Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 19

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 19
Helgar 19 blaðið Frábært hjá Barcelona og Cruyff Þeir ku enn vera að naga sig í handarbökin hjá Real Madrid á sama tíma og gleðin í herbúðum Barcel- ona er lítt fárin að sjatna eft- ir að liðið tryggði sér spænska meistaratítilinn, annað árið í röð, um síð- ustu helgi. Eftir að hafa leitt spænsku úr- valsdeildina í allan vetur og á stundum með dágóða forystu, varð Real Madrid að sjá á eftir titlinum í hendur erkifjendunum í Barcelona á lokasprettinum. í síðustu umferð- inni tapaði Real Madrid fyrir Ten- erife á Kanaríeyjum 2:3 en Barcel- ona vann Atletico Bilbao 2:0 með mörkum Stoichkov. En það er ekki aðeins spænski meistaratitillinn sem gleður Bör- sunga heldur státa þeir einnig af Evrópumeistaratitli, eftir sigur þeirra á ítalska liðinu Sampdoria í úrslitaleik á Wembley- leikvangin- um í London í maí sl. Þessi árangur liðsins er ekki að- eins glæsilegur fyrir leikmenn liðs- ins heldur einnig fyrir þjálfarann, Johan Cruyff. Hvaö gerir Cruyff? Svo kann að fara að kappinn taki við hollenska landsliðinu en hann mun hafa geffið samþykki sitt fyrir því ef liðið tryggir sér sæti á HM í Bandaríkjunum 1994. Þangað til þarf Cruyff að ganga ffá sínum málum við Barcelona því samning- ur hans við liðið rennur út næsta sumar. Vitað er að forseti Barcel- ona, Nunez, er ekki par ánægður með að hafa þjálfara sinn á tveimur vígstöðvum og því óvíst hvemig fer. Það kann þó að breytast í ljósi þess árangurs sem kappinn hefur náð með liðinu. Hins vegar hafa Hollendingar löngum alið þann draum með sér að þeirra „besti leikmaður fyrr og síðar“ taki að sér landsliðið eins og Platini í Frakklandi og Beckenbau- er á sínum tíma í Þýskalandi. Þótt á því sé mikill áhugi meðal almennings í Hollandi að Cmyff taki við stjóm landsliðsins er ekki þar með sagt að hann hafi jafnmik- inn meðbyr meðal forráðamanna hollenska knattspymusambandsins. Það hefur löngum verið kalt á milli Cmyff og einstakra forystumanna þess ffá þvi kappinn lék með hol- lenska landsliðinu. Þá lét hann sig ekki muna um það að yfirgefa æf- ingabúðir liðsins til að skreppa til Ítalíu í þeim erindagjörðum að kaupa skó í búð sem hann var að setja á fót. En það sem kann kannski að ráða mestu um það hvað verður í þessu máli er vilji hinna einstöku leikmanna hollenska liðsins. Vitað er að Marco van Basten er mikill aðdáandi Cmyffs og þeir Gullit og Koeman hafa mikla trú á honum. Ennffemur er það trú margra þar í landi að Johan Cmyff sé sá maður sem geti stýrt landsliðinu til sigurs í heimsmeistarakeppninni. Eins og kunnugt er hefur Holland aldrei unnið þennan eftirsótta titil þótt liðið hafi tvisvar komist í sjálfan Johan Cru- yff á há- tindi ferils sins sem leikmabur meb Aiax i upphafi áttunda áratugar- ins. A þeim tima var libið nán- ast ósigr- andi og sömuleibis landsliáiá spila einna besta bolt- ann. úrslitaleikinn, 1974 og 1978. í verandi V- Þýskalandi og fyrir fyrra sinnið tapaði liðið fyrir þá- Argentínu í seinna skiptið. bótti hol- lenska Olympíuleikar fatlaðra og þroskaheftra á Spáni Alls fara tuttugu íþrótta- menn á vegum Iþróttasam- bands fatiaðra á ólympíu- leika fatlaðra og þroska- heftra sem haldnir verða í Barcelona og Madrid á Spáni í september næstkom- andi. Það em heldur engir aukvisar sem keppa fyrir íslands hönd á leik- unum því alls em í hópnum fimm heimsmeistarar úr röðum hreyfi- hamlaðra, einn úr hópi sjónskertra og þrír úr hópi þroskaheftra. Ol- ympíuleikar fatlaðra verða í Barcei- ona dagana 3.