Dagblaðið - 02.04.1976, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976.
,/Við erum
að borða
útsœðið7/
5,TIL 6 ARA FISKUR
SEST VARLA LENGUR
-rœtt við Auðun Auðunsson skipstjóra um óstandið ó miðunum
..Við erum að borða útsæðið,"
segir Auðunn Auðunsson skip-
stjóri. Hvenær kemur hrunið?
Það er víst ekki langt undan.
Það sýnir vel, hversu ömur-
legt ástandið er á miðunum, að
nú hef ég ekki séð i neinum
mæli 5—6 ára árganginn. Sá
fiskur. sem mest er veitt af er
frá pundi upp í hálft annað
kfló. Þetta er hrikalega hátt
hlutfall af smáfiski miðað við
undanfarin ár.
Ef tekið er saman, hve mikið
við höfum látið útlendinga
hafa, sést, að við höfum ekkert
svigrúm. Ég er á öndverðum
meiði við samningastefnuna.
Miðað vrð að útlendingar geti
afgreitt sig sjálfir á miðunum
höfum við afhent þeim
169—184 þúsund tonn, sem
samsvarar 54—59 skipum. Það
er ekkert eftir handa okkur.
Þá er rétt að athuga, að Danir
veita Færeyingum styrki til
veiðanna, sem nema 5 milljörð-
um islenzkra króna. Það væru
27 milljarðar á íslandi miðað
við að við erum miklu fjöl-
mennari en Færeyingar. Svona
er vel gert við færeyska fiski-
menn, en annað er uppi a
teningnum hjá okkur.”
Bretar notfœra
sér Fœreyjar
Auðunn bendir á, að Bretar
notfæri sér Færeyjar. Frá
brezku herskipunum fara
þyrlur 190 mílur til Færeyja og
fá þar fyrirgreiðslu fyrir
myndir af síðustu atburðum á
íslandsmiðum. Myndunum er
komið í flýti til Bretlands. og
þessi hraði skiptir miklu í
áróðursstríðinu. Auðunn segir,
að Færeyingar ættu að
minnsta kosti að veita okkur
., hlutleysi" en styðja ekki
Breta. Við höfum einnig afsal-
að til Færeyinga tíunda hluta
af afla á islandsmiðum.
„Undanþágusamningar nú
gefa okkur enga von um að
verða fjárhagslega sjálfstæðir í
fyrirsjáanlegri framtíð,” segir
Auðunn.
Varðskipin
svifasein
„Miðað við þann afla, sem
Bretar hafa fengið, tel ég, að
Landhelgisgæzlan hafi farið
með hroðaleg ósannindi, því að
nær allt tímabilið taldi hún
fólki trú um, að Bretum væri
haldið frá veiðum,” segir
Auðunn.
„Togarar eru betri gæzluskip
en varðskipin yfirleitt, eins og
sannast á Baldri. Öll hin eru
stýrisvana. Þau hafa tvær
skrúfur og lítið stýri, sem ekki
er aftan við skrúfurnar. .. Það
er blekking, að hliðarskrúf-
urnar komi að gagni, á loðnu-
hringnótarskipum koma þær
aðeins að gagni á ferð innan við
5 sjómílur.
Ef fiskurinn, sem Bretar
taka, 85 þús. tonn, fengi að vaxa
í 2—3 ár, samsvaraði hann 300
þúsund tonnum.
Við ættum að huga að aðferð-
um Mintoffs á Möltu i land-
helgisdeilunni, nota það að við
höfum herstöðvar,” segir
Auðunn. „Hér kann að vera um
að tefla öryggismál annars
vegar og lífshagsmuni hins
vegar. Við verðum að velja
lífið.”
—HH
Auðunn Auðunsson skipstjóri við eitt máiverka sinna, þar sem
brotnar bára við klettaströnd. Ljósm. Bjarnleifur.
✓
Jónas Sigurðsson skóiastjóri við skerm sjónvarpstölvunnar, sem
reiknar út stöðu, hraða og stefnu allra skipa i grenndinni.
t DB-mynd Björgvin.
FISKLEITARTÆKI I
GANGI Á ÞURRU LANDI
„Sigiingatækin verða í gangi og
fiskileitartækin, sem sjó-
mennirnir læra á, einnig. Þá
gefst gestum og kostur á að sjá
radarsamlíki í gangi,” sagði Jónas
Sigurðsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans, er hann sagði
okkur frá skólakynningu Stýri-
mannaskólans sem verður á
morgun. laugardag kl. 2-5.
