Dagblaðið - 31.10.1975, Síða 13
Hagblaðið. Föstudagur 31. október 1975.
Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975.
13
12
ð
íþróttir
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Möguleikar enskra
nú jafnvel minnstir
— eftir tapleik gegn Tékkum í Evrópukeppni landsliða í gœr
Englendingar urðu fyrir miklu
áfalli i gær þegar þeir töpuðu fyr-
ir Tékkum i Bratisiava — 2-1 i
Evrópukeppni iandsiiða. Já, rétt
eins og i Póllandi fyrir heims-
mcistarakeppnina i Þýzkalandi
brugðust Englendingar á örlaga-
stundu.
t fremur lélegum leik þar sem
Tékkar voru þó betri náðu Eng-
lendingar forystu, Keegan, sem
lék sem tengiliður, lék á þrjá
varnarmenn Tékka.gaf siðan góð-
an bolta á Channon, sem var
óvaldaður innan vitateigs,
Channon urðu ekki á nein mistök,
lyfti boltanum örugglega yfir
Viktor, markvörð Tékka. En hafi
Englendingar haldið, að þetta
yrði auðveldur leikur, þá skjátl-
aðist þeim. Maxny útherji Tékk-
anna var hreint óstöðvandi. Á 44.
minútu gaf hann góðan bolta fyrir
og Nehoda skallaði glæsilega
framhjá Clemence i enska mark-
inu. Strax á 2. minútu siðari hálf-
leiks var Mazny enn á ferð — aft-
ur gaf hann góðan bolta fyrir og
Peter Gallies sendi boltann i
mark Englendinga — staðan 2-1
og Tékkar höfðu skorað tvö mörk
á 4 minútum. Var nú sem Eng-
lendingar vöknuðu upp af vond-
um draumi og fóru að sækja
ákaft. En eins og svo oft áður gátu
þeir ómögulega skorað. Allt kom
fyrir ekki. Eftir þennan ósigur
Englendinga minnkuðu mögu-
leikar þeirra verulega.
Litum á stöðuna i 1. riðli:
England...........5 3 1 1 10-2 7
Tékkóslóvakia.......4 3 0 1 11-4 G
Portúgal .........3 111 2-5 3
Kýpur........... 4004 0-12 0
Af þessu má ljóst vera, að
möguleikar Tékka eru nú mestir
en Portúgalir eiga lika mögu-
leika. Þeir hafa tapað jafnmörg-
um stigum og Englendingar en
eiga bæði Tékka og Englendinga
eftir i Lissabon og er ekki að efa
að þá mun hart barizt.
Leikirnir sem eftir eru:
12/11 Portúgal — Tékkóslóvakia
19/11 Portúgal — England
23/11 Kýpur — Tékkóslóvakia
3/12 Portúgal — Kýpur
h.halls
Eigum allgóða möguleika
„Ég bíð spenntur eftir leikjun-
um um helgina vegna þess, að ég
held og trúi, að við eigum nokkuð
góða möguleika á að vinna Eng-
lendinga,” sagði dr. lngimar
Jónsson, formaður Blaksam-
bands tslands, i viðtali við Dag-
blaðið i morgun.
,,Það hafa átt sér stað miklar
framfarir i blaki hér á landi.
Reyndar held ég að blakiþróttin
standi á timamótum og i vetur
springi þetta út.”
Um helgina verða tveir lands-.
leikir i blaki i iþróttahúsi
Kennaraháskóla Islands. Þá
mæta íslendingar i fyrsta sinn
Englendingum. Eins og gefur að
skilja eru Englendingar okkur
óþekkt stærð.
FYRSTI SIGUR IS-
LANDS EÐA FÆREYJA?
Fyrsta landskeppni islands og
Færeyinga ibadminton verður i
Laugardalshöllinni i kvöld og
hefst kl. 20.00. Leiknir verða
fimm lcikir — þrir i einliðaleik
og tveir i tviliðaleik. Keppendur
verða Haraldur Korneliusson,
Friðleifur Stefánsson, óskar
Guðmundsson, Steinar
Petersen, Sigfús Ægir Árnason
og Ottó Guðjónsson.
Fyrir Færeyjar keppa Poul
Michelsen, Hans D. Steenberg,
Pétur Hansen, Egil Lyngsöe,
Svend Steenberg — en
varamenn verða Jan Joensen og
Guðmund Niclasen. Myndin að
neðan er af Færeyingunum.
A laugardag veröur opið mót i
íþróttahúsinu I Garðahreppi og
keppa Færeyingarnir þar ásamt
beztu badmintonmönnum ts- 1
lands og nokkrum A-flokks-
mönnum. Það mót hefst kl.
13.30.
Landskeppnin i kvöld er hin
þriöja, sem islendingar leika —
áður tapleikir gegn Norð-
mönnum og Finnum, en Fær-
eyingar leika i fyrsta skipti
landskeppni I badminton.
Eina viðmiðunin, sem við höf-
um, eru leikir okkar við Skota.
