Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 8

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 8
Helgar 8 blaðið Konur hafa ekki sí&ur verift ibnar vi& blóokatiana en menn einsog sagan um greif- ynjuna Elísabetu Bóthory sannar. Vítusmessa er á mánudagúnn kemur, 15. júní. Þá er fullt txíngl og stórstreymi. Ýmsir kenna á sér breytíngu við slíkar aðstæður, einhveija innri spennu, sem ekki vill losna um. Þá nótt gengur dýrið laust. Blóðsugur og varúlfar Mórar og skottur leika lausum hala í íslenskri þjóðtrú og drauga- gangur er mikill og rammur. Yfir- leitt lyktaði þó viðureignum þess- ara kykvenda annars heims við lif- endur með því að forynjumar létu í minni pokann, stundum eftir að hafa veitt mönnunum þó nokkrar skráveifur. í dag eimir enn eftir af þessari þjóðtrú og þótt nútíma- draugar séu kannski ekki jafn magnaðir og þeir sem ráfuðu um í myrkri miðalda, þá virðist þjóðin enn trúa á afturgöngumar. Þótt íslensk þjóðtrú sé fjölbreytt að allskyns óvættum höfum við verið blessunarlega laus við kvik- indi einsog blóðsugur og varúlfa. Trúin á þau fyrirbrigði byggisl á sammna manns og dýrs og senni- lega hefur fátæklcgt dýralífið hér á landi ekki kaliað á slíkar arfsagnir. Hér eru hvorki úlfar né aðrar skepnur sem kalla fram ugg og óhug hjá fólki. Einu íslcnsku þjóð- sagnimar um sammna dýrs og manns eru um selina cn þær sagnir ólu ekki á óhug. Varúlfurinn Trúin á náinn skyldleika og sam- mna manns og dýrs er ævafom og finnst hjá fiestum þjóðflokkum. Þannig em til mjög gamlar frá- sagnir frá Afríku og indíánum Am- eríku um töfralækna sem breytast í ýmis dýr. I Afríku breytast þeir í hýenur eða hlébarða og í Ameríku breytast indíánar í blóðþyrsta sléttuúlfa. í Mið- og Suður- Amer- íku breytast töfralæknamir hins- vegar í jagúar. Frásagnir af þessum hamskipt- um em þó alls ekki jafn blóðugar og frásagnimar af varúlfunum, sem einkum em áberandi í þjóðtrú fólks í Mið- og Austur-Evrópu. A 16. öld ráfaði risavaxinn úlfur í kringum þýsku borgimar Köln og Bedburg. Hann réðst á fólk og slíkan óhug setti að íbúum á svæð- inu að þeir þorðu ekki að ferðast um. Samkvæmt samtímafrásögn- um fúndust á víðavangi hendur og fætur af körlum, konum og böm- um. Að lokum tókst hópi veiði- manna að króa að skepnuna og tók hún þá hamskiptum frammi fyrir þeim og breyttist í mann. Það sem meira var, fiestir veiðimannanna könnuðust við kauða, sem hét Pet- er Stubbe. Stubbe hafði þekkt flest fómar- lömb sín, en meðal þeirra voru 13 böm og tvær ófrískar konur. Hann hafði rifið fóstrin úrmóðurlífi þeirra og étið hjörtun úr þeim lif- andi og hrá. Þeir sem breytast í varúlfa hafa ýmis samciginleg útlitseinkenni. Augnabrúnir þeirra eru þykkar og samvaxnar, tcnnumar rauðlcitar, langatöng óvenju löng, neglur á fingrum möndlulaga og rauð- lcitar og eyru þcirra sitja aftar- lega og ncðarlcga. Augu og munnur eru þurr og líkt og nomin getur varúlfurinn ekki grálið, þótl hann sé oft mjög þunglyndur. Og það ciga þcir cinnig samciginlegt að vcrða mjög óþreyjufullir við fullt tungl. Blóðsugur Trúin á blóðsugur virðisl mcst ríkjandi á sömu slóðum og var- úlfatrúin. Einkum cr T ranssylvanía nefnd scm hcim- kynni blóðsuga, cn þaðan er frægasta sug- an æltuð, Drakúla greifi. Það cru þó ekki bara karlar sem taka á sig gervi blóðsugunnar, hún er ekki síður kvenleg. Frægasta blóð- sugan, að Drakúla undanskildum, er án efa Blóðuga greifaynjan. Blóðuga greifynjan hét réttu nafni Elísabet Báthory og fæddist árið 1560 í stórri höll í Norðvest- ur-Ungverjaland, í skugga Kar- pafaíjalla nærri landamærum Transsylvaníu. Fjölskylda hennar var af einni helstu valdaætt landsins en af henni lor það orð að áhugasvið fjölskyldumeðlima væri mjög bundið við sadó-masókisma, djöfladýrkun og eiturbyrlun. Þegar Elísabet var 11 ára var hún gift miðaldra greifa. Henni leiddist í hjónabandinu og einu glcðistundimar sem hún átti í höllinni vom ástaleikir með vinnudrengjunum á staðn- um. Hún varð ófrísk