Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 12
12 DagblaOiö. Fimmtudagur 18. september 1975 KOSTAR LITLAR 27.520.000 KR. — Þessi Rolls Royce er áreið- anlega einn sá glæsilegasti i heimi, jafnvel þó Susan Shaw fylgi ekki. 1 honum er sjónvarp, myndsegulband, isskápur, bar, snyrtiborð, tveir simar, 12 rása stereótæki, spilaborð o.s.frv. Tegund: Rolls Royce, árgerð 1961, og vegur fjóra og hálfa lest. Hvort hann sé tilbúinn? Nei aldeilis ekki, eigandinn, hann heitir Frank Avianca, á eftir að setja radar i hann til notkunar i þoku! Það nýjasta úr ítalskri höggmyndalist Þetta mikla listaverk i Róm, Það tók hann þrjú ár að fullgera sem er á stærð við fjögurra það. í baksýn er Péturskirkjan i hæða hús, gerði Giamco Manzu. Róm. AÐEINS 40% SEGJA ALLTAF r •• I LOG FRÆÐI Julie Christie er að hugleiða að fara i háskóla og nema lög. Hún er vist búin að fá nög af leiklistinni. í faðmi fjölskyldunnar A hvita tjaldinu er Roger Moore heldur en ekki kaldur karl, þeysist um i sportbilum veifandi byssu á milli þess sem hann heillar kvenfólk. En i sinu einkalifi er hann hæglátur og umhyggjusamur fjölskyldu- maður. Hér er hann með fjöl- skyldu sinni i S-Afriku og fer ekki mikið fyrir hinum alræmda 007. JÚLÍA Aðeins fjórir af hverjum 10 segja ávallt sannleikann. Hinir ljúga, segja aðeins hálfan sannleikann, varast sannleik- ann, ýkja eða halda leyndu. Þetta eru niðurstöður könnun- ar, sem nokkrir félagsfræðingar stjórnuðu, til að komast að hvers vegna fólk skrökvar og hve oft i daglegri umgengni. Aðeins 38.5% voru alveg heiðarlegir — 61.5% voru mis- munandi óheiðarlegir. Dr. Ronny E. Turner, sem starfar við háskólann i Colo- rado, sagði að fólk skrökvaði til að komast hjá deilum, verja vini og vandamenn og til að verða sér ekki til skammar. Er þá málshátturinn „sannleikur- inn er ávallt sagna beztur” ekki i fullu gildi.?? EITT OG ANNAÐ Borgaði 70 þúsund fyrir 500 kr. aðgöngumiða á Presley-hljómleika Einn aðdáenda Elvis Presleys borgaði rúmar sjötiu þúsund krónur fyrir 500 króna aðgöngu- miða til að sjá og heyra dýrling sinn. Ánnar eyddi tæpri hálfri milljón króna i smáhlut úr klæðaskáp Presleys. Og nokkrir aðdáenda rokkkóngsins hafa komizt inn á heimili hans með þvi að láta senda sig þangað i pósti — innpakkaða og hvað eind. Þetta eru aðeins nokkrar fáránlegar hugmyndir, sem þeim, sem Prestley-æðið hefur gripið, hefur látið sér detta i hug, segir Sean Shaver, formað- ur Elvis Presleys-félagsins. Eftir að hafa ferðazt meðal að- dáenda Elvis hef ég kynnzt mörgu. Þeir, sem ekki hafa fengið góð sæti, eru reiðubúnir til að greiða hinar ótrúlegustu upphæðir til að fá sæti sem næst sviðinu. Þeir borga oft 70—80 dollara fyrir 10 dollara miða, og ég veit um mann i Memphis, sem i fyrra borgaði 450 dollara fyrir þriggja dollara miða. Aðdáendur Elvis i Japan hafa tekið þar flugvélar á leigu til að komast á Wjómleika hjá Elvis i Bandarikjunum. Minjagripa- verzlun Presleys, sem hefur aðsetur i Kansas-borg, er með háa prisa. Stökkklæðnaður, sem Elvis gaf til góðgerðarstarf- semi, fór á hálfa milljón króna á uppboði — og húfa, sem Elvis kastaði til aðdáenda sinna á hljómleikum á Hawaii-eyjum, var siðar seld á 450 þúsund krónur. Þá sagði Shaver, að margir gæfu Elvis stórgjafir — ef gjöfin kostaði nógu mikið gerði fólk sér vonir um að fá sjálft að af- I henda Elvis þær — ,,og ég veit um stúlku, sem borgaði 3000 dollara — 480 þúsund krónur — fyrirbandariskasilfurnælutil að gefa Elvis — aðeins i þeirri von, að hún mundi þá hitta hann. Henni tókst það,” bætti formað- urinn við. I félagi Shavers eru meðlimir frá 26 löndum — sá elzti 89 ára gömul kona k- og hundruð innan við tiu ára aldur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.