Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 11

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 11
Göngugötur eru framtíðin „Eg fór einn daginn niður í bæ til að kíkja á Austurstrætið eftir opnun- ina. Ég var ekki búinn að mynda mér skoðun þá, en leist ekki á það sem fyrir augun bar,“ sagði Benedikt Sig- urðsson um ástæður þess að hann réðst einsamall í söthun undirskrifta til vamar einu göngugötu Reykjavík- ur. Benedikt safnaði um átján þús- und undirskriftum þrátt fyrir marg- vislegt mótlæti. ,JEngimi veit hvað átt hefur fyrr en misst hefúr,“ sagði Benedikt um viðhorf fólks til Aust- urstrætisins í dag. „Fólk kunni ekki mikið að meta Austurstrætið áður, enda var lítið gert fyrir göngugötuna," sagði Bene- dikt og taldi að fólk væri að átta sig nú eftir á. Hann sagði að hreinlega hefði skort ímyndunarafl til að nýta þá möguleika sem göngugata býður upp á. „Allir geta verið sammála um að dofhað hefúr yfir miðbænum,“ sagði Benedikt, „og við hljótum að spyija hver sé astæðan og hvað sé til úr- bóta.“ Ástæðumar em margar að mati Benedikts og göngugatan ein og sér varla sökudólgurinn. Hann benti á Kringluna sem dæmi um áhrifavald. „Þessari þróun verður ekki snúið við með því að hleypa umferð í gegnum Austurstrætið. Mér Helgar "1 1 blaðið Benedikt Sigurbsson taldi ab skoðunum þess fiölda sem væri á móti bilaumfero um Austur- strætib værí ekki gefinn nægur gaumur og ákvab því aS rááast í söfnun undirskrifta. Þrátt fyrir afföll söfnuöust um átján þúsund undirskríftír. Mynd: Kristinn. fmnst sú lausn bera vott um örvænt- ingu.“ Benedikt sagði það spumingu hvort falleg göngugata, þar sem allir möguleikar væm nýttir og sérstaða miðbæjarins undirstrikuð, væri ekki betur til þess fallin að hleypa lífi í miðbæinn, þótt ekki væri nema út fra fegurðarsjónarmiðum. Hann vill hafa Austurstrætið göngugötu allt árið því annars verði aldrei hægt að gera götumyndina eins fallega og ella eða nýta alla möguleika. „Við eigum að taka ákvörðun. Eitthvert hálfkák þýðir að við náum aldrei nema með- alárangri." Benedikt sagði að sér hefði blöskr- að hve margir vom á móti bílaum- ferð um göngugötuna án þess að það kæmi nokkurs staðar ffam. „Og úr því að ekki átti að efha til atkvæða- greiðslu ákvað ég að ráðast í söfhun undirskrifta." Undirskriftalistana af- henti Benedikt borgarstjóra í lok maí. Á þeim vom um átján þúsund nöfn. „Stærsti hópurinn var á aldrin- um sextán ára til þrítugs,“ sagði Benedikt og bætti við að unglingar og eldra fólk hefði verið áberandi hart á móti bílaumferð um göngugöt- una. Benedikt kvað það hafa háð sér talsvert að vera einn í þessu verkefni. „Ég gat ekki fylgst nógu vel með listunum og fékk ekki að hafa þá alls staðar. Töluverð brögð vom að því að listunum væri stolið, annað hvort af leikaraskap eða með skipulögðum hætti. Þeir vom þá sóttir af aðilum sem sögðust vera á mínum vegum.“ Affollin vom því mikil, að sögn Benedikts. AUSTURSTRÆTI Hvemig stendur á því að lif- andi göngugötur virðast ekki þrífast í Reykjavík? Veðrátta og fólksfeeð er nefiit til sög- unnar, einnig yfirbyggðir verslunar- og þjónustulqamar á borð við Kringluna. Og svo er sú einkennilega árátta Is- lendinga að nota bílinn eins og skóhlífar - fara bara úr honum við dymar, eða helst innan við þær. En hefúr göngusvæðum nokkum tíma verið gefið tækifæri? Skjóllítið Lækjartorgið og stubbur af Austurstræti gefúr kannski ekki rétta mynd af möguleik- um velhannaðra og sam- felldra göngusvæða sem tengjast með gróðmríkum gönguleiðum í gegnum kyrr- láta bakgarða, í skjóli frá nepju og umferðaræðum. Nú er liðinn sá tími sem tilraunin um opnun Austurstrætis átti að standa. Og enn er gatan opin fyrir umferð bíla. Á fundi borgarráðs síð- ast liðinn þriðjudag var ákveðið að bíða með ffekari ákvarðanir þar til niðurstöður liggja fyrir í hugmynda- samkeppni um Ingólfstorg á núver- andi Hallærisplani og Steindórsplani. Guðrún Ágústsdóttir borgarfúlltrúi sagði að samþykkt hefði verið að opna Austurstrætið í sex mánuði til reynslu og að þeim tíma liðnum hefði átt að loka götunni nema sér- stök ákvörðun væri tekin um annað. „Málinu er nú drepið á dreif