Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðiö. Miðvikudagur 21. janúar 1976. 23 Sjónvarp i Útvarp Útvarp kl. 14.30 á morgun: Húsnœðið þegar orðið LuAHMt Heimsókn í Öskjuhlíðarskóla, prongT sem fiutt var í s.l. haust — Við fórum i heimsókn i öskjuhliðarskólann og hittum að máli skólastjórann, Magnús Magnússon, kennara og nem- endur, sagði Gisli Helgason um efniútvarpsþáttarsem hann sér um á morgun kl. 14.30 ásamt Andreu Þórðardóttur. — Skólinn er fyrir börn sem eru á mörkum þess að vera van- gefin. Auk þess eru börn með aðrar fatlanir i skólanum og lik- lega eitthvað af börnum sem talin eru fjölfötluð. — Skólinn flutti i núverandi húsnæði sitt i öskjuhliðinni i október sl. Húsnæði þetta er þó aðeins einn þriðji af þvi húsnæði sem skólinn á að fá i framtið- inni. Segir skólastjórinn að bráðnauösynlegt sé að vjð^ bótarhúsnæðið veröi tilbúiþ-ékki siðar en eftir tvö ár svo þröngt sé þegar orðið h já þeim. Verður að troða miklu fleiri i hverja stofu en góðu hófi gegnir. Einnig er aðstöðunni mjög ábótavant. Þarna eru börn i hjólastólum og verður að bera bau á milli hæða. Skólinn tók til starfa fyrir 14 árum og var þá til húsa i gamla Ármannsheimilinu og hét Höfðaskóli. Gisli sagði að á fjárlögum fyrir árið 1976 væru veittar 4 milli. kr. til bveeinear skólans og vill hann gjarnan fá svör við þvi hve lengi stjórnvöld ætla að láta þessi mál sitja á hakanum. Magnús skólastjóri kynnir skólann á mjög raunhæfan hátt og skýrir frá þvi sem þar fer fram. Virðisthann hafa einstakt lag á að skilja vandamál þeirra sem þar eru. Hann heldur þvi fram að allir eigi rétt á skóla- göngu, á hvaða stigi sem þeir séu. Þeir geti alltaf lært eitt- hvað. Likir hann námsárangri sumra barnanna sem eru með mikið skerta greind við þrek- virki miðað við venjuleg börn. Gisli sagði að honum fyndist sérlega skemmtilegur og lýð- ræðislegur andi rikjandi i skól- anum og nefndi sem dæmi að kennararnir færu fram á að nemendur færu úr skónum og Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir ræða við Magnús skólastjóra Öskjuhliðarskólans. Likir Magnús námsárangri sumra barnanna, sem eru með mikið skerta greind, við þrekvirki, miðað við venjuleg börn. fóru þá nemendur fram á að kennararnir færu einnig úr skónum. — A.Bj. Útvarp kl. 19.35 „Vmnumál" LAUN BANKASTJÓRA OG HLUNNINDI „Við reynum að svara þeim spurningum sem við fáum frá hlustendum,” sagði Arnmundur Backmann, annar stjórnandi þáttarins Vinnumál sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 19.35. Arnmundur kvað það mjög æskilegt að hlustendur sendu þeim félögunum spurn- ingar um þau málefni sem þátt- ur þeirra fjallar um. í kvöld verður rætt um rétt manna til inngöngu i stéttafé- lög. Kynnt verður Samband is- lenzkra bankamanna og það gerir Sólon Sigurösson deildar- stjóri i Landsbanka tslands. Stjórnendur þáttarins hafa tekið þá stefnu að taka fyrir málefni sem eru efst á baugi i hvert skipti. Að undanförnu hafa orðið miklar umræður um laun bankastjóra og það mál verður tekið fyrir i kvöld. Rætt verður við Baldvin Jónsson bankaráðsmann um launakjör bankastjóra. K.P. Verkamenn fengu nokkrar krónur i kauphækkun 1. desem- ber. Hvað fengu bankastjór- arn ir? Q Útvarp MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 1976 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miödegissagan : „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Arni Blandon Einarsson les (8) 15.00 Miðdegistönleikar. Berwaldtrióið leikur Trió nr. 1 i Es-dúr eftir Franz Berwald. André Navarra og Jeanne-Marie Darré leika Polonaise brillante og Grand duo concertante fyrir selló og pianó eftir Fréderic Chopin. Tékkneska filharmoniusveitin leikur „Rökkur”, sinfóniskt ljóð op. 39 eftir Zdenék Fibich. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Bróðir minn ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren L Þorleifur Hauksson les þýð- ingu sina (12). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn : lög- fræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur Elsa Sigfúss syngur islensk lög. Valborg Einarsson leikur á pianó. b. Gisli Gróuson Skerfjörð Magnús Sveinsson kennari flytur frumsamda smásögu. c. Hagnýt llfsspeki.Dr. Sveinn Bergsveinsson flytur frum- ort stuttjóð. d. Þegar bjarn- dýr gekk á land i Grimsey Sigriður Schiöth les frásögn Péturs Sigurgeirssonar vigslubiskups. e. Litið til byggða austan Lónsheiðar. Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fyrra hluta erindis sins. f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur islensk lög. Söng- stjóri: Rut L. Magnússon. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Morgunn” annar hiuti Jó- hanns Kristófers eftir Romain Rolland i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „1 verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les si'ðara bindi (8). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 22. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna. kl. 8.45: Kristin Sveinbjörns- dóttir les „Lisu eða Lottu” eftir Erich Kastner (14). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son talar við Guðna Þor- steinsson fiskifræðing um veiðarfæragerð. Morguntónleikar kl. 11.00: Gino Gorini og Sergio Lorenzi leika fjórhent á pianó tvær sónötur eftir Clementi/Félagar i Vinar- oktettinum leika Kvintett i G-dúr op. 77 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. /j^Sjónvarp 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kapiaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Brottförin. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.50 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Kvennamorðinginn. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.05 Kaj Munk. Dönsk heim- ildamynd um prestinn og rithöfundinn Kaj Munk. Vinir ug vandamenn segja frá kynnum sinum af hon- um. Einnig er lesið úr verk- um hans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision- Danska sjónvarpið). 23.05 Dagskrárlok. VERKSMIÐJUÚTSALA TERYLENEBUXUR - FLAUELSBUXUR - DENIMBUXUR - BARNAJAKKAR OG EFNISBÚTAR KLÆÐI HF. SKIPHOLTI 7 R.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.