Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976.
3
N
N
Hvernig á að fjórmagna
Landhelgisgœzluna?
— með því að koma á fót happdrœtti
Lesandi skrifar:
„Nú undanfarna daga hafa
birzt margar tillögur um
hvernig eigi að fjármagna
rekstur Landhelgisgæzlunnar.
Þessi mynd er úr stjórnstöð
Gæzlunnar og Pétur Sigurðsson
bendir á staðsetningu skipanna
á miðunum.
Mig langar til að koma hér
einni enn á framfæri.
Það var hér um árið að fær-
eyska útvarpið var í miklum
fjárkröggum. Nú voru góð ráð
dýr og forráðamenn urðu að
finna upp einhverja aðferð til
að afla sér fjármagns. Nú, þeir
störtuðu happdrætti og höfðu
það svo skemmtilegt og vinn-
inga svo góða að uppi varð
fótur og fit í Færeyjum og allir
voru komnir með happdrættis-
miða upp á vasann. Nú senda
þeir út í Færeyjum með full-
komnustu tækjum sem völ er á
og meira að segja í stereo.
Þar sem Islendingar eru
mjög spilaglöð þjóð þá væri
ekki úr vegi að koma af stað
svipaðri fjáröflunaraðferð til
handa Gæzlunni. Hver veit
nema bættist við skip. Jafnvel
fleiri en tvö.
GIFTAR KONUR ERU
EKKISJÁLFSTÆÐIR
EINSTAKLINGAR
— að mati Tryggingastofnunarinnar
Fyrsta vatnsvirkjun á Vestfjörðum, Litla-Dalsá við Patreksf jörð.
Litia-Dolsá
var fyrst!
Gift kona skrifar:
„Ég var að lesa í Dagblaðinu
bréf frá lífeyrisþega þann 18.
marz sl. Ég get ekki stillt mig
um að leggja orð í belg.
Ég hef átt við mikla van-
heilsu að stríða, m.a. lítið sem
ekkert getað unnið úti og
jafnvel þurft að fá hjálp við
heimilisstörf. Fyrir þremur
árum fór ég í örorkumat og
fékk þann úrskurð, að ég væri
75% öryrki og þar af leiðandi
fékk ég örorkulífeyri. Að ári
liðnu fór ég aftur í örorkumat,
vegna þess að lífeyrir minn
var lækkaður, en engin
breyting hafði orðið á heilsu
minni. Heimilislæknir minn
gerði því aðra skýrslu fyrir mig
og sendi Tryggingastofnuninni.
Blaðinu hefur borizt bréf frá
Braga Þ. Sigurðssyni
Sauðárkróki þess efnis að dag-
skrárstjórn sjónvarpsins í lista-
og skemmtideild þurfi að ve'ra í
góðum höndum mikilhæfs
manns.
Hann telur að Jóni
Þórarinssyni hafi verið
mislagðar hendur f starfi sínu
sem dagskrárstjóri og hafi
fallið í það foræði að láta telja
sér trú um að allfe' efni, sem
hann fái í hendurnar, sé
Þar sem ég var búin að bíða
lengi eftir svari, fór ég í stofn-
unina og talaði við lækni þar.
Hann var svo hreinskilinn að
hann sagði bara blátt áfram að
þar sem ég væri gift kona og
hefði „fyrirvinnu” hefði örorka
mín verið lækkúð. Takk fyrir,
svo einfalt var málið. Og þetta
gerðist á sjálfu kvennaárinu
1975, á tslandi þar sem algjört
jafnrétti ríkir. Fyrir mér
er þetta ekki bara peningamál,
þó ég vildi gjarnan vera þannig
stödd að þurfa ekki að biðja
„fyrirvinnuna” um vasa-
peninga, heldur fyrst og fremst
jafnréttismál. Éru einhver
ákvæði um þetta í almanna-
tryggingalögum, eða eru þetta
bara reglur sem Trygginga-
stofnun ríkisins setur sér?
list. Þetta sé af ótta við að
þeir sem sköpuðu verkin segi
að hann (Jón) hafi ekkert vit á
list.
Enn alvarlegra finnst Braga
það, þegar Jón Þórarinsson
kenndi hjúum sínum á sjón-
varpinu um að danska
klámmyndin „Dagbók djákn-
ans” skuli hafa verið sýnd
í sjónvarpinu. Þetta hafi Jón
sagt í viðtali við Dagblaðið og
finnst Braga það lítilmannlegt
og að mistökin hljóti að hafa
verið Jóns sem dagskrárstjóra.
í hinum nýja þætti sjón-
varpsins, Kjördæmin keppa,
var ekki, að mínum dómi, rétt
farið með staðreyndir. Því fór
svo, að Reykjaneskjördæmi
tapaði fyrir Suðurlandskjör-
dæminu, en að réttu hefðu
þeir Suðurnesjamenn átt að
vinna.
Ein spurningin var um hvar
fyrst hefði verið virkjað á Vest-
fjörðum eða svo skildu menn
spurninguna. Sögðu Sunnlend-
ingar að það hefði verið á ísa-
firði, en Suðurnesjamenn
nefndu Patreksfjörð. Vil ég
meina að það hafi verið rétt
svar, þótt það hafi ekki verið
álit dómara.
