Dagblaðið - 10.02.1976, Side 6

Dagblaðið - 10.02.1976, Side 6
6 Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. Hóruhós leyniþjón- ustu Bretlands Brezhnev eignast gullór Leonid Brezhnev, leiðtogi sovezka kommúnistaflokksins, eignaðist dýr- indis armbandsúr bandarísks diplómats á meðan Henry Kissing- er, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, var í Moskvu nýlega ásamt fylgdarliði til að ræða takmörkun kjarnolrkuvopnabúnaðar. Time, bandaríska fréttaritið skýrir frá þessu. Segir ritið að Brezhnev hafi fengið mikið dálæti á dýru Omega-úri úr gulli sem Hel- mut Sonnenfeldt, ráðgjafi í banda- ríska utanríkisráðuneytinu, hafi borið. Brezhnev bauð upp á skipti og vildi láta ódýrt, sovézkt vasaúr í staðinn. Brezka leyniþjónusian kom á laggirn- ar tveimur hóruhúsum í Belfast á Norður-írlandi í því skyni að grípa þar glóðvolga virðulega borgara sem síðan væri hægt að láta afla upplýsinga, að því er segir í grein í marzhefti tímarits- ins Penthouse. Segir í greininni að hóruhúsin hafi verið vel búin duldum myndavélum og hljóðnemum og hafi starfað í tvö ár. Starfsemin lagðist niður eftir að írski lýðveldisherinn IRA gerði árás á húsin. Greinarhöfundur er Bretinn David Lewis. Hann segir að hóruhúsin á Norður-írlandi hafi ekki verið þau fyrstu sem brezka leyniþjónustan hafi starfrækt. Hún hafi oft áður beitt „kyn- ferðislegum gildrum” til að afla ákveð- inna upplýsinga. Greinin ber yfirskriftina ,,í kynferðis- þjónustu hennar hátignar” og er tekin úr bókinni „Sexpionage” eftir Lewis, sem gefin verður út í Bandaríkjunum í maí og síðar á árinu í Bretlandi. Að sögn Lewisar voru hóruhúsin tvc stofnsett í júli 1970 á Antrim og Stran- millis-götum í Belfast. Það var hinn svokallaði „lastakóng- ur” Lundúna, Bernie Silver, sem brezku leyniþjónustumennirnir fengu til að velja bæði hús og „þjónustustúlk- ur”, segir í greininni. Segir ennfremur að hórunum hafi verið greidd rífleg laun, sem svarar 170 þúsund krónum vikulega, og hafi þær að auki svarið þagnareið. öllum var gert ljóst að þær lentu umsvifalaust í fangelsi ef þær segðu orð um upplifun sína á Norður- frlandi. Lewis segir að í marz 1971 hafi starfsemin borið góðan ávöxt. Þá hafi yfirvöldum tekizt að nafngreina bana- menn þriggja brezkra hermanna. „Það var áberandi maður í borgarlífi Belfast sem nafngreindi meniiina eftir að hann hafði verið kúgaður tii að veita upplýsingar. Áður hafði hann verið gestur í öðru hóruhúsanna,” segir í greininni. Segir ennfremur, að um hafi verið að ræða háttsettan stjórnmála- mann. Lewis segir í grein sinni að eftir að írski lýðveldisherinn áttaði sig á því hvað raunverulega var að gerast í hús- unum tveimur, þa hafi verið i*aðizt gegn þeim. .Það var 2. október 1972. Eldflaugar í ísrael Yigal Allon, varnarmálaráðherra ísraels, skoðar nýjar Lancing-eldflaugar með kjarnaoddum, sem fiuttar hafa verið til ótilgreinds staðar í ísrael. AUKIÐ GILDIKINA- FARAR NIXONS Fvrirhuguð ferð Nixons, fyrrum Bandaríkjaforscta til Kína hefur orðið mun þýðingarmeiri eftir að nýr for- sætisráðhcrra hefur verið skipaður í embætti þar. Ford Bandaríkjaforscti er nú á erfiðu kosningaferðalagi, þar sem hann á í harðri baráttu við ríkisstjóra Kali- forníu, Ronald Reagan, um útnefningu sem forsetaefni. Er það álit manna í þeim herbúðum, að ferð Nixons komi sér illa fvrir Ford á margan hátt. Nixon, sem varð að segja af sér eftir Watcrgate-málið, sem frægt er