Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976.
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fvrir laugardaginn 3. apríl.
Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Þú
verður að taka ákvörðun í máli sem skiptir
tvo aðra aðila miklu máli. Ef einhver eldri
en þú biður þig um aðstoð skaltu veita
hana með glöðu geði.
Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Ef svo
virðist sem ástarævintýri sé að fara út um
þúfur, skaltu ekki hafa áhyggjur. Það
lagast aftur. Einhver sem þú hefur haldið
að væri ráðsettur og gætinn kemur þér á
óvart. Það er lítið í buddunni um þessar
mundir.
Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Vinur
þinn biður um ráðleggingar en nöldrar
vegna þess að erfitt er að fara eftir ráðum
þínum. Þú ættir að fara út að skemmta
þér í kvöld.
Nautið (21. apríl—21. maí): Þú hefur
fallizt á í mestu léttúð að gera einhvern
hlut og nú kemstu að raun um að þú hefur
gert rangt. Þú þarft að hafa talsvert fyrir
lífinu ef allt á að komast í samt lag. Vertu
heima í kvöld.
Tvíburarnir (22.maí—21. júní): Þú ert
óvenju skilningsgóður i dag og getur orðið
vini þínum að liði en hann er svo feiminn
að hann þorir ekki að biðja um ráð. Hann
gleymir þér aldrei fyrir greiðann.
Krabbinn (22. júní—23. júlí): Það koma
óvæntir og skemmtilegir gestir í heimsókn
til þín í kvöld. Þú hefur dálítið óvenju-
legar skoðanir á hlutunum og það er ekki
víst að það falli jafnvel í kramið hjá
öllum.
Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Ljúktu
verzlunarferðum snemma í dag. Notaðu
þína eigin dómgreind en hlustaðu ekki á
aðra. Þú ættir að hitta vini og kunningja í
kvöld.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú ættir að
sinna heimilisstörfunum í dag, eitthvað
hefur verið vanrækt upp á síðkastið.
Taktu á móti gestum í kvöld og búðu þig
undir að eitthvað óvænt gerist.
Vogin (24. sept.—23. okt.): Hinir yngri í
þessu stjörnumerki taka einhverjar
ákvarðanir sem gleðja þá eldri í fjöl-
skyldunni. Þú verður að leita aðstoðar hjá
nágranna þinum vegna smáóhapps sem
hendir þig heima fyrir.
Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Nú er
rétti tíminn til að sættast við þá, sem þú
hefur lengi verið ósáttur við innan fjöl-
skyldunnar. Einhver sem á í miklum
vandræðum þarfnast uppörvunar. Þú
skemmtir þér vel með nýjum vinum í
kvöld.
Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des): Þér
berst merkileg saga til eyrna í dag. Þú
lendir á einhverjum nýjum stað í kvöld.
Þú skalt hafa augu og eyru opin, gætir
jafnvel lært eitthvað gagnlegt með þvi
móti.
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þú skalt
hafa hægt um þig í dag og hvíla þig heima
fyrir. Þaó eru alltof margir sem hafa gert
kröfur til þín upp á síðkastið af því þú ert
þekktur að gjafmildi bæði á tíma og
peninga.
Afmælisbarn dagsins: Loksins ferðu að
sjá að rætast fer úr hlutunum hjá þér en
þú ert búinn að hafa mikið fyrir þeim.
Astarævintýri færir þér mikla hamingju.
Seinni hluti ársins verður happasæll og
þér ætti að bjóðast ný og betri atvinna eða
að þú verður hækkaður í tign á vinnustað.
Ef þú þarfnast félagsskapar skal ég kaupa handa þér
hund.
© Kmg Features Syndicate. Inc., 1975. World rights reserved.
Það er ekki bara Reykjavík sem er févana, við erum það
líka!
Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjöröur: Lögreglan simi 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreið sími 51100
Keflavík: Lögreglan simi 3333. Sjúkrabifreið
1110. Slökkvistöðin 2222.
Akureyri: Lögreglan simi 23222. Slökkvi- og
sjúkrabifreið simi 22222.
Vestmannaeyjar: LÖgreglan sími 3333. Sjúkra-
bifreið 1110. Slökkvistöðin 2222.
Bilanir
Rafmagn: 1 Reykjavík og Kópavogi, simi
18230. í Hafnarfirði i síma 51336.
Hitaveitubilanir: Simi 25524.
Vatnsveitubilanir: Sími 85477.
Símabilanir: Sími 05.
Bilanavakt
borgarstofnana
Sími 27311.
Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til
kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan
sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu-
kerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,
sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð
borgarstofnana.
Reykjavík — Kópavogur
Dagvakt: Kl. 8—17. Mánudaga, föstudaga, ef
ekki næst í heimilislækni, sími 11510. Kvöld-
og næturvakt: Kl. 17—08 mánudaga —
fimmtudaga, sími 21230.
