Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 11
Dagblaðiö. Miðvikudagur 21. janúar 1976. 11 Skynsamleg notkun kjarnorku getur verið til mikillar gæfu mannkynsins. En sú kjarnorkusprengja, sem oftast kemur upp I hugann — sprengjan á Hiroshima — vekur engar gleðitilfinningar. Alþjóðareglur um takmörkun neðanjarðartilrauna Kjarnorkusprengingar neð- anjarðar eru leyfilegar, samkvæmt þeim takmörkunum sem settar voru um tilraunir með kjarnorkuvopn 1963. Sovét- rikin hafa m.a. undirritað þetta samkomulag. Rússar hafa þegar beitt kjarnorkusprengjum við oliu- leit og til að skapa miklar gas- birgðageymslur i iðrum jarðar. Þær sprengjur hafa allar verið minni en Hiroshima-sprengjan. Bandarikjamenn, sem margir hverjir berjast harkalega gegn allri notkun kjarnorkuvopna af umhverfisverndarástæðum, hafa kynnt sér rækilega þá tækni sem beitt er við neðan- jarðarsprengingar. Engar áætl- anir eru þar i landi um að auka itjórnstöð kjarnakljúfs: þarna fer „hugsun” kjarnorkusprengjunnar fram. tilraunir i þá átt. \ NORÐUR- LEIÐ Þeir voru sparir á hrósið um hina stórsnjöllu sovézku vis- indamenn sem gerðu mögu- lega opnun nýrrar herskipa- gönguleiðar á milli Leningard og Múrmansk. Það átti að vera leyndarmál, að sögn blaðsins To the Point. En bandariskir njósnahnettir höfðu fundið skipaskurðinn sem er um ellefu hundruðkm langur — og auðveldar sovézka flotan- um að komast úr Eystrasalti i N-íshafið — löngu áður en tvö sovézk eldflaugaskip fóru i reynsluferðina. Aðeins 320 km af leiðinni varö að vinna með mannahöndum. Hinir átta hundruð kilómetrarn- ir liggja um vötnin Ladoga og Onega og nokkrar minniháttar ár. Nú getur sovézki flotinn, sem áður gat ekki komizt úr Eystra- salti norður um án þess að eftir væri tekið i eftirlitsstöðvum NATÓ, farið um hinn nýja skipaskurð norður i ishaf og þaðan um heimshöfin sjö. VARIÐ LAND eða hvar sem þá er nú að finna sem eiga togarana og allt það dót. Það er von að mörgum blöskri heima i Englandi sem sjá það svart á hvitu hvernig stolt Bretlands um aldir, flotinn, hefur fengið nýtt hlutverk að reyna að sigla niður margfalt smærri þjóðir. Kannski á almenningur i Bretlandi eftir að hafa vit fyrir sinum stjórnvöld- um einsog almúgi hér er farinn að lyfta einhverju i samtaki og knýja á okkar stjórn til aðgerða og reisnar. Orræðalitil rikisstjórn okkar hrópar: Luns Luns, hvað sem þessi fljúgandi Hollendingur NATÓS á að gera að hennar mati, þessi arftaki draugsins sem forðum sveimaði um höfin með svip fordæmingarinnar og byr af heljarsveljanda i seglum. En það er auðséð til hvers Bretar ætlast af honum þvi að þeir sögðu um daginn að hann þyrfti ekki að ómaka sig til Lundúna nema hann hefði sveigt tslendinga til undanslátt- ar. Annað datt rikisstjórninni lika i hug. Að senda settlegan embættismann einan sins liðs i hraðferð um riki hins þokkalega bandalags til að þiggja góðgerð- ir með öðrum etikettufróðum embættismönnum; og þær einu fréttir berast að honum hafi verið vel tekið. Nema hvað. Varla eru það fréttir i hinum diplómatiska heimi; þegar Grimur Thomsen kvaddi dönsku utanrikisþjónustuna orti hann kvæðið um hirð Goðmundar bónda á Glæsivöll- um og veizlurnar þar; þar segir að; en bróðernið er flátt mjög, gamanið er grátt. í góðsemi vegur þar hver annan. Hvernig skyldi standa á þvi að ekki hafa verið lærðir kvik- myndatökumenn að staðaldri um borð i varðskipunum, islenzkir, eða leigðir i okkar þjónustu slyngir menn úr öðrum löndum? Hefði ekki verið ástæða að leita uppi hina færustu menn til að annast frétta- og áróðursþjónustu á alheimsmiðum, hugvitsdjarfa Islendinga sem glúpna hvorki fyrir makt né prakt? Glæsileg frammistaða varðskipsmanna okkar ber ekki fullan árangur nema nái fjölmiðlum út um heim. Og til þess þarf kunnáttu og hugvit. Meðan okkar dragmælta rikisstjórn hixtar og hummar og var að biða eftir sinum Luns til að horfast alvarlega i augu við hann tók almenningur af skarið og sýndi að hann trúir ekki lengur á blekkinguna um varnarliðið og tók að loka sjálf- ur herstöðvunum. Að visu hefði fyrr mátt vera að þjóöin Sidldi hið rétta eðli bandarisku her- stöðvanna. Nú mun margan iðra þess að hann lét ginnast til þess af hinni döpru sveit sem kenndi sig við varið land að leggja nafn sitt við erindi til óþurftar islenzkum málstað. Kannski telur sú sveit undir for- ystu lagaprófessora sinna það fangelsissök að oröa hug minn á þennan veg. En það er ástæðu- laust að harma orðinn hlut heldur fagna þverrandi móður- sýki og vaxandi skilningi og að blekkingar hafa bilað, og nú ætti að gera dæmið einarðlega upp og láta herinn loksins fara. Það verður enginn hægðarleikur en sameinuð þjóð er mikið afl hvort sem hún er mannfærri — eða fleiri. Hætturnar af hérvist herliðs- ins blasa við einsog bent hefur verið á áratugum saman, nú siöast undanfarna daga i um- ræðum um kjarnavopn á Islandi. Upplýsingar um að þessi vopn séu hérlendis koma ekki frá Patriciu Hearst og simbiónesiska frelsishernum sáluga i Limbo heldur Bulletin af Atomic Scientists siðastliðið vor. Og ekki sefa svörin þeirra sem ættu að vita þann ugg sem þetta vekur. Burt með þessa ógnandi vernd. 16.1. 1975. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.