Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976. Líbanon: 7 \ Samið um tíu daga vopnahlé — ástandið samt rn/ög ótryggt Vopnahlé milli hinna stríð- andi afla hægri og vinstri manna í Líbanon mun taka gildi á hádegi í dag. Bardag- arnir sem staðið hafa að undan- förnu í landinu, aðallega í höfuðborginni Beirút, hafa kostað þúsundir manna lífið og skemmdir á húsum og öðrum mannvirkjum hafa orðið miklar. Hafa samningsaðilar komizt að munnlegu samkomu- lagi um að láta bardaga niður falla í tíu daga á meðan þingið kýs eftirmann Suleiman Franjieh, forseta, sem flúinn er úr höll sinni, óttast menn, að til bardaga kunni að koma áður en varir. Kamal Junblatt, leiðtogi vinstri manna, sem notið hafa stuðnings Palestínumanna, sagði, að nauðsynlegt væri, að Franjieh segði af sér nú á meðan vopnahlé stæði, ef hann vildi tryggja áframhaldandi frið. ÖRY6GISRÁD SmtlNUÐU ÞJÓÐ- ANNA FORDÆMIR SUÐUR-AFRÍKU Suður-Afríka er ennþá eina landið í Sameirtuðu þjóðunum, sem öryggisráðið hefur fordæmt fyrir „yfirgang” var tilkynnt þar í gærkvöldi. Ávíturnar í garð Suður-Afríku voru samþykktar í ráðinu og þess krafizt, að þeir greiði Angólamönnum skaðabætur fyrir spjöll þau, er hermenn Suður- Afríku unnu, er þeir blönduðu sér í átökin í landinu. Samþykkt þessi er nýtt spor í sögu samtakanna, enda þótt mörg lönd hafi verið ávítuð fyrir að beita vopnavaldi. Fundur Efnahagsbandalagsríkja: LÍTIÐ UM ÁKVARÐANIR — mest um baktjaldamakk og nefndastörf Mikill áhugi á tillögu Vestur- Þjóðverja þess efnis að hegna eigi þeim aðildarlöndum, sem brjóta reglur bandalagsins setti mikið mark á fyrri dag íundar Efna- hagsbandalagsríkjanna í Luxemburg. í blóra við það, sem búizt var við, setti forseti Frakklands d’Estaing, ekki fram tillögur sínar um aukið „flot” á gjald- eyrismarkaðinum í Evrópu. Er nú unnið að því að samræjna skoðanir manna í nefndum og svo auðvitað bak við tjöldin, en undanfarið hefur berlega komið í ljós, að sum Efnahagsbandalags- ríkja eru verulega á eftir hinum í þróun í efnahagslífinu. I bardögunum siðustu daga, þar sem notuð voru þung vopn eins og fallbyssur og eld- flaugar, hafði vinstrimönnum orðið vel ágengt að undanförnu og var jafnvel búizt við þvi, að þeir myndu fara með sigur af hólmi. Ein helzta krafa þeirra er sú, að mannaráðningar i æðstu stöður í þjóðfélaginu fari ekki eftir trúarbrögðum, eins og verið hefur, þar sem kristnir hægri menn hafa farið með völdin. Borgarastyrjöldin í Líbanon hefur kostað þúsundir mannslifa og mikla eyðileggingu. Nú standa vonir til þess að vopnahléið leiðl til samninga milli kristinna manna og múhameðstrúar. Almenningur hefur auðvitað þjáðst mest eins og yfirieitt í styrjöldum og myndin ber með sér. Bandaríkin: Reyncr að koma í veg fyrír vopnasmygl til N-fríands Tveir yfirmenn tollgæzlu í Bandaríkjunum munu fara til London til fundar við þarlenda starfsbræður sína um möguleika á því að stöðva vopnasendingar frá Bandaríkjunum til handa írska frelsishernum. Munu þeir fara til Belfast og kynna sér aðstæður þar, að sögn talsmanna utanríkisráðuneytisins í Washiiigton. Talið er að ferð tollgæzlumannanna komi í kjölfar fundar írska forsætisráðherrans Cosgrave og Fords Bandaríkja- forseta í siðasta mánuði. Þá létu þeir frá sér fara yfirlýsingu þess efnis, að þeir fordæmdu harðlega