Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 3
DACHLAtm). MAM'DAllt'l! :i. MAI lí)7(i. VERÐUR BYGGINGARSAM- ÞYKKTINNI FRAMFYLGT? — spyr lesondi ef tir auglýsingu byggingaf ulltrúans í Reykjavík um breytingar á húsum Byggingameistari skrifar: „Húsnæóismál hafa lengi verið í brennidepli, enda brýnt að sem flestir hafi þak yfir höfuðið. Flestir eru sammála um að mikil óreiða ríki í þessum málum. Margir eru í húsnæðishraki. og eins er mikill fjöldi íbúða sem stríða gegn byggingarsamþykktum, bruna- málasamþykktinni og lögum Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins. Eins er talsvert um heilsu- spillandi húsnæði, þó auðvitað hafi mikið áunnizt þar á undanförnum árum. Astæða þessara skrifa minna er þó auglýsing bygg- ingafulltrúans í Reykjavík í Dagblaðinu og fleiri blöðum þann 23. apríl en hún var svo- hljóðandi: Húseigendur athugið! Við viljum hér með vekja athygli á, að allar breytingar á húsum, bæði S notkun þeirra og útliti, eru háðar sérstöku sam- þykki byggingarnefndar. Einkum skal benda á að við að breyta gluggum húsa, t.d. fella niður pósta, breyta þau oft mjög um svip og ber því skýlaust að sækja um leyfi til þeirra breytinga. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bygginga- fulltrúa Skúlatúni 2. 2. hæð. Byggingafulltrúinn íReykja- vik. Manni verður á að spyrja hvort auglýsingin boði ekki breytta stefnu í meðferð mála, eftirlit með misnotkun og breytingu húsnæðis. Óneitan- lega má túlka auglýsinguna svo. Til þessa hafa borgaryfirvöld þverbrotið lög og reglur um þessi efni, það er ákvæði bygg- ingarsamþykktarinnar, bruna- málasamþykktarinnar og lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Glöggt dæmi um þetta þekki ég vel. Maður nokkur byggði fyrir ekki mörgum árum raðhús í austurborginni og þar býr hann nú. Húsið er í fjög- urra húsa raðhúsalengju og hvert hús er með íbúð á hæð, auk bifreiðageymslu og niður- gröfnum kjallara sem sam- þykktur er sem tómstunda- húsnæði. Þessi maður er byggði rekur byggingastarfsemi í borginni. Nágranni hans kvartaði undan hávaða frá vél en maðurinn notaði kjallara sinn sem tómstundahúsnæði — það er smíðastofu. Við byggingu hússins lagði hann mikla áherzlu á að einangra vel til að fyrirbyggja hljómburð. Þessi maður rak byggingastarf- semi — og vann því ekki lang- tímum saman i kjallaranum. En honum voru meinaðar frekari smíðar á þeirri forsendu að hávaði frá vélinni truflaði nágrannana. Því fékk hann fulltrúa frá borgarlækni til hljómmælinga. Kom þá í ljós að í íbúðinni við hliðina heyrðist ekkert hljóð. Þrátt fyrir þetta var honum meinuð starfsemi í kjallar- anum. Þegar málum var svona komið þá sneri byggingar- meistarinn sér til byggingafull- trúa og krafðist þess að kjallari nágrannans yrði einnig rýmdur — en ekki leigður út sem íbúð eins og gert hafði verið, þrátt fyrir að kjallarinn bryti i bága við byggingarsamþykkt. Þar er lofthæð 215 cm — en ekki 245 eins og skylt er. Gluggastærð er ekki lögleg — kjallarinn er niðurgrafinn um 150 cm I stað 50 eins og samþykkt segir til um. Eins krafðist hann að bifreiðaviðgerðir í bílskúr yrðu bannaðar — en þar voru rafsuða og logsoðið. Hann krafðist að þetta yrði fjarlægt vegna eldhættu — en bíl- skúrinn er sambyggður húsun- um. Húsin eru undir plast- einangruðu timburþaki með asfaltpappa. