borgina. Þetta einstæða átak að koma fátæktar- bömunum burt hefur vakið athygli heimamanna og annarra. Fáir trúa því að götuböm séu einungis 1000 talsins í Ríó einsog haldið var fram við umhverfisráðherra. Málið hefur verið tekið upp af mörgum þjóðum, þar á meðal hcfur Eiður farið á fund ráðherra vegna máls- ins. Vandamál götubama í Brasilíu og vistkreppan hafa þó ekki verið leyst á ráðstefnunni Umhverfi og þróun. „En þetta getur orðið bytj- unin á átaki ef menn vilja tryggja bömum sínum heilbrigða jörð í framtíðinni," sagði Hjörleifúr Guttormsson. FRÁ ALÞÝÐUBANDALAGINU í REYKJAVÍK Sumarferð ABR í Flatey 4. og 5. júlí n.k. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni laugard. 4. júlí kl. 14:00. Áælluð sigling frá Stykkishólmi kl. 17:00. Aætluð sigling frá Flatey kl. 20:30 á sunnudagskvöld. Hcimkoma upp úr miðnætti. Ferðalangar komi með tjöld, svefnpoka og ncsii. Vcrð kr. 4.500 fyrir fullorðna og 2.250 fyrir böm yngri cn 12 ára. Innifalið í vcrði auk bfl- og skipsferða, er tjaldstæði og ein sameiginleg máltíð á sunnu- deginum (grillveisla). Hægt er að panta sérstaklcga skoðunarferð með bát um eyjamar, sem tekur um 1 klst. og kostar kr. 1.000. Pantanlr í feröina eru teknar til 30. júní n.k. á skrifstofu Alþýöubandalagsins í síma 17500. Gróðursetningarferð í Heiðmörk sunnudaginn 14. júní kl. 14:00 til 18:00 Safnast verður sarnm kl. 13:30 við Hverfisgötu 105 (Skúlagötumegin) og við bæinn Elliðavatn kl. 14:00. Þeim sem ekki cru á bfl cr bcnt á að hafa samband við stjómarmenn félagsins og þá mun verða leysl úr því. Þórsmerkurferð 17. til 19. júlí n.k. Hópur valinkunrtra manna stendur fyrir helgarferð í Þórsmörk helgina 17. til 19. júlí n.k. Upplýsingar og pantanir hjá Guðmundi Hjartarsyni í síma 43202. Föstudagurinn 12. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.