Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 2
r Um skemmti- og leiðinlegheit Péturs og ións Múla: Stormsveit menningar- stefnu ríkisútvarps- ins staðin að verki Vegna umræðna sem nýlega hafa orðið i lesendadálkum DB um skemmti- og leiðinlegheit útvarpsþulanna Péturs Péturs- sonar og Jóns Múla Árnasonar langar mig að vekja athygli á einum þætti starfs þeirra sem hreint er ekki skemmtilegur. Þulir i morgunútvarpi velja sjálfir þá tónlist sem þeir leika (það er ástæðan fyrir öllum þessum andlegu kynningum). Égstarfaði um tima með rokk- hljómsveit (Pelican) sem hélt sig mjög ákveðið við að nota en&a texta á plötum sinum. Þegar við gáfum út plötu á liðnu sumrí héldum við niður i tónlist- ardeild hljóðvarpsins á Skúla- götunni, vitandi um mikilvægi morgunútvarpsins — svo og annarra dagskrárliða — við vel heppnaða kynningu plötunnar og þeirrar tónlistar sem hún hafði að geyma. Þetta var tveggja laga plata, annað lagið islenzkt, með enskum texta, hitt enskt, einnig með enskum texta. Prúðmennið Jón Múli Árnason tók á móti okl.ur, mjög hlýlega. Jú, honum fannst gaman þegar strákarnir voru að gera plötu, hann hafði meira að segja haft mjög gaman af „Sprengisandi” i útsetningu Pelican. Hann gat þess i leiðinni að honum þætti undarlegt, að islenzk hljómsveit væri með útlenzkt nafn, — sjálf- ur kynnti hann alltaf lagið með orðum sem voru eitthvað á þessa leið: ,,Og nú förum við með Pelikönum yfir Sprengi- sand...” Okkur fannst það gott og vel hjá Jóni Múla. En þegar hann sagði okkur að það væri sjálf- sagt að leika enska lagið i morg- unútvarpinu, hið islenzka ekki, litum við hverá annan. Jón Múli útskýrði frekar að það væri meginregla sin að leika ekki is- lenzkar plötur þar sem sungið væri á ensku, þ.e.a.s. ef lagið væriislenzkt. ,,Ég vil ekki flytja lag eftir Á. Guðmundsson og B. Gislason á ensku,” sagði Jón Múli, „þvi þeir tala islenzku. Ray Dorset, aftur á móti, hann talar ensku og þess vegna er það allt i lagi.” Við ræddum þetta lengi við Jón Múla sem sagði okkur m.a. að eftir þvi sem hann vissi bezt, og hann vissi mjög vel, þá gilti sama meginregla hjá Pétri Pét- urssyni (sem er að verða einn þekktasti áhugamaður um veðurfræði hérlendis). Hér væri i rauninni um að ræða grund- vallarstefnu Rikisútvarpsins, þá að stuðla að framgangi og viðhaldi fslenzkrar tungu. Siðar gáfum við út breiðplötu þar sem allir textar voru á ensku og þá ræddum við aftur við Jón Múla. Hann var enn sömu skoðunar þá, og eftir öllu að dæma er hann það ennþá. Það mátti sem sagt ekki is- lenzkur söngvari syngja „Piccadilly challenge all, or drive us all away. I’d say your way could selltheday when Satan makes his call.” Skipstjóri: HVERSU VIÐTÆKT ER MISFERLIÐ? en aftur á móti máttu Stuðmenn syngja Skipstjóri skrifar dálkinum eftir farandi: ,,I blaði yðar sl. laugardag er þess getið að Hampiðjan h.f. i Reykjavik hafi gefið út yfirlýs- ingu viðvikjandi ólöglega trollinu sem fannst i togaranum Ingólfi Amarsyni. Gott og vel. En er allt á hreinu? Sjálfsagt reynir þetta fyrirtæki, eins og allir sem sekir eru taldir, að þvo sig. Segja má að misferli þetta hafi uppgötvazt fyrir ein- skæra tilviljun og enginn veit hve viðtækt það er. Hvað um öll hin skipin? Eftirlit með veiðarfærum virð- istvera i lágmarki. En veiðarfæri eiga að vera þannig úr garði gerð frá framleiðanda og seljanda að þau séu lögleg. Við kaupendurnir verðum að geta treyst þvi að svo sé. A þessum timum og við þær aö- stæður sem nú eru fyrir hendi verður að telja mjög ámælisvert að slík handvömm sem sú sem upplýstist þegar trollið fannst i Ingólfi skuli eiga sér stað. Ekki sizt er þetta alvarlegt þegar is- lenzk framleiðsla á i hlut. Þetta er alvörumál. Það verður að ganga hreint til verks og draga þann seka til ábyrgðar.” Skipstjóri. „...nú þrumu skuð ég narra vil i limbó.” Og