Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 17

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 17
Helgar 17 blaðið Gleymdir regnskógar Brasilíu Um 500 brasilísk samtðk taka þátt í umhveriisráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna í Rio de Janeiro. Þeirra á meðal eru SOS Atlantica sem beita sér fyrir því að hinir gleymdu regnskógar Brasilíu fái að haida sér - það er að segja það sem eftir er af þeim. Allir kannast við regn- skógana við Amazon-fljótið þar sem sérfræðingar telja að um 10 prósent af skógin- um hafi fallið síðasta áratug. Færri vita að það var mikill regnskógur við strandlengju Brasilíu sem varð að láta undan iðnvæðingunni og byggingu stórborga. Þessi skógur heitir Mata Atlantica og enn finnast nokkrar leifar hans. Um helmingurinn af 150 miljónum íbúa Brasilíu býr nú þar sem Mata Atlantica var. Um 90 prósent af skóg- inum hafa verið höggvin. Mest var um hina rauðu við- artegund Pao Brasil sem landið heitir eftir. Þá hefur Qöldi dýra og plantna dáið út sökum skógarhöggsins á svæðinu. Það sem eftir stendur af skóginum er dreift víða meðfram strand- lengjunni. Samtökin SOS Atlantica voru stofnuð 1987 og hefur orðið nokkuð ágengt. Til dæmis tókst samtökunum að stöðva það að stór hraðbraut yrði lögð í gegnum regn- skóginn frá Sao Paulo norð- ur á bóginn. Sao Paulo er stærsta borg Brasilíu en þar búa á áttundu miljón manna. Samtökin hafa einnig fengið í gegn að skógurinn er friðaður á nokkrum stöð- um. Ráðstefna SÞ er mikilvæg fyrir samtök sem þessi. Þau fá meiri fjölmiðlaumQöllun • og auðveldara verður að virkja fólk. En fulltrúar sam- takanna benda á að ríkis- stjóm Brasilíu sé dugleg við að gefa loforð en óduglegri við að efna þau og því þurfi að breyta. En mikilvægasta málið sem þarf að leysa í Brasiliu, ef ekki á að fara illa, er fátæktarvandamálið, segir Ines de Souza Dias, upplýsingafulltrúi SOS Atl- antica. Að hennar mati verð- ur ekkert hægt að gera af Ekkert ver&ur hægt a& gera af viti í umhverfisvernd fyrr en fátæktarvanda- málib ver&ur leyst. viti i umhverfisvemd fyrr en það mál hefúr verið leyst á einn hátt eða annan. Saga Tékkó- slóvakíu á enda? Slóvakiskir þjóbernissinnar krefjast sjálfstæbis - líst ekki á markabshyggju Tékka. Eftir þingkosningamar í Tékkóslóvakíu fyrir viku eru spámar helst á þá leið að dagar þessa síðasta ríkis austurblakkarmnar fyrrver- andi, sem ekki er einnar þjóðar ríki fyrst og fremst, séu senn taldir. í kosningum þessum, öðmm í röðinni frá því að kommúnisminn féll, höfðu þeir sigur sem mest vildu í gegn gangast. Annars vegar em það slóvakískir flokkar, sem vilja sjálfstætt ríki fýrir sína þjóð eða því sem næst og em því and- vígir að efnahags- og félagskerfi verði breytt róttækt eftir vestræn- um markaðshyggjufyrirmyndum. Hins vegar eiga nú sigri að fagna tékkneskir stjómmálaflokkar, sem ekki sjá ástæðu til aukinnar sjálf- stjómar fyrir Slóvakíu og taka ekki í mál að slaka á sinni markaðs- hyggjuhugsjón. I því liði em þar að auki margir orðnir þess sinnis að vilji Slóvakar ekki vera með í markaðshyggjunni, megi þeir eiga sig. Meciar vill fullveldi I Slóvakiu er öflugasti flokkur- inn eftir kosningamar Lýðræðis- hreyfing (skammstöfun nafns hennar á landsins tungu er HZDS) svokölluð undir fomstu Vladimírs Meciars, sem lærði pólitískt valda- tafl í kommúnistaflokki landsins, meðan hann stjómaði alráður, og er sagður hafa gott lag á að