Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. MAl 1976. Dankersen í úrslit gegn Gummersbach Við áttum aldrei að tapa þess- um leik í Dietzenbach, því þegar staðan var 15—13 fyrir Danker- sen um miðjan síðari hálfleikinn tók þjálfarinn okkur Ólaf, Becker og Busch út af. — alla f jóra í einu — og á næstu 10 mín. komst Dietzenbach í 18—16. Sigraði svo í leiknum með 20—17, sagði Axel Axelsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. — En þetta skipti ekki neinu máli. Dankersen sigraði i fyrri leik liðanna með 11 marka mun og leikur því til úrslita um Þýzka- landsmeistaratitilinn við Gumm- ersbach 16. maí. Sá leikur verður í Frankfurt. Gummersbach sigr- aði Hofweier í gær með 18—15. Vann þvi í báðum leikjunum, sagði Axel ennfremur. Ólafur H. Jónsson átti ágætan leik — skoraði fjögur mörk, og þeir Becker og Busch þrjú hvor. Aðrir færri. Ég var ekki mikið með, þar sem stefnt er að því, að ég verði heill, þegar að úrslita- leiknum kemur. Skoraði þó eitt mark í eina markskoti mínu í leiknum og átti tvær línusend- ingar — á Óla og Kramer — sem gáfu mörk. Það verður æft vel fyrir úrslitaleikinn og hugur í mönnum að standa sig vel, sagði Axel að lokum Hœttu sér ekki í slagsmálin Staðan gegn Bad Schwartau var jöfn í hálfleik, 10-10, en í síðari hálfleiknum komu leikmenn Schwartau-liðsins eins og „villidýr” til leiks. Við höfðum 15 marka forskot frá fyrri leik, svo ástæðulaust var fyrir okkur að fara í slagsmál. Menn forðuðust að lenda í átökum og meiðslum og Bad Schwartau sigraði með 25-16, sagði Gunnar Einarsson í morgun. Göppingen liðið, sem þeir bræður Gunnar og Ólafur leska með, heldur því sæti í Bundeslígunni næsta keppnistímabil. Sigraði í fyrri leiknum — i Göppingen — með 26-11 og samanlagt úr báðum leikjunum 42-36. Við tókum þessu heldur rólega — við Óli — og skoruðum eitt mark hvor, sagði Gunnar ennfreinur. Ólafur hélt heim til íslands í morgun — en Gunnar fer til Ítalíu um miðjan maí og verður þar í fríi um tíma. Um næstu helgi ræðst með hvaða liði þeir Gunnar og Olafur leika í Vestur-Þýzkalandi næsta vetur. PSV tapaði IloIIenzka meistaraliðið PSV Eindhoven tapaði í 1. deildinni í gær, en heldur þó enn forustu í deildinni með sömu stigatölu og Fejenoord. Bæði lið hafa 46 stig eítir 30 leiki, en PSV marka- töluna 79—25 gegn 68—35 hjá Fejenoord. Twente cr í 3ja sæti með 43 stig og Ajax hefur sömu markatöiu, cn lakara markahlut- fall. Helztu úrslit í gær urðu þessi: Eindhovcn-Twcnte 0—1 Fejcnoord-c.xcel.'.ior 4—2 Amsterdam-Haag 3—1 Az '67-PSV Eindhoven 1—0 Nec-Ajax 1—2 Slœmt tap í Charleroi — Belgíska meistaraliðið f rá í fyrra, Molenbeek, vann heppnissigur í 1. deildinni belgísku — Það var slæmt að tapa þessum leik gegn belgísku meisturunum frá í fyrra, Molenbeek, á heima- velli. Hrein óheppni því Charleroi átti miklu meira í leiknum. Illa var farið með góð tækifæri — og svo fengum við á okkur mikið klaufamark sem réð úrslitum. Þá var um hálftími af leik. Gefið var fyrir mark Charle- roi — markvörður okkar greip knöttinn, en missti hann svo beint fyrir fætur eins mótherjans, sem þakkaði gott boð og skoraði, sagði Guðgeir Leifsson.