Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.10.1975, Blaðsíða 13
Dagblaðiö. Fimmtudagur 9. október 1975 13 jttir íþróttir 7 íþróttir íþróttir íþróttir 1 ' utan og núReykjavikurmeistarar. > Guðmundsson. formaður handknattleiksdeiidar, Þorsteinn Jóhannsson, Sigfús son, Viggó Sigurösson, Karl Benediktsson þjálfari. Neðri röð: Erlendur » bikarinn, Eggert Guðmundsson, Jón Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. DB- iTARATITILL , MÁNUÐUM iykjavíkurmótsins í gœrkvöldi í Laugardalshöll i 15 og KR-ingar með boltann. Hilmar : brauzt inn á linu, en skot hans geigaði og minn maður lá eftir og vildi fá - dæmt — Vikingar brunuðu upp og - Viggóbrauzt i gegnum eyðu — þar var r enginn. Hilmar var að skokka til baka - — og 16.mark Vikinga var staðreynd. Mark, sem skipti sköpum i Ieiknum. Furðulegt má það teljast, að jafnleik- reyndur leikmaður og Hilmar skuli láta mistök sem þessi henda sig. Vikingar sigu þarna fram Ur og sigr- uðu 19-16. Sennilega hefur ekkert islenzkt lið eins mikla breidd og Vikingur nú. Ungir strákar, sem eiga framtiðina fyrir sér. 1 gærkvöldi átti Þorbergur stórleik — skoraði 7 mörk — ungur leikmaður, sem óneitanlega minnir mann á Jón Hjaltalin. Stefán Halldórs- son og Viggó Sigurðsson skoruðu 3 mörk hvor. Greinilegt, að Stefán er að komast i sitt gamla form. Páll skoraði 2 mörk bæði úr viti, en hann var i stöðugri gæzlu allan leikinn. Jón Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Sigfús Guðmundsson og Erlendur Hermannsson skoruðu eitt mark hver. Loksins virðist vesturbæjarliðið vera að ná upp góðu liði og er það vel. í liðinu eru ungir og athyglisverðir leikmenn eins og Simon Unndórsson — skoraði 4 mörk — Sigurður P. Óskars- son, skoraði 3 falleg mörk úr horninu. Einnig fannst mér Ingi Björgvinsson athyglisverður þó hann skoraði ekki i þessum leik. Markhæstur KR-inga var ,,gamli” maðurinn, Hilmar Björnsson með 7 mörk. Kristinn Ingason og Þor- varður Guðmundsson skoruðu eitt mark hvor. Emil Karlsson stóð sig vel I markinu og er endurkoma hans mik- ill styrkur fyrir KR. A undan leik KR og Vikings léku IR og Þróttur um 5.-6. sætið. IR-ingar sigruðu örugglega 24-15 og var gott að sjá til gamla góða IR leika af eðlilegri getu. Er skemmst frá að segja að Þróttur átti aldrei möguleika gegn 2. deildarliðinu, sem skoraði mörg sér- lega falleg mörk og var þar Brynjólfur Markússon drýgstur. Greinilegt að erfiður vetur er framundan hjá Þrótti — reynsluleysi háir tilfinnanlega. Bjarni Jónsson þjálfari þeirra á mikið verk fyrir höndum i vetur. hhalls Stefán Halldórsson skorar eitt af þremur mörkum sinum fyrir Vik- ing i leiknum í gærkvöldi. Ljós- mynd Bjarnleifur. Einn minn albezti með Liege-liðinu! — sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir að Standard Liege gerði jafntefli við belgísku meistarana, Molenbeek, í gœrkvöldi Guðgeir fœr frábœra déma í belgísku blöðunum_ Þetta var hreint frábær ieikur og spenna gifurleg á áhorfenda- pöiiunum. Belgiska meistaralið- ið, Molenbeek, komst i 2-0 mjög fljótt — en okkur tókst að jafna. Ég átti bæði mörkin — skoraði jöfnunarmarkið af varnarmanni, og i heiid finnst mér þetta einn al- bezti leikur, sem ég hef leikið fyrir Standard, sagði Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumað- urinn góðkvinni, þegar Dagblaðið ræddi við hann I morgun. Heil umferð var i 1. deildinni belgisku i gær og liðin, sem Is- lendingarnir, Asgeir og Guðgeir Leifsson, leika með gerðu bæði