orðið, mun verða fyrsti Bandaríkjamaðurinn í þýðingarmikilli stöðu sem hittir hinn nýja forsætisráðherra og getur metið aðstæður í Kína, er hann kemur þangað þann 21. þcssa mánaðar. Er talið, að hann muni hafa í fórum sínum mikilvægar upplýsimgar um ástandið í Kína, er hann kemur til baka úr ferð sinni. Og ef Ford forseti telur sig þurfa að fá að vita um gang mála þar, þá er ferð Nixons ekki lengur eins „túristaleg” eins og Ford hefur látið orð þar um falla. Bandaríkin hafa ekki haft neinn sendimann af hæstu gráðu í Peking síðan George Bush scndiráðsfulltrúi var kallaður þaðan til þess að taka við embætti æðsta yfirmanns CIA- leyniþjónustunnar. Tilkynningin um að öryggismála- ráðherrann, Hua-Kuo-Feng hcfði tekið við embætti forsætisráðherra í Kína að Chou-en Lai látnum birtist í fyrradag, er Ford vár á kosningaferðalagi eins og áður segir. Forsetinn hefur ekki fengizt til þess að andmæla eða fagna ferðalagi Nixons, en hefur endurtekið það sem Hvíta húsið hefur viljað láta fara frá sér um þetta efni, „að Nixon sé einungis að ferðast á eigin vegum”. Síðan tók sovézki leiðtoginn úrið þrátt fyrir mótmæli Sonnenfeldts sem sagði úrið gjöf frá tengdamóður sinni. Brezhnev bauðst til að skila úrinu aftur, segir Time, „þegar við erum búnir að ná endanlegu SALT- samkomulagi,” sagði Brezhnev. Bretar leysa kynlífs- vandann Brezkir læknar láta fólki með sérstök kynferðisleg vandamál í té klámrit, að því er segir í nýjasta hefti brezka læknaritsins. Að sögn eins frægasta læknis Breta, hafa ríkisreknir spítalar komið sér upp góðum bókakosti á þessu sviði, „sem .getulausar konur og kynferðislega brjálaðir menn geta svalað fýsnum sínum við að lcsa.” Meginhluti bókakostsins kemur frá löreglunni eftir að hún hefur gert ritin upptæk í ólöglegum verzl- unum. „Fólk sem annars hefði þurft að borga fyrir þessi dónalegu rit getur nú fengið að blaða í þeim að vild ókeypis,” segir ennfremur í læknaritinu. í Sapporo í Japan er árlega haldin mikil sýning á hlutum og mannvirkjum scm byggð eru úr snjó. Þessi mynd er frá sýningunni í ár. þar sem bvggð hefur verið þessi eftirlíking Flvíta hússins í Washington úr snjó. Er það í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkjanna. Bandarísku leikkonunni Katharine Hepburn er bezt lýst með orðinu á auglýsingaskiltinu fyrir ofan hana, þar sem hún gengur inn í Broadhurs- lcikhúsið í New York í fyrri viku. Hún leikur þar í nýju leikriti Enids Bagnolds, A Matter Of Gravity. Kissinger og Nixon sviku málstað Kúrda — segir New York Times Bandaríska utanríkisráðunevtið hefur vísað á bug sem „samsafni rangfærslna og ósanninda” grein í stórblaðinu New York Timcs, þar scm Ford forscti og Kissingcr utanríkisráðherra eru sakaðir um að hafa svikið kúrdanska þjóðar- brotið í írak. Hiifundur grcinarinnar cr William Safire, fyrrum ra*ðuskrifari Nixons fyrrum forscta. Hann segir þar að Ford hafi, samkvæmt ráðlcggingum Kissing- ers, látið sem vind um eyrun þjóta hjálparbeiðni frá Mustafa Barzani, leiðtuga Kúrda, eftir að íranskeisari hætti stuðbningi sínum við sjálfstæðis- hreyfingu Kúrda. Safire segir grrein sína byggða á upplýsingum, sem séu í leynilegri skýrslu rannsóknarnefndar fulltrúa- deildar þingsins um starfsemi banda- rískra lcyniþjónusta. Hann scgir að Ford eigi að svipta Kissinger embætti fyrir hlutdeild hans í „sölu Kúrdanna samkvæmt skipum keisarans í fran.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.