Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 8
8 MMBIAÐIÐ frfálst, nháð daghlað Útgefandi: DagblaOiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Haliur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pét- ursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjarnleifsSon, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Svartolia d Tý og Ægi Sérfræðingarnir i svonefndri svart- oliunefnd hafa fundið út, að Land- helgisgæzlan kasti á glæ um það bil 100 milljón krónum á ári með þvi að nota gasoliu I stað svartolíu á tvö nýj- ustu skipin, Tý og Ægi. Er þá miðað við fulla nýtingu skipanna eins og væntanlega reynist nauðsynleg i yfir- vofandi þorskastriði. Þeir hafa komizt að raun um, að vélar þessara tveggja flaggskipa gæzlunnar séu einmitt gerðar fyrir svartoliu og raunar lélegri svartoliu en notuð er hér á landi. Slikar vélar séu óviða og sennilega hvergi nema hér keyrðar á öðru eldsneyti en svart- oliu. Þeir vitna lika i aðalsérfræðing framleiðanda vél- anna, sem er á sama máli, svo og i timaritið Motor- ship, þar sem hlutlausir aðilar telja svartoliu henta þessum vélum. Segist svartoliunefnd ekki skilja, hvers vegna ekki sé þegar I stað fyrirskipað að nota svartoliu á þessi tvö skip. Svartoliunefnd reiknaði með, að eðlileg nýting þessara skipa væri 30 dagar á fullri ferð, 200 dagar á hálfri ferð og 70 dagar á fjórðungs ferð. Með slíkri nýtingu kostar gasolian 140 milljón krónur á skip, en svartolian aðeins 90 milljón krónur á skip. Kostnaðurinn við aukabúnað vegna svartoliunnar nemur að mati nefndarmanna um 10% af sparnaði fyrsta ársins og kostnaðurinn við aukið vélaslit inn- an við 2% af árlegum sparnaði. Með þessu virðist vera fundin leið til að halda varðskipunum miklu meira úti en nú er gert. Af sparnaðinum mætti greiða kostnað við skiptiáhöfn, svo að varðskipin geti i þorskastriðinu jafnan verið á sjó, þótt áhafnirnar taki sin eðlilegu fri. Sparnaðurinn ætti lika að gera Landhelgisgæzl- unni kleift að halda uppi tveimur áhöfnum á flugvél sinni. Þar með ætti hún að nýtast tvöfalt betur og gera kaup á viðbótarflugvél óþörf að sinni. Flug- félögin hafa fleiri en eina áhöfn á hverri flugvél sinni til að nýta f járfestingarkostnaðinn sem bezt og ætti gæzlan að geta gert slikt hið sama. Svartoliunefnd hefur sent Landhelgisgæzlunni, dómsmálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu bréf með niðurstöðum sinum. Þótt nokkur timi sé liðinn, hefur gæzlan ekki enn svarað bréflega. Og ekki bólar á aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að stöðva sóun gæzlunnar á fjármunum skattgreið- enda. Þetta er óneitanlega hið furðulegasta mál. Sér- fræðingar styðja sitt mál með svo sterkum rökum, að óyggjandi virðist. Yfirstjórn Landhelgisgæzl- unnar virðist aðeins geta svarað með hliðstæðum útúrsnúningum og felast i svörum hennar við gagn- rýni á kaupum annarrar stórrar gæzluflugvélar. Hér dugar hvorki sérvizka né lúxus. Fyrirskipa þarf nú þegar svartoliu á Tý og Ægi og nota sparnaðinn til að kosta skiptiáhafnir á varðskipin og gæzluvélarnar i yfirvofandi þorskastriði. Dagblaðið. Fímmtudagur 9. október 1975 Bandaríkjastjórn