Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 15
DagblaOið. Miövikudagur 21. janúar 1976. 15 Ekkert í tízku AIls konar treflar eru ákaflega vinsælir um þessar mundir. Jafnvel er móðins að vera með fleiri en einn og fleiri en tvo. Ekki sakar að hafa þá lika I skærum litum og þá i stil við legghlifarnar. Þaö er heldur ekkert verra að vcra i legghlifunum innan undir gallabuxunum. Auövitað brettum við þær þá svolitið upp, svona til þess að sýna flottheitin. Svona klossar henta vel til gönguferða I vetrarveðrinu. Þeir eru hlýlegir þessir peysujakkar og passa jafnt við buxur sem pils. Takið eftir hvað vasar eru vinsælir I dag. Þær eru ekki amalegar þessar legghlifar sem stúlkan klæðist utan yfir gallabuxurnar. Þær gætu sem bezt verið prjónaöar úr drapplituðu, rauðu, svörtu og brúnu garni. Húfan er lika dálitið óvenjuleg og minnir einna mest á það sem litlu krakkarnir klæðast helzt. Kannski á einhver eina svona gamla I pússi sinu? Sem betur fer erum við ekki lengur bundin i neina sérstaka tizkufjötra heldur getum hrein- lega klætt okkur einsog okkur sýnist. Samt sem áður skjóta ýmis tizkufyrirbrigði upp koll- inum eins og ,,cowboy”-stigvél- in og legghlifarnar sem eiga að vera sem allra skrautlegastar. Þeim myndarlega ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að prjóna sér svona legghlifar og enginn hefur vist á móti þvi að vera sem hlýlegast klæddur i vetrarkuldanum. Svona til þess að gefa ein- hverjar hugmyndir um hvernig svona legghlifar eiga helzt að lita út ætlum við að birta nokkr- ar myndir af þeim. Ekki sakar Hér er hentug peysa til þess að prjóna, afar einföld I sniði með tveimur vösuin og rennilás að framan. Um að gera að láta litagleðina rikja áfram og velja marga liti saman. ,,Cowboy”-stigvélin eru afar vinsæl og passa ágætlega við legghlifar eins og þið sjáið hér. Fallegt er að hafa einn litinn af mörgum i legghlif- unum, þann sama og er á ,,cowboy”-stigvélunum. heldur að sjá hverju öðru á að klæðast til að vera sem glæsi- legastur. EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.