Við töpuðum fyrir Skotum 0-3,
hrinurnar fóru 4-15, 11-15, 13-15.
Þannig að ekki munaði miklu.
Hins vegar léku Skotar og Eng-
lendingar nýlega og sigruðu Skot-
ar 3-1. Samkv. þessu ætti að
vérða nokkuð jöfn barátta. Fyrri
leikurinn verður á laugardag kl.
17.30 og sá siðari á sunnudag á
sama tima.
Liðið verður skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Guðmundur Pálsson, Þrótti, hann
er fyrirliði.
Valdemar Jónasson, Þrótti
Gunnar Arasón, Þrótti
Páll Ólafsson, Vikingi
Gestur Bárðarson, Vikingi
Elias Nielsson, Vikingi
Helgi Harðarson, IS
Sigfús Haraldsson, IS
Indriði Arnórsson, IS
Liðsstjóri verður Halldór Jóns-
son.
Aðalfundur
handboltamanna
í Breiðabliki
Handknattleiksdeild Breiða-
bliks i Kópavogi heldur aðalfund
sinn mánudaginn 4. nóvember
n.k. og hefst fundurinn kl. 21.
Fundurinn verður haldinn i sam-
komusal Kársnesskóla.
— sagði dr. Ingimar Jónsson um
landsleiki íslands og Englands í blaki
Höstmilen—og Lilja
3ja í kvennaflokki
Konur voru um fimmti hluti
keppenda og þar varð Lilja þriðja
á 45 min. og 29 sek. og það er all-
gott hjá konu i 11 km erfiðu
skógarhlaupi. Rosita Wester-
holm, Norrköpping, náði beztum
tima kvennaanna — hljóp á 43.14
min.
Veður var hið bezta, þegar
hlaupið fór fram ,,og ég tók þetta
meira sem æfingu, þvi ég er held-
ur slök i skógahlaupum”, sagði
Lilja, þegar Dagblaðið ræddi við
hana um hlaupið.
„Þetta var anzi erfitt hlaup —
strembnar brekkur og margar
þeirra langar. Fyrstu 6 km gengu
þó vel, þó ég væri þreytt eftir all-
ar brekkurnar — en siðustu fjórir
km voru það versta i þessu 11 km
hlaupi. Upp og niður i móti og
mjóir stigar. Ég missteig mig, en
hélt þó áfram”, sagði Lilja enn-
fremur.
Það cr mikiil fjöldi I skógarhlaup-
unum i Sviþjóð eins og sést á
þessum myndum. Þær voru tekn-
ar i Höstmilen i Norrköping sl.
sunnudag. Á minni myndinni er
Lilja Guðmundsdóttir önnur og
ekki að sjá nema allt séu karl-
menn i hópnum nema hún. Neðri
myndin var tekin, þegar hlaupið
var nýhafið.
Sigurvegari i hlaupinu var
Partanen, sem er i sama félagi og
Lilja og Rosita, á rúmum 34 min.
Stúlkurnar i IFK Norrköping
sigruðu i 3ja manna kvenna-
keppninni.
Þetta er ef til vill táknræn mynd um gang Evrópuleiksins i gærkvöldi
Rogers og skorar auðveldlega. Rogers tókst litið að hafa tök á honum
— bandariski risinn Rennie Canon hjá Playboys gnæfir hátt yfir landa sinn Jimmy
— og þvi fór sem fór. DB-mynd Bjarnleifur.
— Var í sigursveit IKF Norrköping og
hljóp vegalengdina — 11 km á 45.29
Lilja Guðmundsdóttir, islands-
methafinn i 800 og 1500 metra
hlaupum, tók þátt i miklu skógar-
hlaupi — Höstmilan — i Norrköp-
ing i Sviþjóð sl. sunnudag og stóð
sig prýðilega. Varð i 3ja sæti i
kvennaflokki — en nr. 88 samtals.
Um 500 keppendur hófu hlaupið —
en rúmlega 300 komu i mark.
Þetta er eitt mesta hlaup, sem fer
fram þarna um slóðir.
hönd Islands á Olympiuleikunum
i Montreal næsta sumar. Hún hef-
ur hlaupið 800 m á 2:08.5 min. og
skortir aðeins hálfa sekúndu á
Olympiulágmarkið. Það ætti að
verða létt hjá henni næsta vor —■
þvi Lilja æfir vel og er núna mikiu
sterkari en á sama tima i fyrra.
----------------->
Það var aldrei glœta hjá
Ármanni í Evrópuleiknum!