sökuð um afskipti af innanríkismólum Ítalíu J Vegna Bandaríkja- heimsóknar fyrrum emb- ættismanns ítölsku fas- istastjórnarinnar hefur skugga mikinn borið á samskipti ítalíu og Bandaríkjanna. Vegna þessarar heimsóknar hefur hafizt umræða — efablandin mjög — um stefnu stjórnar Banda- rikjanna gagnvart ítalíu. Giorgio Almirante er 61 árs. Hann er ekki einasta fyrrum fasistaforingi, heldur og leiðtogi hins nýja fasistaflokks landsins. Nefnd ferð hans til Bandarikj- anna hefur einnig orðið sendi- herra Bandarlkjanna i Róma- borg, John Volpe, til mikillar hneisu. Þegar fréttist um heimsókn Almirantes til USA skömmu eft- ir að hann fór þangað 27. september sl. gaf bandariska sendiráðið þegar í stað út yfir- lýsingu þess efnis að hann væri i einkaheimsókn og með ferða- mannavegabréf. Heimildir Reuter-fréttastof- unnar i Róm herma, að sendi- ráðið þar hafi einnig sent utan- rikisráðuneytinu i Washington hraðskeyti, þar sem sagði að á engan hátt mætti lita út fyrir að Almirante væri i opinberri heimsókn. Hann væri leiðtogi stjórnmálahreyfingar sem ætti yfir höfði sér að verða bönnuð sem ólögleg endurvakning fas- istaflokks Benitos Mussolinis. Sendiherrann blandar sér í innanríkismál Þegar Almirantekom aftur til Rómar i siðustu viku tjáði hann fréttamönnum að i heimsókn- inni hefði hann ekki bara hitt „Bjargvœttur þýddur' um bókina „Bjargvœtturinn í grasinu" eftir J.D. Salinger í þýðingu Flosa Ólafssonar 198 bls, Bókaklúbbur AB Amerikanar eru lukkuleg þjóð hvað bókmenntir snertir. Þeir eru yfirleitt lausir við intell- ektúal einstaklingshyggju franskra rithöfunda og ekki eins háðir hefðbundinni skáldsögu- ritun og enskir höfundar. I stað þess nálgast þeir skáldsöguna eins og óplægða jörð, til að gera úr henni eitthvað sem endur- spegli strauma samtimans á trúverðugan hátt. Og vart er hægt aö neita þvi að þetta hefur ameriskum rithöfundum tekist einstaklega vel á þessari öld. í bókum eins og „Farewell to arms” eftir Hemingway, „The Great Gatsby” Fitzgeralds er kvika samtfrnans höndluð á bæði pragmatiskan og skáldleg- an hátt og samtíma lesendur, bæöi utan og innan Bandarikj- anna, töldu sig finna i þeim eig- in spegilmynd í hnotskurn. Nær okkur er svo „On the Road” Kerouacs, sem er lifandi tákn eirðarleysis „Beat”tim- ans, svo „Catch 22” eftir Heller sem fjallar um absúrditet siðari heimsstyrjaldar og jafnframt um Vietnam og sömuleiðis sprettur bók Ken Keseys, „One flew over the Cuckoo’s nest”, beint út úr friðsamlegu stjórn- leysi hippatimabilsins. Lykilverk Allar eru þessar bækur lykil- verk að tiðaranda i Bandarikj- unum á hverjum tima þótt erfitt sé að spá um hvort þær muni allar lifa og verða lesnar af komandi kynslóðum sem bók- menntir fremur en heimildar- skáldsögur. Ég er sjálfur ekki i neinum vafa um að Heming- way, Fitzgerald og Heller munu áfram verða lesnir en efast aft- ur á móti um langlifi Kerouacs og Ken Keseys þótt ég hafi stór- kostlega gaman af þeim báðum. En ef til vill eru hugleiðingar af þessu tagi tilgangslausar þvi rithöfundar skrifa fyrst og fremst fyrir samtima sinn en ekki framtiðina. Ein bók enn hefur verið nefnd „lykilverk”, þ.e. „Catcher in