þegar Dagblaðið ræddi við hann í eær. Við erum nú í 3ja sæti að neðan — Beringen hlaut stig gegn Lokeren — og staðan er því alvar- leg. Um næstu helgi leikur Charleroi á útivelli gegn La Louviere, en það lið stendur í mútumálinu mikla. í því máli verður dæmt, þegar leiktima- bilinu lýkur — og það er ekki annað að heyra, en La Louviere verði dæmt niður. sagði Guðgeir SELF0SS SIGRAÐI Selfoss varð sigurvegari í Stóru bikarkeppninni. A laugardaginn sigraði 2. deildarlið Selfoss Stjörnuna úr 3. deild í Garðabæ 5—2. Stjörnunni nægði jafntefli í þeim leik en liðið átti aidrei möguleika gegn Selfyssingum. Selfoss er eina 2. deildarliðið sem tók þátt í Stóra bikarnum — hin liðin eru öll úr 3. deild. Víðir úr Garðinum tryggði sér þriðja sætið með því að sigra Þór frá Þorlákshöfn 3—1. Víðir var eina liðið sem tók stig af Selfossi. Vél- smiðjan Boði úr Þorlákshöfn gaf veglegan bikar til keppninnar. Lokastaða í Stóru bikarkeppn- inni varð: Selfoss 4 3 10 13—4 7 Stjarnan 4 3 0 1 9—10 6 Víðir 4 2 11 8—6 5 Grótta 4 0 1 2 6—9 1 Þór 4 0 1 2 3—10 1 ennfremur. Hann var ánægður með sinn hlut í leiknum gegn Molenbeek — en framlínumenn liðsins brugðust. Við höfum nú að litlu að keppa — unnum þó Beerschot 1-0 á heimavelli, sagði Ásgeir Sigurvinsson. Þetta var ágætur leikur hjá Standard og vánri Moier skoraði eina mark leiksins í s.h. Það voru milli 7-8 þúsund áhorfendur á leiknum — aðsókn hefur fallið mjög síðan við misstum af efstu sætunum. Það var mikið talað og er enn um landsleik Belga og Hollendinga á dögunum hér í Belgíu. Fimm leikmenn í belgíska landsliðinu voru frá Brugge og þeir eru ásakaðir fyrir að hafa hlíft sér í leiknum vegna UEFA-leiksins við Liverpool, sem leikinn var rétt á eftir, sagði Ásgeir ennfremur. Úrslit í Belgíu um helgina urðu þessi: Malines-Lierse 2-2 Ostende-Liegois 2-2 Standard-Beerschot 1-0 Antwerpen-Malinois 2-2 Berchem-Beveren 0-3 Anderlecht-La Louviere 1-1 Charleroi-Molenbeek 0-1 Lokeren-Beringen 0-0 Waregem-CS Brugge 4-1 Tvö heimsmet í hlaupum Hollenzki hlauparinn Jos Her- mans bætti heimsmet sín í klukkustundarhlaupi og 20 km í keppni í Papendal i Hollandi á laugardag. Hann bætti 37 metrum við klukkustundarmetið — hijóp 20.944 m, en eldra metið var 20.907 m. 20 km hljóp Hermans á 57:24.0 mín. en eldra met hans var 57:31.6 mín. — Ef við skiptum þvi í tvennt er það 28:42.0 mín. hvorir 10 km!! Aðdragandinn að vítaspyrnu Fram. Stefán Hreiðarsson spyrnir að i slæmdi hendinni í boltann. Marteinn Geirsson skoraði úr vítinu — | Skapbráðir voru Val lí — íReykjavikurmótinu — Valurvann Valur hefur tekið forystu í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir sigur gegn slöku liði Fram -2-1. Raunar má segja að sigur Vals hafi verið í minnsta lagi — slíkir voru yfirburðir iiðsins. Annars hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir Fram að rétt einu sinni voru lykilmenn liðsins áminntir — Marteinn Geirsson fékk áminningu— þriðji leikurinn i röð — Jón Pétursson einnig og loks var Kristinn Atlason áminntur af dómara leiksins, Magnúsi Theódórssyni. Leikmenn Fram höfðu allt á hornum sér — rifust innbyrðis, við dómara og hugsuðu mun meir um andstæðing sinn en boltann, því miður. Enda var uppskeran í beinu framhaldi af því — ekkert stig. Þið getið betur, Framarar. Leikið knattspyrnu. Tók of létl á málunum —sagði Muhammad Ali eftir að hafa varið titil sinn gegn Jimmy Young og sigrað naumlega Muhammad Ali lenti í miklum erfiðleikum í titilleik sínum gegn Jimmy Young í Landover í Mary- land aðfaranótt sl. laugardags — það svo, að margir fréttamenn í Bandaríkjunum töldu að Young hefði sigrað í leiknum. Dómar- arnir þrír gáfu þó AIi sigur á stigum í lotunum 15, þar sem fimm stig