Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 6
6 Dagblabiö. Miövikudagur 21. janúar 1976. Bandarikjastjórn hefur varaö öll „utanaökomandi öfl” viö þvi aö hefja afskipti af borgara- styrjöldinni i Libanon. A sama tima berast fregnir um aö báöir striösaöilar beiti grimmilegum hefndaraögeröum hvor gegn öörum. Vinstrimenn (múhameös- trúarmenn) eru sagöir hafa tekiö kristnu borgina Damour og brennt hana gjörsamlega til grunna. Allir ibúarnir, sex þúsund talsins — þar af 1000 börn — flýöu. Fréttin um fall og eyöingu Damour kom i kjölfar þess aö hægrisinnaöir Falang- istar jöfnuöu borgarhverfi múhameöstrúarmanna í Beirút viö jöröu, en hverfinu náöu þeir á sitt vald á sunnu- daginn i skyndiáhlaupi. Stó’rvirkar jaröýtur hafa nú jafnaö rústirnar viö jöröu. Ibúarnir — sem eru blanda Palestinumanna, Libana og Libanon; Grimmilegar h efndarað- gerðir á báða bóga Kúrda — eru heimilislausir og matar- og klæöalausir. Taliö er aö allt aö 160 manns hafi falliö i striöinu I gær. Herforingi nokkur i Beirút staö- festi viö fréttamann Reuters i gærkvöld, aö hersveitir Palestinumanna heföu komiö yfir landamærin frá Sýrlandi. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir hermenn þar eru á ferö- inni. Vinstrimenn segja þá vera um þaö bil sex hundruð, en hægrimenn telja þá vera allt aö átta þúsund. Skákmótið í Wijk aan Zee: Ljubojevic enn með forystuna Friðrik Ólafsson og Ljuboie- vic geröu jafntefli i 4. umíerð skákmótsins i Wijk aan Zee i ilollandi i gær. Ileldur .Júgó- slavinn Ljuboievic þvi enn for- vstunni á mótinu og hefur nú hlotið 3 1/2 vinning i fjórum um- ferðum. Browne, Bandarikjunum, hef- ur 2 1/2 vinning og er i 2. sæti. Júgóslavinn Bojan Kurajic. er i 3. sæti með 2 vinninga og bið- skák. t 4.-7. sæti eru þeir F'riðrik, Tal, Langeweg og So- sonko meö 2 vinninga. Tékkinn Smejkal er f 8. sæti með 1 1/2 vinning og biðskák. t 9,—11. sæti eru svo Dvorecki, Ree og Anderson með 1 1/2 vinning hver.og loks rekur Böhm lestina með 1 vinning. Friðrik hafði hvitt á móti Lju- boievic. Tefldi hann af öryggi og var aldrei f tapha'ttu gegn and- stæðingnum. Skák þeirra Smej- kal og Kurajica var mjög skemmtileg og vel tefld af báð- um. en hún fór i bið. Skákirnar fóru annars þannig i 4. umferðinni: Böhm, Hollandi — Anderson, Sviþjóö: 1/2 - 1/2 Friðrik — I.juboievic: 1/2 — 1/2 Browne. Bandarikjunum — Dvorecki, Sovétrikjunum: 1/2 - 1/2 Ree, Hollandi — Tal, Sovétrikj- unum: 1/2 — 1/2 Kurajic, Júgóslaviu — Smejkal. Tókkóslóvaki'u: Biðskák Langeweg, Hollandi — Sosonko. Hollandi: 1/2 — 1/2 Lutine-bjöllunni fræg hjá skipatryggíngu Lloyd’s var hringt mánudaginn til merki um að skip væri týnt.Þa var norska risaskipi Berge Istra. Bjöllunni e: hringt einu sinni fyri slæmar fréttir og tvisva fyrir góðar. r HtmtNN 06 KMJUÞJONAR SMYGIA 80% AF HASSINU — segir þingmaður í Jerúsalem Kirkjunnar menn og hermenn Sameinuðu þjóðanna i tsrael hafa verið sakaðirum að bera ábyrgð á vaxandi fikniefnavandamálum i Israel. Yosef Sarid þingmaður sagði fréttamönnum i morgun, að sam- kvæmt upplýsingum lögreglu og öryggisþjónustu landsins væri miklu magni af hassi smyglað inn i landið frá Jórdaniu með bilum og i farangri fólks. „Hermenn og kirkjuþjónar færa sér i nyt, að ekki er leitað i bilum þeirra. Þeir hafa þvi smyglað inn miklu magni af hassb ef til vill allt að 80% af þvi hassi, sem kemur inn i landið,” sagði hann. Hann skýröi ekki nánar frá málinu en sagði að það væri i rannsókn og að viöeigandi ráð- stafanir yrðu gerðar. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna i Jerúsalem vildi ekkert segja um ásakanirnar. 1 opinberri skýrslu, sem birt var i tsrael i fyrradag, sagði að meira en eitt hundrað þúsund tsraelsmenn notuðu ólögleg fikni- efni. Þar af væru að minnsta kosti 1600manns, sem notuðu sterk eit- | urefni er þeir gælu ekki vanið sig I af. Áœtlunarflug Concorde hófst fyrír hádegið Flug franska flugfélagsins Air France númer 085 til Rio de Janeiro um Dakar hófst á slag- inu kl. tuttugu minútur fyrir ell- efu í morgun. Nákvæmlega fimmtiu minútum siöar voru farþegarnir hundraö á leiö sinni meö tvöföldum hraöa hljóösins. Þessir farþegar, ásamt öör- um hópi, sem hélt frá London með flugi British Airways til Bahrain, eru hinir fyrstu, sem fljúga meö fransk-brezku þot- unni hljóöfráu, Concorde, i venjulegu áætlunarflugi. Þessar tvær áætlunarferöir, sem stjórnað var mjög ná- kvæmlega meö beinu simasam- bandi á milli flugturnanna i London og Paris, svo hvorug vélin færi á undan hinni i loftið, eru hámark fjórtánára langrar baráttu fyrir lifi og starfi Con- corde, ef svo má aö oröi komast. Baráttunni er þó siöur en svo lokiö. Enn liggurekki fyrir leyfi til flugs á Noröur-Atlantshafs- leiöinni og ekki nema örfáar feröir aörar eru fyrirhugaöar á næstunni. Þaö vantar þvi mik- ið upp á aö kostnaöurinn viö framleiöslu Concorde, sem I dag nemur 1250 milljón sterlings- pundum — eöa rúmlega 430 milljöröum islenzkra króna — sé að koma aftur i kassann. Bandarisk yfirvöld hafa enn ekki fallizt á að veita Concorde lendingarleyfi i Bandarikjun- um, vegna hávaöa og mengun- ar, sem af vélinni stafar. Upphaf áætlunarflugs Con- corde er mikiö gleöiefni i augum margra, einkum þó Frakka. Frönsku dagblööin birtu öll I morgun forsiöufréttir um fyrsta flugið og Air France keypti heil- siðuauglýsingar i þeim öllum. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.