the Rye” eftir J. D. Salinger, og er hún kom fyrst út 1945 þótti Bók menntir hún einstaklega markviss tján- ing á hugsanagangi ameriskra unglinga á árunum fyrir 1950. Nú er þessi bók komin út á Islensku I þýðingu Flosa Ólafs- sonar, en aðeins fyrir meðlimi Bókaklúbbs Almenna bókafé- lagsins.Titill hennar er hartnær óþýðanlegur og hefur Flosi snarað honum yfir á álika órætt mál og nefnir „Bjargvætt- urinn i grasinu”. Er ég ekki frá þvi að greinirinn sé til lýta, eins og Ólafur Jónsson impraði á i umfjöllun sinni i Visi um dag- inn. Lágt skrifaður Hefur svo „Bjargvætturinn” haldið kynngi sinni? Á hann enn erindi við kynslóð okkar? Ekki telja bandariskir bókmennta- menn og er Salinger heldur lágt skrifaður meðal þeirra eins og stendur. Liklega ræður þar um nokkru að Salinger hefur ekki tekist að skrifa meiri háttar bók siðan „Bjargvætturinn”kom út. Hann hefur siðan einbeitt sér að þvi að skrifa um nokkra með- limi irskrar gyðingafjölskyldu, Glass familiuna, sem öll er meira og minna sérvitur og ut- angarðs og eyðir miklum tima i að útskýra á sér-meðvitandi hátt hlutverk sitt innan sögu- þráðar höfundarins. Af þessum siðari skrifum Salingers er „Franny” liklega heilsteyptust, listilega skrifuð og bliðlega meinhæðin, en „Zooey” er aftur á móti þrungin tilgerð og sjálfs- ánægju höfundar og er langt frá þvi að vera það mikla meistara- stykki sem gagnrýnendur vildu meina er hún kom út. Annar limur fjölskyldu þessarar er svo „Seymour”, sem út kom 1963, og á Salinger þar greinilega erfitt með að losa sig við dálitið gamaldags esþetíska tilgerð I persónusköpun sinni, þótt finna megi góða punkta innan um. Áhugi höfundar á Zen-búddisma og japönskum ,,haiku”skáld- skap, ásamt lymskulegu menn- ingarsnobbi, hefur einnig valdið þvi að önnur verk hans um „fjölskylduna” hafa ekki náð til lesenda nútimans. Gervipersónur En aftur til „Bjargvættar- ins”. Ég er ekki frá þvi að hann hafi ennþá eitthvað að segja okkur. Hann fjallar i stuttu máli um ungling á tilfinninga- legum timamótum, um það bil að hverfa úr heimi æskunnar yf- ir i veröld fullorðinna. Honum gengur illa I skóla og finnst hann hrærast innan um tómar gervi- persónur og hleypst þvi á brott úr skólanum. Hann eyðir eirð- arlausri helgi i New York i gerviheimi annars flokks gisti- húsa, næturklúbba og leikhúsa, ákveður að sofa hjá vændiskonu en hættir við og er barinn af út- gerðarmanni hennar. Hann ráf- ar um, hittir leiðinlega kunn- ingja, rabbar við alls konar fólk, heimsækir litla systur sina, læt- ur hugann reika um menn og málefni og verður siðan veikur af þreytu og hungri. Og i lok bókarinnar er hann enn i reiði- leysi, veit ekki hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur þvi „hvernig veit maður hvað maður ætlar að gera fyrr en maður gerir það?” Mál Saling- ers, eða réttara sagt Holdens Caulfields, söguhetjunnar, er eins konar slengienska sem minnir á sögur Runyons og fylg- ismanna hans, sem túlkar ágæt- lega stórkarlalegan talanda unglings á gelgjuskeiði. Flosi snarar þessu málfari yfir á bráðskemmtilega „gæja’Ts- lensku eftirstriðsáranna, án

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.