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá bann sett á þetta tókst það ekki. En sumsé — nú virðist eiga að taka þessi mál föstum tökum, ef marka má auglýsinguna. Verður fróð- legt að sjá framhald málsins.” Hvað er klám? Seljið húsið hœstbjóðanda — og látið peningana renna óskipta til DAS, segja 3 sjómenn úr Haf narfirði Þrír sjómenn úr Hafnarfirði hringdu: ,,Eins og flestum er kunnugt þá spila happdrættin á tslandi með mikinn fjölda miða — það er óselda miða. Út á það er í sjálfu sér ekkert að setja — en síðastliðin tvö ár hefur happ- drætti DAS fengið stærsta vinninginn, er það bauð upp á. — Hér var um einbýlishús að ræða. Happdrættið setti þessi hús á vinningaskrá aftur — en okkur finnst að happdrættið eigi einfaldlega að selja húsin hæst- bjóðanda og láta peningana renna óskipta til byggingar elli- heimilis aldraóra sjómanna er nú er verið að reisa í Hafnar- firði.” Gabba skrifar: - ,,í Dagblaðinu sl. miðvikudag var bréf er nefndist „Engar klámauglýsingar i íslenzkum fjölmiðlum." Lagzt er gegn því að islenzkir fjölmiðlar, og þá sérstaklega ríkisfjölmiðlarnir, birti „klámauglýsingar.” Það væri fróðlegt að vita hvernig auglýsing um nektar- dansmey geti flokkazt undir „klám”? Hvað er I rauninni „klám”? „Ef það er nakin stúlka eða stúlka sem tínir af sér spjar- irnar fyrir framan áhorfendur, þá hlýt ég alveg að hafa mis- skilið hvað orðið merkir. Ætli „klám” sé ekki nokkuð afstætt „hugtak” og sé meira og minna hjá hverjum og einum, og ráði hugsunarháttur e.t.v. nokkru þar um. Alkunna er að hægt er að segja frá ýmsu sem hlustendur leggja mismunandi skilning í, —kannski er það eins og með „klámið" " Er þetta kannski klám? Tónlistargagnrýni DB: Lastar það er vel er gjört — Hampar lógkúrunni! — segir lesandi og er ekki alls kostar sóttur við gagnrýni Jón Kristins Cortes í DB Helgi Einarsson, Sporðagrunni 7, skrifar: „Iðulega hefur tónlistargagn- rýni Jóns Kristins Cortes í Dag- blaðinu komið mér gersamlega í opna skjöldu — hann hefur gert sig sekan um hlutdrægni, sem er langt fyrir utan allt vel- sæmi og þannig opinberað fá- vizku sína og lágkúruhátt. Þvi get ég ómögulega skilið hvernig Dagblaðið sér sér fært að birta gagnrýni þessa manns. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skrif Jöns ganga í berhögg við skoðanir og smekk hlutlausra tónlistarunnenda. Honum er gjarnt að lasta það sem vel er gert og hampa lág- kúrunni. 1 Daghlaðinu þann 23. apríl keyrði um þverbak í skrif- um Jóns er hann fjallaði um Ingölf Guðbrandsson og Pölý- fónkórinn. Eins og vænta má um Bachs fyrr en i flutningi Pólý- mann.sem að líkindum hefur fónkórsins undir stjórn Ingólfs. aldrei heyrt H-moll messu hefur Jón ekki nokkurn skapaðan hlut að segja um með- ferð þessa stórbrotna verks undir röggsamlegri stjórn. Dómur hans snýst ekki um verkið sjálft né flutning þess heldur einkenndist dómur hans af öfund, rætni og niðrandi orðum í garð þess manns, sem fyrstur íslendinga ber þessa gersemi Bachs á borð fyrir þjóðina. Þannig hefur Ingólfur haft ómæld áhrif til góðs fyrir íslenzkt tónlistarlíf með óeigin- gjörnu starfi sínu. Eg hlýddi á flutning H-moll messunnar í Háskólabíói á laugardag fyrir páska og tel það vera einn af hátindum tón- listarflutnings á íslandi fyrr og síðar. Eg skora á þá. sem urðu vitni að þessu listræna afreki að mótm:ela hinum ósæmandi skrifum Jóns Gortes." Spurning dagsins Er mánudagur til mœðu? Ölöf Sverrisdóttir nemi í ML.: Stundum, ekki alltaf. Maður er búinn að sofa út tvo daga I röð og þá er oft erfitt að vakna og öll vikan er framundan. Guðrún Erlendsdóttir starfs- stúlka: Nei, þetta orðtæki passar hreint ekki. Bergur Felixson framkvæmda- stjóri: Jú, að vissu leyti stenzt þetta orðtæki. Ég geri ekki vissa hluti á mánudögum, maður á ekki að flytja eða byrja í nýrri vinnu. Ólöf Guðfinnsdóttir nemi: Nei, ég trúi því ekki að mánudagur sé nokkuð verri en aðrir dagar. Það fer eftir því hvað hver dagur ber I skauti sér, sumir eru mæðudagar. Egill Pétursson nemi: Já, að sjálf- sögðu. Þetta er versti dagur vik- unnar, þá eru allir timbraðir og ómögulegir. Pétur P. Arnarson nemi: Já, ég er að fara I latínupróf I dag og útlitið er ekki bjart. Annars eru venju- legir latínulausir mánudagar ekk- ert öðruvísi en aðrir dagar. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.