Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 4
4 DACBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 3. MAÍ 1976. HIÐ FYRIRHUGAÐA 240 MANNA HEIMILt Á MÓRKUM HAFNARFJARÐ AR OG GAROABÆJAR MEÐ VISTDEILDUM OG HJÚKRUNARDEILD AUK DAGVISTUN ARDEILDAR FYRIR 60 MANNS, SEM BYRJAÐ ER AÐ REISA. HEIMILI ÞETTA VERÐUR SAMBÆRILEGT VIÐ HIN FULL- KOMNUSTU Á ÞESSU SVIÐI BÆÐI VESTAN HAFS OG AUSTAN OG HVER MIÐI ER STÓR-MÖGULEIKI. SALA OG ENDURNÝJUN STENDUR YFIR. MÁNAÐARVERÐ MIÐA 400 KRÓNUR. DREGIÐ í 1. FLOKKI 4. MAÍ Laust verzlunarpláss Á bezta staö í Reykjavík, þar sem margar verzlanir eru að koma sér fyrir, er laust pláss fyrir verzlun meó gjafavörur í háum gæðaflokki. Þeir, sem vilja flytja verzlun sína eða stofna nýja, gjöri svo vel að leggja nöfn sín og símanúmer á afgreiðslu blaðsins merkt ,,Centrum 456”. Stúlka óskast til heimilisstarfa Vinnutími eftir samkomulagi. Aðeins vön og rösk stúlka sem getur unnið sjálfstætt, kemur til greina. Má ekki vera yngri en 20 ára. Mjög gott kaup í boði fyrir röska og áreiðanlega stúlku. Tilboó sendist blaðinu fyrir 6. maí merkt ,,Stúlka 2222”. Smurbrauðstofan BwlORIMIIMIVi Njálsgötu 49 - Sími 15105 i SIMl 22718 'iáUóiítuw Æ- mcvi-/ J PASSA/vnrNDÍRÍ ^ ^ ^ -—z. ^ -V' ^-j . ■ ■ na/'n.'.kJ/tíaUú, J. Amatör | LAUGAVEGI 55 ! LEITAÐ AÐ LÍKUM — tveim eða jaf nvel þrem A milli þrjátíu og fjörutíu manns leituðu árangurslaust all- an laugardaginn að líki Guðmund- ar Einarssonar skammt sunnan Hafnarfjarðar. Jafnframt var leitað að tveimur pokum nærri Kúagerði, en eins og sagt hefur verið frá í DB kom fram við yfir- heyrslur yfir banamönnunt Guð- mundar að þeir hefðu farið með tvo poka að næturlagi þangað suðureftir. Ökumanninum sögðu þeir að i pokunum væri lik. Enn liggur ekki ljóst fyrir af hverjum það lík er. Að líki Guðmundar skammt frá Sædýrasafninu leitaði 15—20 manna hópur nema úr Lögreglu- skólanum. Leitin þar hófst um kl. 9.30 um morguninn. Þegar Dag- blaðsmenn komu þangað klukkan langt gengin þrjú um daginn töldu leitarmenn sig hafa leitað af sér allan grun. „Annars eru leitarskilyrði mjög slæm hér,” sagði einn flokksforingjanna, „við erum búnir að fara tvisvar og þrisvar yfir hvern einasta stað og getum aldrei verið almennilega vissir." Það voru þeir Sævar Ciesielski, Kristján Viðarsson og Tryggvi Leifsson sem fluttu lík Guðmund- ar heitins út í htaunið í janúar 1974. Ökumaðurinn, Albert Skaftason. beið í bílnum við veg- brúnina á nteðan og telur sig hafa beðið í 20—30 mínútur eftir að þremenningarnir hurfu út i ntyrkrið með byrði sína. Um kl. 15 á laugardaginn til- kynnti Örn Höskuldsson saka- dómari leitarmönnum við Sædýrasafnið aó þeir skyldu hætta leit og flytja sig suðureftir til hins leitarhópsins, félaga úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Þar var leitað á tveimur svæðum en einnig árangurslaust. Þegar um hádegið í gær var Örn Höskuldsson kominn með menn sína í Síðumúlafangelsið þar sém gæzlufangarnir eru i haldi. —ÓV. Njörður Snæhólm rannsóknarlög- reglumaður st.jórnaði einum leitarflokkn unt. Aostaða til leitar í hrauninu er mjög erfið, hver gjótan annarri lík. DB-myndir Björgvin Pálsson. Lögregluskólanemar leituðu i nærri se\ tíma að liki Guðmundar Einarssoiíar sunnan Hafnarfjarðar. Sunnan úlversins i Straumsvik leiluðu félagar úr Hjúlparsveit skúta i Hafnarfirði að pokunum tveiuiu r.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.