voru gefin fyrir sigur í lotu. Hringdómarinn Tom Kelly var með 72—65 fyrir Ali, og dóm- ararnir Larry Barett 70—68 og Terry Moore 71—64. Fréttamaður BBC við hringinn gaf Ali sigur — svo og fréttamaður Reuters, Bert Allen, sem taldi að Ali hefði unnið níu lotur, þrjár verið jafnar, en Young unnið þrjár — þar af tvær lokaloturnar, en þá var Ali alveg útkeyrður. Ég tók of létt á málunum — það er of mikið að vera yfir 104 kíló, sagði Ali eftir leikinn, en hann hefur aldrei verið þyngri á keppnisferli sínum. Ég byrja að æfa á mánudagsmorgun fyrir leikinn við Evrópumeistarann Dunn og ætla mér að komast niður fyrir 100 kílóin. Síðan sneri hann sér að Young og sagði. Þú slæmur maður — þú slæmur, en Young hafði lítið að segja. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að keppa um heims- meistaratitilinn — og hélt ég hefði gert nóg í hringnum til að sigra. Ali talaði stöðugt við mig meðan á keppninni stóð. Komdu strákur, þú ert að b'erjast um heimsmeistaratitilinn. Eg ætla að flengja þig. Og Ali talaði líka við blaða- mennina. Það er rétt að ég van- mat hann. Hefði æft miklu betur ef ég hefði vitað hvað hann er góður. Það munaði ekki miklu að ég tapaði leiknum, hann hristi upp í mér. Ég hélt hann auð- veldan. En hann sannaði að hann á skilið að fá leik við mig aftur. Það munaði ekki miklu að ég missti af miklum peningum. Ef ég hefði tapað hefði það kostað mig 20 milljónir US-dollara. Það verða tekjurnar af öðrum þeim leikjum, sem ég hef gert samning um á árinu — en í lok þess hætti ég. Eftir leikinn við Young var púað á Ali af um 13 þúsund áhorf- endum — og fjölmargir blaða- menn, bandarískir, voru á því að Young hefði sigrað í leiknum. Meðal þeirra var Dick Young, hinn kunni fréttamaður New York Daily News. Hann skrifaði í blað sitt. „Young vann stórsigur — hann var rændur á stóran hátt. Hann vann leikinn ekki á neinn sérstakan hátt. Hann flæmdi meistarann ekki um hringinn. En hann sló einfaldlega fleiri högg, sem hittu í mark, betri högg en Ali. Dick Young taldi að Jimmy Young hefði sigrað í leiknum — unnið ellefu lotur gegn fjórum. Og hann hélt áfram. „ Ali sigraði í leiknum það er með sanni hægt að segja á óréttlátan hátt. Ali geröi ekkert alls ekkert. Ali gaf titilinn frá sér — en dóm- ararnir gáfu honum hann aftur.” Leiknum var sjónvarpað — og sjónvarpsstöðvar og blöð fengu tugþúsundir hrisgiíiga frá fólki, sem taldi að Young hefði sigrað i leiknum. Það er ekki vafi á því, að Young kom Ali í alvarlega hættu i slök- um leik. Allir dómararnir gáfu þó Ali sigur á stigum — en erfitt var að dæma leikinn. Allir frétta- menn voru á einu máli um það, að aldrei fyrr hefðu þeir séð Ali hitta jafnilla — missa jafnmörg högg, og flestir kenndu lítilli æfingu um. Samt yar Ali í góðu skapi eftir leikinn. „Allir þessir bardagar, allur þessi sviti og tár. Kannski var þetta tíminn til að falla.” Annar leikur var háður þarna í Landover aðfaranótt laugardags. Ken Norton. — Mandingo í Austurbæjarbíói — maðurinn, sem kjálkabraut Ali, keppti við Ron Stander, og átti keppni þeirra að vera 12 lotur. En Norton hitti Stander með öllum höggum í bókinni — lokaði öðru auga hans i annarri lotu og í þeirri fjórðu var Stander svo illa leikinn, að dómarinn stöðvaði leikinn. 1 haust er fyrirhugaður leikur um heimsmeistaratitilinn milli Ali og Nortons — þriðji leikur milli þeirra kappanna. —hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.