A skólakvnningunni verða
kennarar og nemendur til
leiðbeiningar fyrir þá sem óska
upplýsinga. Kynnt verður allt er
lýtur að nami við skólann og
réttindi að námi loknu. Kven-
félagið Aldan sér um kaffi-
veitingar í veitingasal hótel-
skólans á 1. hæð í sjómannaskóla-
húsinu.
I Stýrimannaskólanum eru nú
180 nemendur í Reykjavík en
auk þess eru 1. stigs deildir starf-
ræktar á tsafirði, Neskaupstað og
i Vestmannaeyjum. Nám til fiski-
mannaréttinda tekur 2 vetur, en
nám í farmannadeild tekur 3
vetur. Áður verða nemendur að
hafa gagnfræðapróf og 24 mánaða
siglingatíma. Þeir sem ekki hafa
gagnfræðapróf fyrir geta sest í
undirbúningsdeild sem tekur 7
mánuði.
Ætli menn ser að öðlast rett til
skipstjórnar á varðskipum
rikisins verða þeir að nema fjórða
veturinn. ASt.
Hofna samningi BSRB
Hóskóíamenn viljo
meiri verkfallsrétt
Háskólamenn vilja mun
víðtækari verkfallsrétt en felst
í samningi Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og fjár-
málaráðherra. Þeir finna
samningnum ýmislegt annað til
foráttu og hafa hafnað honum.
Bandalag háskólamanna
fettir fingur út í, að stór hluti
lögfræðinga og ' viðskipta-
fræðinga, sem starfar hjá hinu
opinbera, mundi ekki hafa
verkfallsrétt samkvæmt
samningnum. Þetta á til dæmis
við um deildarstjóra, forstjóra
og staðgengla þeirra, dómara,
starfsmenn forsætis- og utan-
ríkisráðuneytis og flpiri.
Bandalagið segir, að með þessu
og öðrum ákvæðum
samningsins hefðu heil felög
innan bandalagsins nánast
verið án verkfallsréttinda.'
Háskólamenn mótmæla
einnig, að samningstími skuli
verða lögbundinn, og gert ráð
fyrir, að hann verði tvö ár. Slíkt
telja háskólamenn fráleitt í
landi, þar sem verðbólga er 40-
50 af hundraði á ári. Teija þeir
að tryggja þurfi einhvern
endurskoðunarrétt á samnings-
tímabilinu. Slíkan endur-
skoðunarétt hafi samninga-
réttarnefnd ríkisins boðið en
fallið frá því tilboði á síðustu
stundu.
Bandalag háskólamanna
mótmælir einnig skerðingu á
lífeyrissjóði opinberra starfs-
manna, sem fyrirhuguð er sam-
kvæmt samningi BSRB. Há-
skólamenn telja einnig
nauðsynlegt að endurskoða lög
um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna.
Háskólamenn hafa frá þvi í
nóvember átt viðræður við
samningsréttarnefnd ríkisins
en upp úr viðræðunum slitnaði
Þeir vilja frekari viðræður -HH.
Tilbreyting
fyrir krakkana
Krökkum finnst það mjög góð
tilbreyting að fara á skemmtun
þar sem ýmsir koma fram heldur
en að fara alltaf á þrjú sýningar
kýikmyndahúsanna, sagði
Jóhanna Kristjónsdóttir for-
maður Félags einstæðra foreldra.
En félagið gengst fyrir barna-
skemmtun í Austurbæjarbíói
næstkomandi laugardag kl. 3.
Allur ágóði af skemmtuninni
rennur i minn ingarsjóð félagsins.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs-
ins á að nota fé minningarsjóðs til
þess að búa dagvistunarstofnanir.
sem rísa munu í framtíðinni á
vegum félagsins, húsmunum
og tækjum og þvi sem þarf.
Það verður margt til skemmt-
unar bæði leikþættir, sögur verða
sagðar, ballett dansaður og fim-
leikasýning og almennur söngur
með gítarleik. Einnig koma þeir
Halli og Laddi fram.
-A.Bj.
BÚTASALA - RÝMINGARSALA
Seljum I dag og nœstu daga ntikið úrval af dönskum, enskum
og þýxkum teppum og teppabútum, með miklum afslœtti.
Einnig ullarmottur og ullarband ó mjög vœgu verði
AXMINSTER . . annað ekki
Grensósvegi 8 — Sími 30676