í bókinni „Fra íslands
Nærindsliv,” sem gefin var út
1914, segir Bjarni Jónsson frá
Vogi m.a. frá hinum
mikla framkvæmda- og atorku-
manni Pétri A. Ölafssyni á
Patreksfirði. A bls. 102 í bók-
inni segir að tvær ár renni
þarna um þorpið og hafi Pétur
þegar virkjað aðra þeirra og
noti raforkuna fyrir fyrirtæki
sitt. Áin, sem hér um ræðir, er
Litla-Dalsá og var hún virkjuð
árið 1911. Einnig fylgir þessari
frásögn fjöldi mynda úr húsum
Péturs og sjást rafmagnsljósin
hanga frá loftum. Ég efa ekki
að þeir lampar voru löngu
orðnir þekktir á Patreksfirði,
áður en nokkur slíkur sást á
ísafirði.
Pétur A. Ölafsson var I
mörgu brautryðjandi hér á
landi, m.a. mun hann vafalaust
vera með fyrstu, ef ekki sá
fyrsti, sem hitaði upp hýbýli sín
með lofthitun-, einnig var renn-
andi vatn hjá honum innan-
húss sem þá var nær óþekkt
hér á landi.
Ingvar Guðmundsson
EKKI KENNA HJÚUM
UM EIGIN MISTÖK
Helgi Skúli Kjartansson:
Hvernig ég hlunnfór Reykjanes
— bréfkorn
til BH
Kæri BH
Á forsíðu Dagblaðsins sl.
mánudag, rilar þ:> frétt vegna
þáttariris Kjördæinin keppa í
sjónvarpmu á laugardagskvöld-
ið var. Þar segir þú að meðal
annars hafi verið spurt, hver
hafi verið fyrsta vatnsafls-
virkjun á Vestfjörðum. t fram-
haldi af því dregur þú svo all-
langa keðju ályktana, m.a. þær,
að Reykjanes hafi verið hlunn-
farið, Reykjanesi borið einn
vinningur til viðbótar, og sé
þess að vænta að hlutur Reykja-
ness verði réttur.
Fyrsti hlekkur keðjunnar er
misheyrn. (Og er frétt ekki
yfirleitt jafnröng og veikasti
hlekkur hennar?)
Spurt var, hvert sé elzta
vatnsorkuver á Vestfjörðum.
Það er dálítið annað en þín
útgáfa af spurningunni. Þú
kannast til dæmis við það að
Gullfoss var fyrsta skip Eim-
skipafélagsins, en nú held ég
Fjallfoss sé elzta skip félagsins,
rétt eins og Gunnar
Thoroddsen er elzti ráðherrann
okkar, þólt Hannes Hafstein
hafi verið sá fyrsti.
Þótt lið Reykjaness hafi mis-
heyrt eða misskilið spurning-
una, fæ ég ekki séð að það hafi
þar með verið hlunnfarið, því
að bæði liðin höfðu sömu að-
stöðu til að taka rétt eftir, eins
og Sunnlendingarnir gerðu.
Það er rétt hja þér, að fyrsta
vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum
var Litladalsárvirkjunin ( sú
fyrri, sem starfrækt var 1911-
1919), og kannski má kalla 5-7
kw. einkarafstöð því hátíðlega
nafni vatnsorkuver. En þessa
virkjun nefndu Reyknesingar
ekki með nafni, sögðu aðeins í
hvaða firði hún er, svo að jafn-
vel miðað við misskilning
þeirra á spurningunni var svar
þeirra varla eins óyggjandi og
þú gerir ráð fyrir í fréttinni.
Að lokum, bara af forvitni:
Mátt þú gefa upp heimild þína
fyrir því að hlutur Reykjaness
verði réttur? Og skrifaðir þú
fréttina eftir þinni eigin mis-
heyrn eða annarra?
Helgi Skúli Kjartansson
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér um síðustu
bensínhœkkun?
Böðvar Magnússon, (Jt-
vegsbankanum: Já, mér finnst
hún vera of mikil eins og flestar
hækkanirnar að undanförnu. Það
er heldur ekki heillavænlegt ef
tekjur vegasjóðs minnka af
þessum orsökum.
Kristín Þorvaldsdóttir, húsmóðir:
Mér finnst hún aflelt, maðurinn
minn notar bíl mjög mikið og
kemur það sér þvi illa fyrir hann.
Stefán Sigurðsson, trúboði: Hvað
finnst mér? Þetta heldur áfram
að hækka hvað sem manni finnst.
Ég nota bensín mikið sem trúboði
á ferð minni um landið.
Ragnheiður Ingvarsdóttir: Ég hef
aldrei átt bil svo það skiptir mig
engu en þetta kemur sér
vafalaust illa fyrir suma.
Árni Gunnlaugsson
lögfræðingur: Eg vil ekki tjá mig
um það, en ef hækkunin er
nauðsyn verður hún sjálfsagt að
koma til.
Gerður Guðmundsdóttir, skrif-
stofustúlka: Já. ég held ekkert
um hana því ég á ekki bíl, þó hún
komi illa við aðra skiptir hún mig
litlu máli.