Dagblaðið - 14.01.1976, Side 8

Dagblaðið - 14.01.1976, Side 8
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976. **%ér^m m *»■ W#*W' - *** T HVER Á AÐ BORGA, EIGA OG REKA KROFLU OG BYGGDARLÍNUNA NORDUR Enn er óljóst hver á að borga, eiga og reka Kröfluvirkjun og sama er að segja um byggðar- linuna norður, eða „hundinn” eins og hún er gjarnan kölluð. Jakob Björnsson, orkumála- stjóri, staðfesti i viðtali við DB að þetta væri staðan nií, en heimild værifyrirþviílögum að Norðurlandsvirkjun ættiog ræki virkjunina. Norðurlandsvirkjun er hins vegar ekki til en nefnd starfar að könnun á grundvelli stofnunar hennar. Að sögn Jakobshafa sams konar nefndir verið stofnaðar fyrir Vestfirði og Austurland og er tilgangur þeirra að koma á samhæfingu orkumála i landshlutunum og jafnvel að koma á einni stofnun i hverjum landshluta, likt og Landsvirkjun er á SV-landi. Að sögn Jakobs stafar þessi óvissa einkum af þvi að skipu- lag raforkumála á landinu hefur verið i deiglunni siðan 1972, og eru hugmyndir um nýtt skipu- lag ekki fullmótaðar enn. Nefndir hafa unnið að þvi verki og munu einhverjar hugmyndir vera farnar að berast ráðuneyti þar um. —GS Deildarstjóri varnarmóla- deildar: „TRÚI EKKI, AÐ ÞEIR FELIHÉR KJARNAVOPN" „Hér eru engin kjarnavopn,” sagði Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri i varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins, i morg- un. „Enda er það yfirlýst stefna islenzku stjórnarinnar, að svo sé ekki.” Páll kvaðst ekki búast við slikum ódrengskap af banda- riska varnarliðinu, að það væri að fela kjarnavopn á íslandi, enda sæi hann ekki, hvaða gagn þvi væri að þvi. Ef kjarnavopn ætti að nota, ættu að vera ein- hvers konar skotpallar fyrir þau. Það væru mannvirki, sem ekki mundu leynast. Páll kvaðst, vegna frétta i Þjóðvilj- anum einum blaða annað veifið, hafa frá einum tima til annars formlega spurt varnarliðið, hvort það hefði kjarnavopn og svarið jafnan verið neitandi. Kjarnavopn, sem geymd væru, gætu Bandarikjamenn betur geymt heima hjá sér eða i her- skipum og flugvélum en að fela þau hér á landi i óþökk is- lenzkra stjórnvalda og heimild- Axarfjörður / Oxarfjörður - HVORT ER RÉTTARA? í fréttum af jarðskjálftunum Noröanlands hefur æ oftar heyrzt koma fyrir staðarheitið Oxarfjörður. Þetta er sami fjörðurinn og er merktur Axar- fjörður á landakortum. Skýringin á þessari breytingu nafnsins er sú, að öxarfjörður er upprunalegri mynd en Axar- fjörður. tbúa við fjörðinn greinir á um hvort sé réttara og nota þess vegna bæði nöfnin, samanber öxarfjarðarhreppur við Axarfjörð. Axarfjarðarmyndin er fyrst talin koma fyrir vegna mis- skilnings danskra landmælinga- manna. Og þar sem allt er talið vera mállýti, sem frá dönskum er komið, heyrist nú eldri myndin æ oftar i fjölmiðlum. öxarfjörður skal hann heita heillin. —AT— EINAR ARNALDS HÆSTARETTAR- DÓMARI FÆR LAUSN FRÁ EMBÆTTI Forseti tslands hefur, þann 8. Einari Arnalds hæstaréttardóm- þessa mánaðar, samkvæmt til- ara lausn frá embætti frá 1. marz lögu dómsmálaráðherra, veitt að telja, samkvæmt ósk hans. Luns mun „þrýstq að" íslenzku stjérninni Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, dr. Joseph Luns, sem væntanlegur var um hádegisbilið, mun reyna að þoka til afstöðu Islendinga i landhelgisdeilunni, samkvæmt fréttum frá Brussel. Luns mun kanna, hvort mögu- leikar séu á að hefja samninga- viðræður að nýju. Diplómatar i höfuðstöðvum NATO telja, að hann muni reyna að fá íslenzk stjórnvöld til að stöðva klipp- ingar og önnur afskipti varð- skipa af brezkum togurum, sem véiða innan landhelgi. Takist honum þetta, muni hann geta fengið brezk stjórnvöld til að kalla herskipin út fyrir 200 milurnar og hefja að nýju beinar viðræður við Islendinga. Talið er vist, að Luns muni reyna að fá islenzku rikisstjórn- ina til að falla frá þeirri fyrir- ætlun að slita stjórnmálasam- bandinu við Bretland. Verði stjómmálasambandinu slitið, muni starf Luns verða örðug- ara, segja diplómatar i Brussel. Ekki er enn ákveðið, hvort Luns fer til London eftir viðræð- urnar hér eða aftur til Brussel. Bretar hafa verið hálffúlir yfir Islandsför hans. Það mun fara eftir þvi, hvaða árangri Luns telur sig hafa náð i Islandsferð- inni, hvort hann fer næst til við- ræðna við brezku stjórnina. Luns mun i dag ræða við Geir Hallgrimsson forsætisráðherra og ólaf Jóhannesson, sem ann- ast starf utanrikisráðherra i forföllum Einars Ágústssonar. Hann mun eiga fund með allri rikisstjórninni i fyrramálið. Frekari viðræður hafa ekkí ver- ið ákveðnar enn, en Reuter-fréttastofan telur, að Luns muni eiga viðræður við forystumenn stjórnarandstöð- unnar. Annað kvöld býður rikis- stjórnin honum sjálfsagt til kvöldverðar, en burt fer hann á föstudagsmorgun. —HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.