jafntefli. En við skulum lita á úr- slitin áður en lengra er haldið. Malines—Louvere 1-0 Anderlecht—Liegeois 4-1 Ostende—Beerschot 2-2 Standard—Molenbeek 2-2 Charleroi—Malinois 1-1 Antwerpen—Beringen 2-1 Waregen—Beveren 2-1 Lokeren—Brugge 0-2 Berchem—Lierse 0-1 Þetta var stórgóður leikur við Molenbeek, sagði Ásgeir enn- fremur — belgiska meistaraliðið er gott, og það leit ekki vel út fyrir okkur i byrjun. Eftir 20 min. var staðan orðin 2-0 fyrir meistarana. En við gáfumst ekki upp — fórum að sækja og sóttum nær látlaust allan siðari hálfleikinn. Það tókst að jafna — og litlu munaði að við næðum báðum stigunum. Fyrra mark okkar skoraði Gorez — ég igaf á hann— og hann nýtti tæki- færiö vel. — Skömmu stðar átti ég fast skot á markið. Knötturinn kom i varnarmann og hafnaði I netinu og þá varð mikill fögnuður á áhorfendapöllunum. En þrátt fyrir mikla pressu lokakafla leiksins tókst okkur ekki að hala inn bæði stigin. En þetta var frábær leikur. Ég talaði við Guðgeir i gær- kvöldi eftir leikinn, hélt Asgeir áfram — og það lá nokkuð vel á Asgeir Sigurvinsson honum. Lið hans, Charleroi, gerði jafntefli við Malinois á heimavelli og Guðgeir sagði mér, að þeir hefðu verið óheppnir að hljóta ekki bæði stigin. Charleroi sótti miklu meira i leiknum. Lið Guðgeirs gerði einnig jafn- tefli á heimavelli sl. laugardag og Guðgeir skoraði þá eina mark Charleroi. Það hefur verið mikið skrifað i belgisku bföðin um leik liðsins og Guðgeiri þar mjög hælt. Sagður bezti maður Charleroi i leiknum — og annað eftir þvi. Já, Guðgeir má vera mjög ánægður með þá dóma, sagði Asgeir að lokum. Lokeren er nú efst i 1. deildinni Guðgeir Leifsson. með 13 stig, en siðan koma nokkur íið með 12 og 11 stig. Standard Liege erskammt undan — með niu stig. Þó Charleroi hafi náð tveimur stigum að undan- förnu er liðið enn i neðsta sæti — er með þrjú stig eins og Beringen. Flemming Hansen orð- inn markakóngur Dana Flemming Hansen er nú orð- inn markakóngur dansks hand- knattleiks — það er i landsleikj- um. Á mótinu i Kanada á dögun- um skoraöi Flemming niu mörk i leiknum við Pólland og komst þannig upp i 301 landsliðsmark. Bætti þar með met Mogens' Olsen um sex mörk. Oisen hafði skorað 295 mörk i 71 landsleik — en Flemming hefur lcikið G4 landsleiki og er kominn með 301 mark. Hann á áreiðanlega eftir að skora mörg i viðbót — mcðal- tal þessarar mestu „skyttu” dansks handknattleiks er rúm- iega 4.7 mörk i landsleik. Danir eru stoltir af þessu landsleikja-markameti Klem* ings Hansen, þvi flestir lands- leikir hans hafa verið gegn „toppþjóðum” Evrópu á þess- um vettvangi. — I sfðustu leikj- um hefurFlemmíng, sem leikur með Freclerieia, verið miklu virkari en áður i spilinu. Er miðvörður i vörninni. En þó Flemmíng skoraði niu mörk gegn Póllandi i Kanada tapaði danska liðið í leiknum með fimm marka mun, 24-29 — Dönsku blöðin voru ekki hrifin af kanadisku dómurunum, sem dæmdu leikinn. Þeir hefðu bók- staflega ekkert þekkt i reglun- um — dæmt eins og um körfu- bolta væri aö ræða. Að visu fengu Danir tiu vitaköst i leikn- um — en þeim fannst það ekki vcga upp á móti, að danskir leikmenn voru reknir af leik- velli samtals I niu minútur. Þar sluppu Pólverjar hins vegar al- veg. i leiknum við Sovétrikin i Kanada átti danska liðið prýöi- legan leik, þó svo það tapaði leiknum með þriggja marka mun 20-23. Það lék betur en gegn pólska liðinu og staðan i leikhléi var 12-12.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.