-14. september n.k. og þar keppa tólf fatlaðir íslending- ar í sundi, ftjálsum íþróttum og borðtennis. Á ólympíuleika þroska- heftra, sem fram fara í Madrid dag- ana 13.-22. september n.k., sendir íþróttasamband fatlaðra alls átta þátttakendur sem keppa í sundi og fijálsum íþróttum. Undirbúningur fyrir leikana hefur staðið ffá því síðustu leikar vom haldnir í Seoul í Kóreu árið 1988. Á þeim tíma hefiir verið unnið mark- visst að því að undirbúa þátttakend- ur sem best í samráði við landsliðs- þjálfara. Meðal annars hefur verið lögð áhersla á þátttöku í sterkum íþróttasam- band fatlabra heibrabi sér- staklega Norburlanda- meistara heyrnarlausra í handbolta 1992. Mynd: Kristinn. mótum erlendis og því hafa flestir þátttakendumir mikla keppnis- reynslu. Ólafur Jensson, formaður íþrótta- sambands fatlaðra, segir að það kosti um 10 miljónir króna að taka þátt í þessum leikum og þar af sé styrkur ríkisins tvær miljónir króna. Að auki styrkja bæjarfélög, þjón- ustuklúbbar, samtök, fyrirtæki og fleiri aðilar íþróttasambandið vegna leikanna. Til marks um þá miklu grósku sem er í íþróttalífi fatlaðra gerir íþróttasamband fatlaðra ráð fyrir því að ársvelta þess verði um tuttugu og fimm miljónir króna í ár. Helstu fjáröflunarleiðir sambands- ins em sala á Rauða nefinu og út- gáfustarfsemi. Siglfirðingar stóla á sjálfa sig „Við erum að reyna að byggja upp meistaralið í fót- bolta sem alfarið er skipaö heimamönnum í stað þess að stóla á aðkomumenn eins og algengt er orðið í fótbolt- anum. Auk þess leggjum við mikla áherslu á þjálfun yngri flokkanna og þannig búum við í haginn fyrir framtíðina,“ segir Haraldur Agnarsson, formaður Rnattspymufélags Sigluflarðar. Um þessar mundir eru sextíu ár ffá því KS var stofhað, árið 1932. Undanfari þess félags mun hafa ver- ið svokallað Síldarlið sem stofnað var 1929 og kennt við Síldarverk- smiðjur rikisins í bænum. Knatt- spymufélagið fagnaði þessum tíma- mótum í sögu félagsins sl. mánu- dag, annan í hvítasunnu, með veislu þar sem bæjarbúum var boðið uppá kaffi og kökur. í byijun ágúst verður svo haldið sérstakt afmælismót, Pollamót, með þátttöku þeirra yngstu og þriðja flokks kvenna. En vegur kvenna í fótboltanum er alltaf að aukast og svo virðist sem karl- kyns knattspymuáhugamenn séu búnir að taka konumar í sátt eftir að hafa litið knattspymuiðkun þeirra homauga til skamms tíma. Á þessum áratugum sem liðnir em frá stofnun KS hefur félagið aldrei náð að komast í 1. deild en var hársbreidd frá því árið 1984 þegar liðið varð í þriðja sæti í 2. deild. Það sumar vantaði það aðeins eitt stig til að láta þann langþráða draum rætast. í sumar leikur KS hins vegar í