og ákvörðun frestað," sagði Guðrún. Fyrir borgarstjóm liggja áskoranir um áframhaldandi bílaumferð fra rekstraraðilum við Austurstræti en Guðrún minnti líka á undirskriftir átján þúsund borgarbúa. Öll umferð af hinu góba , Jdín persónulega skoðun er sú að það sé þráhyggja hjá mörgum að vera á móti opnun Austurstrætis," sagði Baldvin Einarsson, starfsmað- ur Miðbæjarfélagsins og eigandi verslunar við Austurstrætið. Hann sagði að rnargir, sem upphaflega vora á móti þessu, hefðu séð góðu áhrifin og skipt um skoðun. „Oll um- ferð er af hinu góða,“ sagði Baldvin og benti á að enginn miðbær gæti þrifist án verslunarkjama og að verslunin þrifist betur eflir opnun Austurstrætisins. „Aðalatnðið er að fólk var orðið hrætt við að ganga um Austurstrætið á kvöldin,“ sagði Baldvin, „en með rennandi umferð í gegn líður fólki betur.“ Að sögn Baldvins era glugg- amir andlit verslananna og aukin umferð gangandi og akandi, hvort sem er að degi eða kvöldi til, hefur bjóða einnig upp á ónýtta möguleika að mati Guðrúnar. Hún nefndi lóðir bakvið húsin í Lækjargötu en hægt er að opna inn í Hressógarðinn og skapa skemmtilegt göngusvæði alla leið að Skólabrú. Slíkt svæði myndi jafnffamt opnast út í Lækjargötu. í hverfaskipulagi fyrir miðbæinn ffá 1990 er gert ráð fyrir öllum þessum gönguleiðum, jafhffamt því sem allt Austurstrætið er göngugata. Með slíkum ffamkvæmdum myndu skapast samfelldari göngu- leiðir sem bjóða upp á ýmsa mögu- leika. En auðvitað era ljón á vegin- um.,,Fólk þarf virkilega að trúa á þetta,“ sagði Guðrún Jónsdóttir. Hún varpaði líka ffam þeirri spumingu hvað lifandi og aðlaðandi miðbær mætti kosta, en litlu hefúr verið eytt í hann að mati Guðrúnar. Skipulags- vinna og umferðarmannvirki í tengslum við Kringluna hafa kostað borgarbúa dijúgan skilding. Kannski er röðin kornin að rekstrinum í mið- bænum? Ymsar hugmyndir hafa verið viðr- aðar í sambandi við viðhald gamla miðbæjarins. Meðal þeirra má nefna sérstakar ívilnanir til rekstrar þar eða styrki til viðhalds og endurbyggingar gamalla húsa. En þegar átökin um Austurstrætið standa sem hæst hlýtur sú spuming að vakna hvort miðbænum verði bjargað þegar umferð bíla um einn götustubb hefur slik úrslitaáhrif? Amar Guðmundsson áhrif. Baldvin tók ffani að verslunar- eigendur væra alls ekki á móti lokun Austurstrætis á góðviðrisdögum enda hefði slíkt gefið góða raun. „Is- lendingar eru bara ekki úti að ganga í vondu veðri,“ sagði Baldvin. Nýjar og spennandi gönguleiðir „Göngugatan í Austurstræti hefur kannski liðið fyrir það að vera hvorki fugl né fiskur,“ sagði Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt og fúlllrúi í skipulags- nefnd Reykjavíkur. Hún lagði áherslu á að nú mætti ekki flýta sér um of heldur þyrfli að skoða skipu- lag Kvosarinnar í heild og stefna virkilega að skemmtilegum og sam- felldum göngusvæðum. Guðrún sagði ýmsar leiðir færar. „Ég sé fyrir mér Vonarstrætið sem umferðaræðina sunnan við Kvosina og Tryggvagötuna og Geirsgötuna norðan við.“ Svo er spuming að hve miklu leyti er hægt að losna við aðra umferð og hve stór skref er hægt að stíga í einu án þess að skemma fyrir atvinnurekstri á svæðinu. ,ýEskiÍeg- ast er að umferð verði mjög tak- mörkuð og jafnvel alveg bönnuð á sumum svæðum,“ sagði Guðrún. Líklegast er að Ingólfstorg verði gert að göngusvæði. Guðrún sagði það búa yfir miklum möguleikum. Ramminn umhverfis er fallegur, enda mikið af söguffægum, gömlum húsum. Svo er svæðið skjólsælt og því kjörinn vettvangur fyrir uppá- komur, markaði, fundi og leiki. Göngusvæði á Ingólfstorgi geta tengst Grófinni og miðbæjarstarf- semi á hafnarsvæðinu auk þess sem það liggur við enda Austurstrætis. Guðrún nefúdi sérstaklega mögulega tengingu lngólfstorgs við Fógetagarð og Austurvöll. Skjólsælir bakgarðar í miðbæ FramtíSartorg i hjarta bæjarins? Ingólfstorg, þar sem nú er Steindórsplan og Hallærisplan, er sólrikt, skjólsælt og rammaó inn af fögrum og sögufrægum húsum. ÞaSan geta gönguleiSir legiS aS gömlu höfninni, inn Austurstræti og yfir i FógetagarS og Austurvöll. Mynd: Kristinn. Föstudagurinn 12. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.