Á laugardögum og helgidögum eru lækna-
stofur lokaðar, en læknir er til viðtals á
göngudeild Landspítalans. sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjón-
ustu eru gefnar í símsvara 18888.
I
Orðagáta
9
Orðagóta 10.
Ráðningár koma í reitina lárén,
en um leið myndast orð í skyggðu
reitunum. Að þessu sinni er
skýringin: Hesturinn.
1. Dýr ( og mannsnafn) 2. Svip-
léttur 3. Greinist sundur 4. Prúða
5. Glæringar 6. Illa gerði
hluturinn 7. Maturinn.
Orðagóta 9.
Ráðning á orðagátu 9: 1. Húsavík
2. Hjarnið 3. Snaróða 4. Barrtré 5.
Prestur 6. Urkoman 7. Heimtið.
Orðið í skyggðu reitunum:
HJARTAÐ.
Sjúkrabifreið: Reykjavík og Kópavogur, slmi
11100. Hafnarfjörður, sími 51100.
Tannlæknavakt: er í Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg alla laugardaga og sunnudaga
kl. 17—18. Sími 22411.
Apötek
Kvöld- og helgidagavarzla vikuna 2.—8. apríl
er í Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki.
Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt
vörzluna á sunnudögum, helgidögum og al-
mennum frídögum, einnig næturvörzlu frá
kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga,
en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og
almennum frídögum.
Hafnarfjöröur — Garöabær
nætur- og helgidagavarzla,
upplýsingar á slökkvistöðinni í síma 51100.
Á laugardögum og helgidögum eru lækna-
stofur lokaðar en læknir er til viðtals á
göngudeild Landspítalans, sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu
eru gefnar í simsvara 18888.
Borgarspítalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30 —
19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30 — 14.30
og 18.30—19.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl.
18.30— 19.30.
Fæöingardeild: Kl. 15—16 Og 19.30—20.
FæÖingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl.
15.30— 16.30.
Kleppspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og
18.30— 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30—16.30.
Landakot: Kl. 18.30 — 19.30 mánud. —
föstud., laugard. og sunnud. kl. 15—16.
Barnadeild alla daga kl. 15—16.
Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl.
13—17 á laugard. og sunnud.
Hvítabandiö: Mánud. — föstud. kl. 19.—19.30.
laugard. og sunnud. á sama tíma og kl.
15—16.
Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15—17 á
helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.—laugard. kl
15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15—16.30.
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 19 —
19.30.
Bamaspítali Hringsins: Kl. 15 — 16 alla daga.
f0 Bridge
&
Grikkir, sem oftast hafa verið
meðal hinna neðstu á Evrópu-
mötum í bridge, komu mjög á
óvart á því síðasta — í Brighton í
fyrrasumar. Hér er gott varnar-
spil hjá grísku spilurunum
Roussos og Matrangas gegn dr.
Keyser, Belgíu. Norður spilaðu út
tíguldrottningu í fjórum hjörtum
vesturs.
Nobður
A A7643
9 Á108
0 DG5
*32
Vestur
* 2
<9 KDG64
0 1087
* KDG8
Austur
A KD1095
532
0 9
* A765
SUBUR
♦ G8
97
0 AK6432
* 1094
Norður-suður höfðu alltaf sagt
pass í spilinu. Matrangas i suður
yfirtók drottningu norðurs í tígli
á stundinni — og spilaði
spaðagosa. 'Roussos tók á ásinn og
spilaði spaða áfram. Doktorinn í
sæti vesturs — Keyser var
ánægður að spaðaásinn var úr
sögunni — og fór í trompin.
Spilaði litlu trompi á gosann.
Norður tók strax á hjartaás og
spilaði þriðja spaðanum — og
þegar suður trompaði með hjarta-
níu hrundi spilið hjá vestri.Hann
varð að trompa yfir og norður
fékk svo slag á hjartatíu. Tapað
spil. Þetta er kannski ekki mjög
erfitt, þegar maður sér allar
fjórar hendurnar.. . en það er
gott að finna þessa vörn við spila-
borðið.
If Skák
Lengsta skákin í keppni Sovét-
ríkjanna og „heimsins” fyrir
nokkrum árum var milli
Matulovic, Júgóslavíu, og
Botvinnik Þessi staða kom upp
hjá þeim. Júgóslavinn hafði hvitt
og átti leik — og margir
áhorfenda töldu að gamli heims-
meistarinn mundi vinna með peði
yfir. Aðrir að hvítur ætti þráskák.
Hvor hópurinn hafði rétt fyrir
sér? — eða voru allir áhorfendur
á villigötum?
9 ;J/
X ii ‘ i _ - P m i
* slf
£
'í* «* ' * 'b': V '
‘ " '>?'■ 'Wr'
■ ?v & ... ístí„'
Matulovic lék í 93. leik Dd3+.
Jafntefli — Hvítur er patt ef
svartur drepur drottninguna.
■
Það er hátíðarmatur í kvöld
nokkrar kartöflur!
mér áskotnuðust