þriðju deild og hefur ekki gengið sem skyldi. Tapaði stórt um síðustu helgi 1:5 fyrir Magna á Grenivfk í fyrsta leik sumarsins sem leikinn var á grasvelli þeirra Sigl- firðinga. Þá má búast við að róður- inn verði þungur fyrir KS um þessa helgi þegar liðið mætir Haukum úr Hafharfirði. „Við gerum okkur ekki neinar vonir um að komast upp í 2. deild í sumar. Hins vegar stefhum við að því að mæta sterkir til leiks næsta sumar og njóta þá ávaxtanna af því sem við höfum verið að gera.“ Fjárhagslega erfitt Samkvæmt fjárhagsáætlun KS er gert ráð fyrir að félagið velti um 7-8 miljónum króna i ár, en í vetur stóð félagið á núllinu. Langstærstu út- gjöldin eru vegna ferðalaga og þjálf- unar. En aðalþjálfari félagsins er Júri Sédov sem þjálfaði Víkinga hér um árið. Auk þess að þjálfa meist- araflokk KS sér hann einnig um þjálfun yngri flokkanna. Haraldur segir að þeir reyni eftir fremsta megni að reisa sér ekki hurðarás um öxl í fjármálunum enda nógu erfitt að ná endum saman eins og ástand- ið er i efnahagsmálunum. Til að létta aðeins undir með félaginu greiða foreldrar allt að 30% - 40% af ferðakostnaði yngri flokkanna auk þess sem fjár er aflað með „betli, auglýsingum og styrkjum“. Fram til þessa hefur stjóm KS lítið spáð í þá tekjumöguleika sem menn eygja með tilkomu Sportkortsins en Haraldur segir að þeir muni engu að síður fylgjast grannt með ffamvindu málsins. Fámennið Eitt af þeim vandamálum sem knattspymufélög á landsbyggðinni eiga við að glíma, ef þau ætla sér að byggja alfarið á heimamönnum, er fámennið og það hve fáir skila sér upp í meistaraflokk eftir að hafa verið með í yngri flokkunum. Þar kemur margt til en einna þyngst vegur sú staðreynd að atvinnulíf á landsbyggðinni er einhæft og alla framhaldsmenntun verður að sækja suður eða í stærstu þéttbýliskjama viðkomandi landsfjórðunga. Þetta gerir það m.a. að verkum að margir snúa ekki til baka og hinir skila sér ekki fyrr en rétt fyrir mót og þá 1 misjöfnu leikformi. Til að mynda var KS-liðið ekki fullskipað fyrr en rétt fyrir mót og því hafði þjálfarinn ekki mikinn tíma til að stilla saman strengina fyrir fyrsta leikinn. En leikmenn liðsins em flestir á aldrin- um 19- 23 ára og margir þeirra námsmenn. Haraldur segir að þetta hafi það í for með sér að KS-liðið verði ekki komið á fullan skrið fyrr en líða tek- ur á keppnina í þriðju deild og svo er um fleiri lið sem búa við svipaðar aðstæður. Til að styrkja liðin hafa velflest félögin á landsbyggðinni reynt það í gegnum tíðina að fá til liðs við sig eíhilega leikmenn víðs vegar af landinu og nú síðast erlendis frá. Það reyndu þeir á Siglufirði á sínum tíma og voru, þegar best gekk, við þröskuld 1. deildar. Slíkar ráðstaf- anir kosta að sjálfsögðu skildinginn enda þarf að útvega húsnæði og vinnu fyrir viðkomandi leikmenn að viðbættum öðrum kostnaði sem til fellur. Þessi útgerð hefiir m.a. leitt til þess að félög hafa orðið gjald- þrota og önnur hafa lengi verið að ná sér eftir ævintýrið sem oft og tíð- um var ráðist í af meira kappi en forsjá. -grh Föstudagurinn 12. júni

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.