úr þvi ég minnist á Stuð- menn þá langar mig að geta þess að það er bannað að segja „i stuði” I útvarpsauglýsingum. En það er önnur saga, ekki siðurhlægileg. —ÓV. STEFNA HEILBRIGÐISYFIRVÖLD AÐ SKOTTULÆKNINGUM? Guðlaug Sveinbjarnardóttir sjúkraþjálfari skrifar: „Fyrirheit um fallegt útlit og góða heilsu ná auðveldlega eyr- um manna. Þessi sannindi eru ekki ný hér á landi. Hins vegar er þaö nýnæmi þessa áratugs, að hér á landi er sprottinn upp hópur stofnana og einstaklinga, sem meö oröskrúðugum auglýs- ingum bjóðast til að rækta mönnum góða heilsu, færa fjör- dofa nýja æsku og þó einkum að nudda likama til nýrra lina og stæltra vööva. Heilbrigðisyfirvöld hafa látið starfsemi þessa óáreitta og e.t.v. með réttu talið fólki heim- ilt að kaupa sér þægindastrok- ur. Svo viröist reyndar að hlut- verk heilbrigðiseftirlitsins sé fremur fólgið i að tryggja næga lofthæð á nuddstöðunum en að leggja mat á þjónustu þá, sem þar er látin i té. Nú hafa yfirvöld ákveðiö að gera stórátak i nuddmálum með þvi að hefja kennslu „megr- unarnudds” við fjölbrautaskól- ana. Verði þar um tveggja ára nám að ræða og teljist áfangi til stúdentsprófs. Hugmynd þessi mun i heiminn borin af fjölda mætra skólamanna með nafn- bætur kennari, skólastjóri, próf- essor o.s.frv. Hér er þvi um að ræða viðurkenningu yfirvalda menntamála á tilvist „megr- unarnudds”. útilokað er, að heilbriðisyfirvöld viti ekki af þessari nýju námsgrein, þar sem námsskrá fjölbrautaskól- anna hlýtur að hafa verið athug- uð rækilega af þeirra hálfu, m.a. vegna náms sjúkraliða og hjúkrunarkvenna. Nýmæli eru oft lofsverð, en ekki alltaf. „Megrunarnudd” er þvi miður ekki til i öðrum skiln- ingi en þeim, að þeir, sem nudda, geta sjálfir af iðju sinni. orðið magrir og vöðvastætlir. Ekki er til þess vitað, að nokkur, læknir, sjúkraþjálfi eða sjúkra- nuddari hafi viðurkennt tilveru neins þess nudds, er stuðlað gæti að megrun. Aðeins hófsemi i mataræði og lfkamleg á- reynsla þess, er vill megra sig, getur komið þar að notum. En hverfum nú frá þessum nýja áfanga til stúdentsprófs og til liklegra nýmæla í starfsemi Tryggingastofnunar rikisins. Stofnun ein hér i borg hefur i nokkur ár auglýst visst sam- bland austrænna trúarbragða og leikíimisæfinga sem næstum algilt meðal við truflun á likamsstarfsemi af öllu tagi. Þegar á skortir, að kennarar þeir, sem stofnunin hefur sjálf útskrifað sem slika, geti gert grein fyrir tengslum æfinga og likamans, er gripið til háspeki, sem enginn getur sannað eða af- sannað. 1 þann mund, sem boðaður er stórfelldur niðurskurður fjár til almennra trygginga, hafa heil- brigðisyfirvöld falið Trygginga- stofnun rfkisins að athuga með hvaða hætti sé unnt að gefa sjúklingum kost á trúarleikfimi slikri, sem hér að framan hefur verið greint frá. Eigi skal leita samninga við iþróttakennara eða guðfræöinga til að sinna þessu nýja áhugaefni heil- brigðisyfirvalda. Trygginga- stofnun rikisins hefur fyrirmæli um að leita til aðila, sem vitað er að ekki hefur neinn þann i þjónustu sinni, er til þessa hefur þótt hæfur hér á landi til að hafa styrkhæfa meðferð sjúkra með höndum. Hér er ekkert gamanmál á ferðinni. Sá lofsveröi ásetningur að lækka rikisútgjöldin virðist ekki rista djúpt eigi persónuleg sambönd að ráða þvi hvaða stofnanir komist á rikisfram- færi. Ráði eigi málefnaleg af- staða stjórn heilbrigðismála nú er sú spá nærtæk að innan tfðar verði öll starfsemi nuddstofa og „Þeir sem nudda geta sjálfir al iöju sinni orðið magrir og vöðvastæltir.” snyrtistofa komin á rfkisfram- færi, þ.e. takist forráðamönnum þeirra að tileinka sér nauðsyn- legar háspekilegar kennisetn- ingar, — auk kunningsskapar við ráöamenn.” HELGA — eftir Halldór Dungal - Hér stendur aö siðasti hnerrinn þinn hafi mælzt 4.7 stig á Rikkter!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.