valdbeitinguna i Norður-írlandi, og hvöttu Bandaríkjamenn til þess að láta af peninga- og vopnasendingum til hins ólöglega frelsishers, IRA. Siðastliðin fjögur ár hafa 18 Vopnasmygl og fjárgjafir til handa írska freisishernum hafa marg- manns verið leiddir fyrir rétt og faldazt á síðustu árum. Hér sjást brezkir hermenn leita að vopnum í dæmdir fyrir vopnasmygl til bílum á N-írlandi. Irlands. V-Þýzkaland: Smíða loft- skip til vöru- flutninga Vera kann að á næstu árum muni þýzk loftskip verða reynd í tilraunaskyni í lofti yfir þróunarlöndunum, ef tilraunir með þau, sem nú fara fram að beiðni þýzkra stjórnarvalda, leiða til jakvæðra niðurstaða. Er smíði og notkun loft- faranna aðallega hugsuð með tilliti til vöruflutninga í heitu löndunum, þar sem loftslag er stöðugra. Vestur-þýzkt''fyrir- tæki, sem framleitt hefur lítil loftskip í auglýsingaskyni undanfarin ár, mun hefja tilraunir með þau yfir Afríku í næsta mánuði. Það er álit manna, að þau geti komið ser vel við vöruflutninga, þar sem ekki er hægt að lenda venjulegum flug vélum og ef vel tekst til, munu stjórnarvöld ætla að láta byggja loftskip, sem flutt getur allt að 30 tonnum og hefur 180 km flughraða. ## ...................................................... " Kaupmannahöfn: Friðsamleg mótmœli tíu þósund manns vegna Kristjaníumálsins Um tíu þúsund manns mót- mæltu harðlega þeirri ákvörð- un danskra stjórnarvalda að leggja niður borgarhverfið Kristjaníu í gær. Fóru mótmæl- in fram fyrir utan Þjóðþingið og var þess krafizt að borgar- hlutinn fengi að gegna hlut- verki sinu áfram. Þar hafa aðallega hafzt við hippar, eiturlyfjaneytendur og fólk með aðrar hugmyndir um þjóðfélagið en fólk á almennt að venjast. Því miður hefur alls kyns glæpalýður fylgt í kjölfar þessa fólks og því greip þjóð- þingió til þess ráðs að leggja staðinn niður á siðasta ári. íbúar Kristjaniu, sem nú eru 700 talsins hafa fengið að vita, að fari þeir ekki með góðu verði valdi beitt, en í gær kom fram tillaga á þiiiginu þess efnis að lokað yrði í áföngum. Um 700 manns hafa tekið sér bólfestu í þessu hverfi í Kaupmannahöfn, þar sem áður voru herbúðir og sett á stofn samfélag, sem ekki fvlgir reglum þjóðfélagsins, sem fyrir utan er. 1 kjölfar þeirra hugm.vnda hefur fylgt alls kvns útigangslýður, eiturlyfjaneytendurog glæpamcim. Því hel’ur nú verið afráðið að ieggjá Ki isljaniu mður, þrátt lyrir mótmæli. Erlendar fréttir Róssar skamma Egypta Egyptar hafa harðlega neitað ásökunum Rússa þess efnis, að þeir hafi virt vin- skap þeirra að vettugi, með því að halda ekki gerða verzlunar- og vináttusamn- inga. Anwar Sadat forseti sagði í þinginu í Kairó nú fyrir skömmu, að augljóst væri, að Sovétríkin væru að reyna að auka áhrif sín í Egypta- landi, með því að reyna að troða upp á þá vopnum. Skammir Rússa vegna um- mæla Sadats átti sendiherra þeirra i Kairó að afhenda varaforsetanum. Murbarak, en hann neitaði að taka við orðsendingunni vegna þess, að hér væri ekki urn venju- legan diplómatískan hátt að ræða. auk þess sem málið fjallaði um innanríkismál- efni Egypta. Undanfarið hefur andað köldu á milli þjóðanna tveggja, þö vel hafi farið á með þeim i styrjöldunum við Gyðinga en Egvptar eru siðan stórskuldugir Rússum vegna hergagnakaupa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.