af völdum eins þeirra þegar hún var 13 ára. Elísabet gat valið um staði til að búa á og hún kaus að setjast að í Csejthe-höll, sem var umlukin þéttum skógi þar sem úlfar span- góluðu á dimmum nóttum. Helsta dægradvöl ungu grcifynjunnar var sem fyrr ásta- fundir með ungum mönnum auk þess sem hún uppgötvaði sér til óbland- innar ánægju að hún naut þess að pína þjónustustúlkumar. Árið 1604 dó greifmn og réð El- ísabet þá nomina Önnu Darvulia til hallarinnar sem dulrænan siða- meistara. Blóðbabið Eitt sinn þegar hún var að pína þjónustustúlku barði hún hana svo blóðið spýttist framan í hana sjálfa. Þegar hún var að þurrka blóðið úr andlitinu fannst henni það hafa þau áhrif að húðin yrði mýkri og hvítari. Þá fæddist sú hugmynd hennar að leiðin til eilífr- ar æsku væri að baða sig í manna- blóði. í kjallara hallarinnar lét hún inn- rétta pyntingaherbergi og setti á svið blóði drifna helgileiki. Meðal nýjunga sem hún fann upp á var blóðsturtuklefi. Klefmn var þannig hannaður að stúlkur vom settar inn í jámbúr sem var aisett beittum göddum. Göt vom á búrinu sem glóandi jámi var stungið inn um. Stúlka var sett í búrið og það híft upp. Varðmenn ráku glóandi jám inn um götin og stúlkan barðist við að forðast jámin með þeim afleið- ingum að gaddamir á búrinu rifu hana á hol. Blóðið streymdi niður um göt á gólfinu en þar undir stóð greifynjan nakin og baðaði sig. Elísabet drakk líka blóð og reyndi m.a. að sjúga það beint úr hálsæðum fómarlamba sinna. Hún var ómettandi en kvartanir vegna íjölda horfinna stúlkna urðu til þess að yfirvöld settu rannsókn í gang. í ljós kom að meira en 650 ungar stúlkur höfðu verið myrtar að undirlagi greifynjunnar og flest- ar á hryllilegan hátt. Greifynjan var sett í stofufangelsi í höllinni og lést þar. Enn þann dag í dag verða vegfarendur í nágrenni hallarinnar varir við náhvíta hefðarkonu ríð- andi á hesti í náttmyrkrinu og fylg- ir henni flokkur ýlfrandi úlfa. Hollywood Frá miðaldahöllinni í Ungverja- landi til draumaverksmiðjunnar í Hollywood. Hryllingsmyndir urðu snemma nijög vinsælar í Banda- ríkjunum og annarsstaðar. Hryll- ingsmyndimar em upprunnar úr þýska expressjónismanum en bár- ust vestur um haf þegar Holly- wood keypti upp marga ffemstu leikstjóra þess tímabils. Nokkrir leikarar lögðu hryllings- hlutverk fyrir sig og meðal þeirra var Ungverjinn Bela Lugosi. Á fjórða áratugnum lék hann Drakúla hvað eftir annað. Á sínum efri ár- um gerðist hann mjög einrænn og sérvitur. Hann lokaði sig af í gömlu villunni sinni í Los Angeles og vildi ekki ræða við neinn. Undir það síðasta klæddist hann daglega gamla Drakúlagervinu, svaf á dag- inn og vakti um nætur og varð fol- ari og folari. Orðrómurinn kviknaði. Menn höfðu orðið varir við Lugosi á hlaupum um eyðileg svæði á nótt- unni. Hann sást standandi uppi á mæni á húsi sínu og hverfa í einu stökki út í niðdimma nóttina. Vinnukona, sem hann hafði rekið, sagði frá blóðdropum á frakkalafi hans og af potti fullum af blóði sem hún hafði fundið á kommóðu hjá honum. Þar kom þó að Lugosi var úr- skurðaður látinn af yfirvöldum og jarðsettur. En þá fóru fúrðulegir hlutir að gerast í kirkjugarðinum. Þegar máninn hátt á himni skín má sjá veru, furðulíka Lugosi, koma akandi í gömlum vagni að garðin- um. Það segir að minnsta kosti út- fararstjóri kirkjugarðsins. 500 bóbsugur á kreiki Trúin á varúlfa, og þó einkum á blóðsugur, lifir enn þann dag í dag góðu lífi. Víða um lönd eru starf- andi félög áhugafólks um blóðsug- ur. I Bandaríkjunum er tii félags- skapur sem nefnist „Vampire Research Center", stofnaður af blóðsugufræðingnum Stephen Kaplan. Kaplan segist hafa lista yfir allar núlifandi blóðsugur í Bandaríkjun- um. Að hans sögn eru nú á milli 150 og 200 ekta blóðsugur á kreiki þar. Alls munu þær vera um 500 talsins í heiminum. Það er því vissara að hafa hægt um sig nk. mánudag þegar tungl verður fullt. FöstudaKurinn 12.júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.