tala al- menning til. Fyrrmeir stundaði hann hnefaleika en þýskir fjöl- miðlar geta þess að það sjáist ekki lengur á honum. Meciar háði kosn- ingabaráttuna með loforðum um að lýsa yfir fullveldi Slóvakíu án tafar, yrði honum sigurs auðið, og nema núgildandi stjómarskrá Sló- vakíu úr gildi. (Tékkóslóvakía er sem kunnugt er sambandsríki, þar sem Tékkar og Slóvakar hafa hvorir um sig eigin stjómarskrá og sjálfstjóm nokkra.) Síðan skuli Slóvakar með þjóðaratkvæða- greiðslu ákveða samband sitt við Tékka í framtíðinni. Meciar hallast að því að Tékkalönd og Slóvakía verði fremur einskonar ríkjabanda- lag en sambandsríki. Annar slóvakískur sjálfstæðis- flokkur, róttækari nokkuð en Lýð- ræðishreyfingin, vill fullt sjálf- stæði umbúðalaust. Hann fékk sex af hundraði atkvæða í Slóvakíu. Þar fengu og mikið fylgi vinstri- sinnaðir flokkar, sem óttast að markaðshyggja ráðamanna í Prag muni koma illa við Slóvakíu, sem þegar er hart leikin efnahagslega eftir hmn gamla austurblakkarkerf- isins. Slóvakía var enn nátengdari því en Tékkalönd, t.d. var mikil at- vinna þar í vopnaiðnaði sem fram- leiddi á fullu fýrir heri Varsjár- bandalags. Sá iðnaður hefur nú mjög skroppið saman, og auk þess er Slóvakía frá gamalli tíð veikari fyrir efnahagslega og vanþróaðri en Bæheimur og Móravía. Sterki maðurinn hjá Tékkum Um stefnuna í efnahagsmálum em Meciar og vinstrimenn Iandar hans nokkuð sammála. Þeir mót- mæla allir jafnt fyrirætlunum mið- stjómarinnar um mikla einkavæð- ingu og breytingar á skattalögum. Telja þeir að hvorttveggja verði efnamönnum hagstætt en öllu verra fyrir tekjuminni lög samfé- Iagsins. 1 Tékkalöndum (Bæheimi og Móravíu) fékk allra flokka mest fylgi Lýðræðislegi borgaraflokkur- inn (tékkneska skammstöfunin er ODS) undir fomstu Václavs Klaus fjármálaráðherra. Hann virðist nú vera sterki maðurinn í stjómmál- um Tékka, á sama hátt og Meciar hjá Slóvökum. Flokkur hans er skilgreindur sem frjálslyndur og hægrisinnaður og stundum sem frekar hægrisinnaður miðjuflokk- ur. Sjálfur er Klaus hagfræðingur að mennt og aðalforkólfur mark- aðshyggjumanna. Hann vísar „tveggjaríkjalausn“ á bug og hann og fleiri hægrisinnaðir tékkneskir ráðamenn segja að verði Slóvök- um leyft að fara hægar í markaðs- þróuninni en áætlanasmiðir um það gera ráð fyrir, muni það gera þær ráðstafanir að hálfkáki sem litlu eða engu breyttu til batnaðar. Tékkar enn meiri skilna&arsinnar? Stemmningin hjá Tékkum virð- ist vera á leið í þá áttina að vilji Slóvakar fara, þá þeir um það. Þeir liafi alla tíð verið með eitthvert nöldur út af samfélaginu við bræðraþjóðina og það sé þá best þeir sigli sinn sjó: Þetta hugarfar kemur öðrum þræði til af því að Tékkar, sem frá stofnun Tékkó- slóvakíu 1918 liafa verið „ríkisber- andi" þjóðin þar, eru eftir fall kotnmúnismans orðnir einhverjir mestu Evrópusinnamir í allri álf- unni. Með hliðsjón af legu lands síns, sögu þess og menningu segj- ast þeir vera Mið- Evrópumenn öllum öðrum fremur. Þar er nú mikiil áhugi áyrir því að komast sem fyrst i Evrópubandalagið og jafnvel í Nató. Milos Zeman, leið- togi tékkneskra jafnaðarmanna, sagði íyrir kosningar: „Eg hygg að áhuginn fyrir skilnaði (Tékkalanda og Slóvakíu) sé jafnvel orðinn meiri með Tékkum en Slóvökum.