Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 3. MAÍ 1976. ÖMAR VALDIMARSSON stjórninni seni sögóu malajsisku leyniþjónustuna hafa komið útsendurum sínum inn í flokkinn. Opinberlega er áætlað að CPM hafi á að skipa um 1700 hermönnum, í klofningshópi marz-leninista eru um þrjú hundruð hermenn og byltingar- hópurinn hefur um hundrað hermönnum á að skipa. CPM og marz-leninistarnir hafa barizt sín á milli síðan í janúar þegar þeir siðarnefndu gerðu nokkrar tilraunir til að ná landsvæðum frá CPM í suðurhluta Thailands. Marz-leninistarnir, sem hafa komið upp eigin útvarpsstöð (Suara Rakyat—Rödd alþýð- unnar) tíl að skapa mótvægi við gamla og gróna útvarpsstöð CPM (Sura Revolusi—Rödd bvltingarinnar), hafa nú leitað eftir friðarviðræðum við CPM. „Hœttulegast ef þeir vinna hug og hjörtu landsmanna” Yfirmaður malajsísku her- sveitanna í Perak-fylki, Datuk Jaffar Onn hershöföingi, sagði fyrir helgina í viðtali við fréttamann Reuter- fréttastofunnar að tilgangur hernaðaraðgerðanna væri að koma skæruliðunum úr jafn- vægi svo stjórnarhernum gæfist tækifæri til að grafa undan starfsemi þeirra og koma fyrirhuguðum þróunar- áætlunum í framkvæmd. Datuk Jaffar hershöfðingi, sem er yngri bróðir Datuk Hussein Onn forsætisráðherra Malajsíu, segir mestu máli skipta að skæruliðunum takist ekki að vinna ,,hug og hjörtu” landsmanna. Þróunaiáætlanir stjórnar- innar eru fyrst og fremst í þágu alþýðu landsins, sagði hann. Tvær slíkar áætlanir gilda fyrir Perak. Skemmdarverka- starfsemi 120 km langur þjóðvegur sem áætlað er að muni kostar sem svarar ellefu milljörðum ísl. króna mun tengja Grik, 43 km suður af Kroh, við Kelantan- fylki, nyrzt í landinu. Vegarlagningunni verður lokið 1978, tveimur árum síðar en upphaflega var áætlað. Töfin er af völdum hernaðaraðgerða skæruliðanna sem m. a. sprengdu í loft upp og eyðilögðu sextíu og átta jarðýtur í Grik 1974 og drápu nokkra yfirmenn vegagerðar- innar. Með veginum opnast ný þéttbýlissvæði og byggða- kjarnar. Frumskógasvæði meðfram landamærum Malajsíu og Thailands, sem til þessa hafa verið nær algjörlega einangruð, komast í þjóðbraut. Vatnið góða Skæruliðar hafa einnig beitt sér af krafti gegn fram- kvæmdunum við Temenggor- orkuverið sem japanska verktakafyrirtækið Hazama Gumi byggir. . Aætlaður kostnaður við framkvæmdina er sem svarar hálfum sautjánda milljarði Isl. kr. Af því er tæplega helmingur japanskt lán. Þegar byggingu stífluversins verður lokið á næsta ári mun það sjá allmörgum fylkjum i vesturhluta landsins fyrir um 370 þúsund kw. raforku. Það mun m.a. gera landsmönnum kleift að hefja fiskveiðar að nokkru marki. Datuk Jaffar hershöfðingi dregur ekki dul á að hann telur viölika mikilvægt ao með stíflu- gerðinni myndast 80 km breitt stöðuvatn á landamærunum. Það á eftir að reynast skærulið- unum þrándur í götu. 11 Traðkað ó rétti neytandans Kjallarinn Telja verður nú að sjálfsmeð- vitund þjóðarinnar sé dauð og einnig samviska hennar því hvergi er meir traðkað á rétti hins almenna borgara en hér á landi. Virðingarleysi fyrir rétti neytandans kemur fram á öllum sviðum þjóðlífsins, hann er alls staðar prettaður og traðkað á rétti hans og honum er í hæsta lagi sagt að halda kjafti ef hann opnar munninn til þess að mótmæla órétti. Hinar „viljalausu verur” eru oftast ekki þess umkomnar að láta í sér heyra, þær kjósa oftar að kyngja óréttlætinu en að gera uppsteyt. Nefna mætti mörg dæmi um það hvernig traðkað er á rétti hins almenna borgara en hér eru einungis tök á að nefna örfá. Fyrir ári lét IJeilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gera athugun á rjómabollum i verslunum í Reykjavík. Athugað var hvort raunverulega væri rjómi á milli laga í bollunum. í ljós kom að 3/4 hlutar af öllum sýnum, er tekin voru. revndust innihalda gervirjóma. Heilbrigðiseftir- litið skrifaði fyrirtækjunum, sem framleiddu rjómabollurn- ar, og ávítaði þau fyrir að selja vöru undir fölskum forsendum. Kvaðst heilbrigðiseftirlitið mundu kæra til Sakadóms ítr- ekuð brot. Á bolludaginn í ár var aftur gerð sams konar könnun og kom þá í Ijós að mörg fyrirtæki héldu upptekn- um hætti. Einstöku fyrirtæki hafði þö blandað rjóma allt að 15% saman við gervirjómann. Hér er ekki um beina ósvífni bakaranna að ræða. Hér er um það að ræða að þeir vita að mál sem þessi, sem kærð eru til Sakadóms, taka mjög mörg ár og sektir eru mjög vægar. Þeir hundsa því hreinlega fyrirmæli Heilbrigðiseftirlitsins. Hinn almenni borgari virðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af þessu. Þó er það staðreynd að maður nokkur f Svíþjóð, sem heitir Björn Gillberg og hefur orðið frægur fyrir að gera mat- vælaframleiðendum á Norður- löndum erfitt um vik vegna þekkingar sinnar á innihaldi aukaefna og eiturefna í matvælum, tók sér það fyrir hendur fyrir nokkrum árum að ófrægja gervirjóma. Sýndur var sjónvarpsþáttur með Björn Gillberg í sænska sjónvarpinu sem heitir „Eg get bara ekki haldið kjafti”. Sjónvarpsþáttur- inn varð frægur vegna þess að í þættinum tók Björn Gillberg einn pakka af gervirjóma, skoðaði aftan á pakkann og Reynir Hugason fann að meðal efna, sem voru í gervirjómanum, voru efni sem ágæt eru til þvotta. Hann tók því skyrtuna sína og þvoði hana upp úr gervirjómanum — og gekk það vel. Björn Gillberg gerði marga fleiri þætti og eru þeir um margt mjög merkilegir. Þar telur hann meðal annars að flestar unnar kjötvörur, sem framleiddar eru í Svíþjóð, séu hinn mesti óþverri og alls ekki mannafæða enda setur hann þær aldrei sjálfur inn fyrir sinn munn. Minna má á að neytendasam- tijkin létu nýlega gera könnun á unnum kjötvörum og salati í verslunum í Reykjavík og kom f ljós að gerlainnihald ýmissa sýnanna var með fádæmum hátt. Var ein prufan sérstak- lega dæmd fádæma óþverri. Ekki má gley ma því að ekkert var athugað um efnainnihald varanna að öðru leyti. Verðlagsyfirvöld setja mönn- um stólinn fyrir dyrnar með verðlagningu á matvælum sem framleidd eru hér á landi. Framleiðendur fara þvf þannig að þegar þeir athuga hvaða efni skuli sett í matvöruna, að þeir gera sér grein fyrir að viss efni verða óhjákvæmilega að vera i vörunni. Afgangurinn, kannski 50—80% af þunga vörunnar, eru fylliefni. Þeir reikna því afturábak frá leyfilegu há- markssöluverði hvaða fylliefni megi láta í vöruna. Sinar og fita eru ódýr fylliefni enda þarf ekki annað en að fara ! verslan- ir til þess að finna nóg af slíku rusli. t smjörlíki er mest notað hert þorskalýsi sem er hinn mesti óþverri. Slfkar aðferðir eru að visu líka þekktar frá öðrum löndum. Þjóðverjum tókst meðal annars eitt sinn að framleiða pylsur sem innihéldu 98% vatn. Hin 2% voru bindi- efni og bragðefni. Samtakamóttur neytenda. Neytendasamtök í flestum löndum eru mjög sterkt afl.