Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðiö. Miövikudagur 21. janúar 1976. 9 Rakastig hœttulega lítið í flugturninum á Vellinum — herinn fœr frest til úrbóta til 15. marz Loftræsting i flugturninum á Keflavikurflugvelli er svo slæm að komið hefur fyrir að starfs- menn hafi orðið að vera frá vinnu vegna óþæginda i öndunarfærum. Flugturninn heyrir undir flug- vallarstjórann á Keflavikur- flugvelli en embætti hans beint undir varnarmáladeild utan- rikisráðuneytisins, þannig að þetta er mál bandariska hers- ins, að sögn Eyjólfs Sæmunds- sonar hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins. Eyjólfur gerði rann- sókn á rakastigi og Joftræsti- búnaði flugturnsins og hefur nú verið veittur frestur til fimm- tánda marz til að lagfæra loft- ræstingu. „Þetta er aðallega slæmt á sumrin,” sagði Eyjólfur I sam- tali við fréttamann DB i gær. „Þá hefur rakastigið farið langt undir það, sem eðlilegt getur talizt. Mælingar okkar staðfestu það. Við snerum okkur til yfir- manna á vellinum, sem tóku málaleitan okkar vel og lofuðu að gera úrbætur. Það var um miðjan desember en siðan hefur ekkert gerzt. Það stendur á Bandarikjamönnum en við telj- um hæfilegt að allur búnaður — rakatæki og loftræstitæki — sé kominn upp fyrir 15. marz.” Að sögn Eyjólfs Sæmundsson- ar er hægt að fá öll nauðsynleg tæki hérlendis og i gegnum islenzk fyrirtæki. Hann sagði kostnaðinn vera „fáein hundruð þúsunda.” Eyjólfur vildi sérstaklega geta þess að flugturninn á Keflavikurflugvelli hefði upp- haflega verið byggður sem bráðabirgðahúsnæði handa hernum. Framkvæmdir við byggingu nýs flugturns væru á algjöru frumstigi. „Þarna er náttúrlega mikið gler,” sagði Eyjólfur, ,,og þar af leiðandi mikil útgeislun, sem lækkar rakastig til muna.” —ÓV. HJALP I VIÐLÖGUM í TJARNARBÆ Námskeið i hjálp i viðlögum á vegum Námsflokka Reykja- vikur hefst fimmtudagskvöld (22.1) kl. 8.30 i Tjarnarbæ. Byrjað verður á þvi að sýna kvikmynd um lifgunartilraunir með blástursaðferð og siðan hafðar æfingar með kennslu- brúðum. Kennari verður Jón Oddgeir Jónsson. Innritun fer fram á staðnum. „Vigtin skapar traust milli kaupmanna og viðskiptavina” sagði Jón i Straumnesi er hann sýndi okkur nýstárlega vigt sem hann fékk fyrir stuttu. Vigt þessi er ein sú fullkomnasta sinnar tegundar og mun hafa kostað rúmlega hálfa milljón króna. Vigtin sýnir með ljósi þegar ekkert er á henni en um leið og eitthvað snertir hana þá slokknar ljósið. Þvi næst koma kvarðar sem sýna með tölum vigt, verð á kg og söluverð vör- unnar. Vogin sparar einnig vinnu við að reikna út margs- konar kg-verð, þvi aðeins þarf að færa kg-verð inn á litið talna- borð neðst á voginni siðan setja vöruna á vigtina og eftir augna- blik eru vigt og vöruverð skráð með ljósum stöfum fyrir kaup- mann. Ennfremur sagði Jón kaupmaður að vog þessi væri hrein bylting fyrir kaupmenn sem notuðu mikið vigtar og virtist sem viðskiptavinir væru mjög ánægðir með nýjungina. Nokkrir aðrir kaupmenn hafa eipnig komið sér upp svipuðum vigtum. BP Borholan við Laugaland kostaði 55 milljónir — Meirihlutinn fer til Orkustofn- unarinnor „Næsta skrefið i fram- kvæmdum hjá okkur er að færa borinn á næsta borstað sem er um 700 metra frá gömlu holunni”, sagði Ingólfur Árnason hitaveitu- stjóri á Akureyri i viðtali við Dagblaðið. „Búið er að fella mastrið og unnið er að undir- búningi við borstæðið en verkamennirnir við borinn eru nú að fara i helgarfri, svo að framkvæmdir við flutn- ingana sjálfa hefjast ekki fyrr en á mánudag”. Lokið er forborun við hol- una með höggbor og voru þær framkvæmdir kostaðar með lánum frá lifeyrissjóðn- um Sameining”. Sagði Ing- ólfur að sannleikurinn væri nú sá að á fjárhagsáætlun bæjarins hefðu ekki verið veittar háar fjárupphæðir til þessara borana, enda hefði þá ekki einu sinni verið ljóst, hvort borinn Jötunn fengist norður. Um 60% af kostnað- inum eru þvi greidd úr Byggðasjóði en hin 40 verður bærinn að sjá um að útvega sjálfur. Mættu þeir á Akur- eyri þvi vel við una hvað ár- angur snertir þótt fyrri bor- holan hefði kostað þá 55 mill- jónir og áætlað væri að kostnaður við seinni borhol- una yrði um 48 milljónir. „Þar af fara 43 milljónir til borsins sem er i eigu Orku- stofnunar rikisins”, sagði Ingólfur. HP. Nú þarf ekki lengur að slumpa! VOGIN SVARAR SJÁLF HVAÐ VARAN KOSTAR Spari- merkja- múlið til ríkis- stjórnar Sparimerkjamálið er kom- ið til rikisstjórnarinnar. Hallgrimur Dalberg, ráðu- neytisstjóri i Félagsmála- ráðuneytinu, sagði i morgun að málið væri svo viðamikið og vandasamt að rétt hefði verið talið að rikisstjórnin tæki ákvörðun i þvi. Hún hefði fengið i hendur öll gögn og tillögur sem fram hafa komið. Hallgri'mur sagði að rikisstjórnin mundi vafa- laust ætla sér að afgreiða málið hið fyrsta. Félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, lýsti þvi yfir siðastliðið haust að sparimerkjaeigendur skyldu fá úrbætur sinna mála þann- ig að leiðrétt yrði það mis- rétti sem rikti við útreikning á verðtryggingu. Akveðið er að breyta aðferðum við út- reikninginn. —HH Lyfjaglös og sprautur fundust í gistiherbergi Tveir piltar handteknir fyrir þjófnað Lögreglumenn fundu i gær nokkurt magn lyfja, lyfjaglös, sprautur og fleiri áhöld og hluti sem oft eru i lyfjakössum. Fékk lögreglan tilkynningu um óeðli- legt magn þessara hluta i gisti- herbergi i Reykjavik. Leiddi þetta til handtöku tveggja pilta. Annar þeirra er skráður fyrir herberginu en þeir munu hafa verið nánir félagar. Piltar þessir eru á aldrinum 16-19 ára. Voru þeir handteknir i gær og höfðu þeir þá meðferðis ýmsan fatnað.. Kom i ljós að fatnaði þessum höfðu þeir stolið úr ibúð i Reykjavik. Rannsókn máls þeirra er á frumstigi. Talið er hins vegar að hugsanlegt sé að lyf og áhöld sem fundúst i þeirra fórum teng ist innbrotum i skip og báta og e.t.v. lyfjaverzlanir. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.