“ Þorleifsson skrifar Tékkar eru margir farnir að hugsa sein svo að Sióvakía, í efnahags- málum verr stödd en Tékkalönd, sé dragbítur fýrir Tékka og seinki inngöngu þeirra í Evrópubandalag- ið. Havel stendur einn Alkunna er að byltingar eru gjamar á að éta bömin sín og nú segja menn í Prag að það hafi sannast á tékkóslóvakísku „flauels- byltingunni" (sem er kölluð svo sökum þess hve friðsamleg hún var) er sleypti alræði kommúnista 1989. Sú meðferð á tékkóslóvak- ísku byltingarbömunum hefur að vísu verið væg, eftir því sem oft hefur gerst. En í kosningunum fýr- ir viku var næstum ölium þeim stjómmálamönnum og -flokkum, sem risu upp úr Borgaravettvangi og skyldum hreyfingum, sem felldu alræðisstjómina, mtt frá áhrifum í stjómmálum. Af þeirri fylkingu stendur nú eft- ir næstum einn skáldforsetinn Václav Havel, valdalítill sam- kvæmt stjómarskrá en hefur til þessa haft veruleg áhrif út frá góð- um orðstír á alþjóðavettvangi sem hann gat sér vegna langrar og drengilegrar baráttu gegn alræðis- stjóminni. Hann hefur siðan verið einskonar tákn þeirrar baráttu og sigurs hennar. En nú em líkur á að fyrir honum liggi þau örlög, dapur- leg að hans mati og margra fleiri, að verða síðasti forseti Tékkóslóv- akíu er minnst yrði í sögunni sem mannsins, er bundið hafi enda á sögu landsins með því að frelsa það. Hvomgur þeirra alþýðlega box- arans Meciars né kaldrifjaða hag- fræðingsins Klausar er sagður hon- um ýkja velviljaður. Vera kynni meira að segja að hann ætti nú meiri stuðnings von af ofsækjend- um sínum í áraraðir, kommúnist- um. Þeir og bandamenn þeirra fengu 14 af hundraði atkvæða í kosningunum til sambandsþings- ins, eða álíka mikið og 1990. Þeir urðu þar með annar stærsti fiokk- urinn á því þingi. Það kom sumum fréttaskýrendum á óvart, en skýr- ingar gefnar á því em aðallega á þá leið að einnig með Tékkum sé al- varleg óánægja með markaðs- hyggju Klausar og annarra slíkra. Efnahagsástandið er betra hjá Tékkum en Slóvökum og sama er að segja um lífskjör, en eigi að síð- ur er margra mál að lífskjör í lægri lögum tékkneska samfélagsins hafi rýmað undanfarið. Kommúnistar segja að ástæðan til þess sé að markaðsstefnan hafi þegar gengið of langt. „Bíttu gras, blessuð tíð..." Pólitískar skrýtlur lífguðu tals- vert mikið upp á hversdagsleikann í gamla austantjaldskerfinu en sagt er að þeirri listgrein hafi hrakað mjög síðan lýðræðið gekk í garð. Ekki er hún þó útdauð. Til dæmis er þessi saga, sögð til dæmis um viðhorf og hugarfar tveggja áhrifa- mestu stjómmálamanna Tékka undanfarið, þeirra Havels og Klausar. Havel átti leið um Stromovka- garð í Prag og varð þá fyrir honum betlari, sem reytti gras og át. Ljúf- menninu Havel þótti þetta ekki nógu gott, svo að hann fiskaði upp úr vasanum nokkra seðla og fékk betlaranum með þeim orðum að hann skyldi kaupa sér fyrir þá eitt- hvað betra að borða. Viku síðar var sami betlari aftur kominn á beit í Stromovkagarð. Þá varð hann á vegi Klausar, er hafði bmgðið sér í heilsubótargöngu um garðinn. „Héma em nokkrir aurar,“ sagði fjármálaráðherrann. „Svo ættirðu að taka neðanjarðarbrautina til Sarkagarðs. Sprettan er betri þar.“ Ef saga Tékkóslóvakíu er senn á enda er a.m.k. sennilegast að það gerist með friðsamlegu móti, gagn- stætt því sem varð í Júgóslavíu er hún datt i sundur. Hefð fyrir til- tölulega mikiili friðsemd er fyrir hendi hjá bæði Tékkum og Sló- vökum og þótt þeim hafi sjaldnast komið fullkomlega vel saman hafa þeir aldrei ást við sem óvinir með hemaði og hryðjuverkum. Föstudagurinn 12. júnl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.