ís- lendingar eru auðvitað undan- tekning eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er algjör- lega í samræmi við dauða sjálfs- meðvitundar þjóðarinnar að á aðalfundi Neytendasamtak- anna nú f apríl mættu einungis 13, þar af 11 stjórnarmeðlimir. Félagar, sem greiða til samtak- anna eru þó 3200. Þessi hæg- fara dauði sjálfsmeðvitundar þjóðarinnar hefur smám saman verið að breiða sig út yfir allan þjóðarlfkamann á undanförn- um árum. Á aðalfundi samtak- anna fyrir 2 árum komu 25, en á aðalfund í fyrra komu 18. Af þessu má draga þá ályktun aó mönnum sé skítsama þó þeim sé byrlað eitur, þó þeim sé selt ónýtt drasl, þó þeir séu hunds- aðir þegar þeir kvarta og þótt þeir séu rúnir inn að skinninu bæði af stjórnvöldum, kaup- mönnum og framleiðendum. Gerum nú eitthvað. Eflum frjáls neytendasamtök. Reynir Hugason verkfræðingur. Mikil gleðitíðindi fóru yfir ísland þegar tilkynning kom frá fréttamanni Ríkisút- varpsins, Kára. sem nú er um borð í togaranum Baldri, að brezku herskipin á Islands- miðum væru hætt að standa í ásiglingum og hefðu tilkynnt að hér eftir mundu þau aðeins fylgja íslenzku strandgæzlu- skipunum eftir og senda togurunum tilkynningu um ferðir þeirra. Þegar slfkar fréttir berast vaknar undireins spurningin, hvernig standi á þessari uppgjöf Bretanna. Þá er fyrst að gera sér ljóst hvað hefur breytzt nýverið og hvað er nýtt í stöðunni. Víg- stöðvarnar í landhelgisstríði Breta og íslendinga eru aðal- lega 4, heimavfgstöðvar á Islandi, tslandsmið, heimavíg- stöðvarnar í Bretlandi og svo á alþjóðavettvangi. I öllum þessum vfgstöðvum hafa átt sér stað verulega breytingar okkur f vil. Ekki hefur Morgunblaðið nú á undanförnum vikum gert minnstu tilraun til að reyna að gera þetta dæmi upp og athuga stöðuna, sem upp kemur, en þess í stað ausió yfir þjóðina undanslætti og uppgjafartón. Svo langt hefur þetta gengið að Guðlaugur G.islason, alþingismaður frá Vestmanna- eyjum, verður að taka sig til og rita grein i Morgunblaðið 13. april um Landhelgismál — Reykjavíkurbréf, til þess að setja ofan í við nafnlausa menn á ritst.jórn Morgun- blaðsins og frábiðja sér að álitið sé að skrif Morgunblaðsins túlki skoðanir þingmanna Sjálfstæðisflokks. Hér skiptir ekki máli hvort Morgunblaðið segist vera einka fyrirtæki úti í bæ þegar það hentar:! hugskoti almennings er lilið á Morgunblaðið sem mál- gagn Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn notar ekki önnur . málgögn a höfuðborgarsvæðinu. Og aldrei sjást f því blaði merkingar um hvort skrif þess eru að túlka skoðanir og það efni, sem forusta Sjálfstæðisflokksins vill flytja stuðningsmönnum flokksins, eða hvort þar sé á ferðinni eitthvað sem drengirnir á ritstjórn blaðsins hafa verið að sjóða saman upp á eigin spýtur. Þar til það er gert ber Sjálfstæóisflokkurinn, í hugskoti almennings, ábyrgð á skrifum starfsmanna hjá einka- fyrirtæki úti í bæ, og það er það sem skiptir máli hér. . Viturlegasta aðgerð fslenzkra stjórnvalda í rekstri landhelgis- strfðsins gagnvart Bretum er framkvæmd á ábendingum Auðuns Auðunssonar skip- stjóra um að taka í notkun hraðgengustu skuttogara okkar. Hann gerði sér manna fyrstur ljósa þá einföldu staðreynd að ónýta mætti hraðayfirburði brezku freigátnanna með meiri skrokk- styrkleika. Enda fór það svo nú fyrir nokkru að skuttogarinn Baldur sendi stórlöskuð heim til Bretlands tvö af þessum brezku herskipum á nokkrum dögum. Er hér með fundin vörnin gegn brezku freigátunum. Nú er búið að taka togarann Ver einnig í gæzluna og með sama árangri og hjá Baldri um daginn væru allar 4 fkeigáturnar, sem Bretar hafa að staðaldri á Islandsmiðum, komnar stórlaskaðar á leið til Englands, ef þeir reyndu ásiglingar á þessi nú 2 sterkustu skip Landhelgis- gæzlunnar. Það þarf ekki stóran herfræðing til að sjá fyrir afleiðingarnar af frekara ásiglingauppátæki brezka flotans. Bretar eru búnir