— Finnska liðið Playboys sigraði Ármenninga með yfirburðum
í Laugardalshöllinni í gœrkvöldi. Skoraði 88 stig gegn 65 Ármanns
— Ég bjóst við islenzka liðinu
stcrkara — já, við vorum meira að
segja hálfhræddir fyrir leikinn. En
þegar blökkumanninum i Ármanns-
liðinu mistókst i hinum auðveldustu
tækifærum i byrjun leiksins hvarf ótti
minn, sagði einn af fararstjórum
finnska liðsins, Kari Pekkala, eftir
sigur finnska liðsins Playboys frá
Helsinki gegn Armenningum i
Laugardalshöll i gærkvöldi. Lokatölur
urðu 88—65 fyrir Finna og eftirleik-
urinii ætti að vera auðveldur hjá þeim
að komast i 2. umferð Evrópukeppni
bikarhafa. Slðari leikur Playboys og
Armanns verður í Helsinki i næstu
viku.
Nokkrir islenzku leikmannanna
komu mér á óvart, hélt Pekkala
áfram, — nr. 5, Jón Sigurðsson, erafar
leikinn með knöttinn — og einnig ungi,
ljóshærði pilturinn nr. 13, Guðsteinn
Ingimarsson. Hins vegar tókst þeim
ekki eins vel út allan leikinn og i
byrjun — og þvi varð munurinn svona
mikili okkur i hag.
Körfuskotin voru slök hjá Armenn-
ingum, enda við ramman reip að
draga — þeir fengu aldrei frið.
Varnarleikur finnska liðsins var það
góður, sagði Guðmundur
Þorsteinsson, körfuknattleiks-
maðurinn kunni, og Jón Otti, KR-
ingur, bætti við. Jimmy Rogers virtist
algjörlega þjakaður af taugaspenn-
unni — náði sér ekki á strik nema kafla
i siðari hálfleiknum. Það hafði mikil
áhrif til hins verra á leik Ármenninga.
Það var aöeins jafnræði með
liðunum fyrstu minúturnar.siðan fór
finnska liðið að siga fram úr. Þó hefði
blökkumaður þeirra Armenninga,
Rogers, miklu getað breytt þar um —
hitti ekki i körfuna úr auðveldustu
færum. Staðan varð 11—6 fyrir Play-
boys — en þegar Ármanni tókst að
minnka muninn var spenna á áhorf-
endapöllum. Um 800 áhorfendur,
sennilega mesti fjöldi, sem hér hefur
horft á körfubolta, var með á nótunum
og hvöttu sina menn. En Ármenningar
brugðust — og Finnarnir voru fljótir
að snúa leiknum sér aftur i hag. I hálf-
leik var staðan 43—32 fyrir Playboys.
Bandariski blökkumaðurinn Rennie
Canon — hæsti maður á vellinum 2.06
m, sem hafði farið rólega i sakirnar
framan af — lét mjög að sér kveða,
þegar liða tók á leikinn, ásamt öðrum
risa úr finnska liðinu, Sarkalathi. Þeir
áttu auðvelt með að koma knettinum
rétta boðleið — og munurinn jókst. U m
miðjan hálfleikinn var orðinn 23 stiga
munur — og þá fóru leikmenn Play-
boys að taka lifinu létt. Lögðu sig
greinilega ekki alla fram — enda ekki
þörf og þessi munur hélzt til loka.
Áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum
með Armanns-liðið — beztu leikmenn
liðsins brugðust. Jón Sigurðsson var
bezti maður á vellinum framan af —
en datt illa i byrjun siðari hálfleiks og
náði sér ekki á strik eftir það. Skoraði
ekki körfu i hálfleiknum. Jimmy
Rogers var miður sin i byrjun —
aðeins smákafla i siðari hálfleik, sem
Risabingó
í Keflavík
tþróttabandalag Keflavikur gengst
fyrir fyrsta risabingói haustsins i Fé-
lagsbiói i Keflavik i kvöld. Mikið úrval
er af góðum vinningum — meðal ann-
ars tvær utanlandsferðir, rafmagns-
tæki, gullúr og fleira. Bingóið hefst kl.
21.00 og verða spilaðar 18 umferðir.
hann sýndi sinar réttu hliðar. öðrum
leikmönnum Ármanns — nema þá
helzt Birgi Birgis — tókst ekki að hefja
upp merkið, þegar máttarstólparnir
voru miður sin.
Stigahæstir hjá Playboys voru
Canon með 23 stig, Sarkalathi 19 og
Koskivara 10, en stig Ármanns
skoruðu Rogers 24, Birgir 11, Jón 10,
Guðsteinn 8, Björn Christensen 5,
Sigurður Ingólfsson 4, Björn
Magnússon 2 og Jón Björgvinsson eitt.
Ámorgun, laugardaginn 1. nóv-
ember, verður aftur slikt skógar-
hlaup og vegalengdin þá 14 km.
,,Ég veit ekki hvort ég verð með
— en ef ég hleyp verður það bara
sem æfing. Félag mitt vill endi-
lega að ég keppi”, sagði Lilja að
lokum.
Þess má geta, að Lilja hefur
mikla möguleika á að keppa fyrir
íþróttir
Meira að segja Þjálfi er I góðu skapi
^ Ah, þú ert
breyttur,
-------'Þú áttir frábæran
Lolli á eftir að segja )
ýmislegt. Hann mun
segja, að við getum ekki