í fullri skynsemi að gefast upp í þessum þætti landhelgis- strfðsins. Og nú er undanhaldið rekið, fjöldi togvíraklippinga nú á nokkrum dögum, sem brezki flotinn gat ekki komið í veg fyrir þrátt fyrir fyrir- skipanir frá London, og ástæðan fyrir sendingu hans á Islandsmið var að vernda „friðsamar og frjálsar veiðar brezkra fiskimanna á hinu frjálsa opna úthafi." Þetta eru harðar staðreyndir f.vrir brezka flotann, að hafa reynzt Pétur Guðjónsson vanmegnugur í framkvæmd þessa fyrirskipaða ætlunar- verks. En það er fleira sem breytzt hefur. Á heimavígstöðvunum er brezka stjórnin sífellt að verða einangraðri og einangraðri f framkvæmd stefnu sinnar f fiskveiðimálum. Öll brezku blöðin eru orðin á móti stjórninni, þau gera sér aúgsýnilega betur ljósa stöðuna í landhelgisstríði Breta og íslendinga en blessað Morgun- blaðið gerir. Eini fjölmiðillinn, sem skiptir máli í Bretlandi og styður ennþá stjórnina í niegin- atriðum, er BBC. En stjórnin á ekki lengur frið einu sinni f Neðri málstofunni. Minnumst fyrirspurnar og yfirlýsingar Prestcotts þingmanns frá Hull, þar sem hann kallar eftir viðgerðarkostnaði freigátnanna, sem höfðu laskazt á íslandsmiðum, og við- gerðarkostnaðurinn er svo gífurlega hár, að aðstoðarflota- málaráðherrann þykist ekkert um hann vita. Prestcott lýsir aðstoðarráðherrann ósanninda- mann, þar sem tölurnar séu í ráðuneyti hans vegna þeirrar einföldu starfsvenju að ef brezkt herskip kemur bilað eða laskað i höfn er undireins hafizt handa um að semja Bretarnir gefast upp skýrslu um bilun eða löskun og gerð áætlun yfir viðgerðar- kostnaðinn. Því sé fyrir hendi í ráðuneyti aðstoðarflotamála- ráðherrans áætlun yfir við- gerðarkostnað hinna löskuðu freigátna. Hann segir Prestcott vera á 400 milljónir króna og annar kostnaður beint við leigu dráttarbáta o. fl. um 500 milljónir. Þannig sé þessi ■kostnaður til samans orðinn beinn á 900 milljónir króna, sem sé ekki í nokkru samræmi við þau verðmæti sem sé verið að reyna að vernda. Er svo við þetta bætist að Bretland hafi meiri hagsmuni af stórri landhelgi en lítilli þá veröi ekki séð hvaða tilgangi þessi fjáraustur þjóni. Strfðið í Víetnam, tók snöggan enda, vegna þess að bandaríska þingið stöðvaði fjárveitingar til reksturs þess. Brezka ríkis- stjórnin á þvf það sama yfir höfði sínu f dag, að brezka þingið blátt áfram stöðvi fjár- veitingar til þeirra vitfirrtu aðgerða brezka flotans sem hann stendur í í dag, eina þjóðin, Einn daginn voru 6 íslenzk varðskip á miðunum, tveim fleiri en brezku freigáturnar. Því skorti Breta tvær freigátur til viðbótar til þess að geta sett skip á skip. I slíkri stöðu eiga íslendingar yfirhöndina og árangur af veiðitilraunum brezku togaranna verður mjög takmarkaður. I slíkri stöðu eru Bretar búnir endanlega að tapa landhelgisstríðinu við íslendinga. Bretar geta eitt; hvað þrjózkazt enn og þvf ber að taka tvo skuttogara af sömu gerð og Baldur og Ver i gæzluna og reka rembihnútinn á hrakfarir Breta og neyða þá til þess að gera hið eina rétta i málinu, að brezka ríkisstjórnin taki upp nýja stefnu í fiskveiði- málum og snúi sér að þvi að vernda og byggja upp sín eigin fiskimið og hefjast handa undir- eins á þeirri endurskipu- lagningu og tækjabúnaðar- breytingum sem þetta hefur í för með sér. Og hætti að sóa miklum fjármunum á íslands- miðurn í algjöru tilgangsleysi og nota það fjármagn til fram- kvæmda í hinni brezku þjóðhagslega hagkvæmu nýju stefnu í fiskveiðimálum Pétur Guðjónsson forstjpri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.