Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUK 3. MAl 1976. 16 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I fyrsta skipti í níutíu ára sögu Southampton voru leik- menn iiðsins algjörir dýrlingar í augum Hampshirebúa, þegar þeir sigruðu Manch. Utd. vcrðskuldað i úrsiitaieik ensku bikarkeppninnar á laugardag. Þar sigruðu hinir reyndu leikmenn Dýrlinganna ungu strákana hjá United þvert ofan i alia spádöma, sem stóðu Manchester-liðinu 5-1 í hag — sigruðu í úrslitaleik sem ekki verður talinn í fremstu röð úrslitaleikja bikarsins — langt frá því að vera klassískur, og það var Manchester-iiðið fyrst og fremst sem brást vonum manna. Taugarnar ekki i lagi hjá piltunum ungu — og þungur Wembleyvöllurinn setti rythma þeirra úr lagi. Liðið stefndi að miklu — um tíma að sigra'bæði i deild og bikar — en í lokin stóð það uppi án nokkurs sigurs — örlög sem hafa hent svo mörg lið áður í enskri knattspyrnu. I annað sinn á þremur árum stóð því lið úr 2. deild með pálmann í höndunum eftir úrslitaleik bikarsins. Sunder- land sigraði Leeds 1973 með 1-0 og þá var Leeds-liðið talið álíka sigurstranglegt og lið Manch. Utd. nú. Sama markatala var á laugardag — Bobby Stokes skoraði eina mark leiksins átta mín. fyrir leikslok þegar Jim McCalliog sendi knöttinn til hans milli Martin Buchan og Brian Greenhoff miðvarðanna sterku hjá United. Þrumufleyg Stokes réð Alex Stepney ekki við — og Southampton verðskuldaði sigur í leiknum, þó svo miklar líkur séu á að Stokes hafi verið rangstæður þegar hann fékk knöttinn frá McCalliog. Jafnvel fram- Leikmenn Southamptons urðu dýrlingar í raun — þegar þeir sigruðu Manch. Utd. 1—0 í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar kvæmdastjóri Dýrlinganna, Lawrie McKeneny, sagði eftir leikinn að það kynni að vera að Stokes hefði verið rangstæður. En um það verður ekki deilt. Lið Southampton með alla sína reyndu leikmenn komst betur frá leiknum — og það var enginn 2. deildar-stimpill á leik liðsins. Leikmenn eins og fyrirliðinn Peter Rodrigues, Peter Osgood og Jim McCalliog, sem allir hafa leikið í úrslita- leik bikarsins áður, og Mike Channon, sem oft hefur leikið með enska landsliðinu á Wembley, verðskulduðu sigurinn. Og því rná ekki gleyma að á síðasta leiktíma- bili var Southampton í 1. deild — Manch. Utd. annarri. Fögnuður áhangenda Dýrlinganna var mikill þegar Rodrigues tók við bikarnum úr höndum Elisabetar drottningar — leikmaðurinn, sem talinn var við lok knattspyrnuferils sins í fyrravor þegar Sheff. Wed. gaf honum frjálsa sölu— en nú, 32ja ára, er þessi kunni welski landsliðsmaður fyrirliði bikarmeistara Eng- lands. Mikil breyting það — og hann átti sinn mikla þátt i sigri Southampton. Spilaði Gordon Hill, útherjann, sem skoraði bæði miirk liðs síns í undan- úrslitum gegrf Derby, alveg út úr leiknum — það svo að Hill var tekinn út af um miðjan síðari hálfleikinn. Gordon Hill náði sér aldrei á strik í leiknum — og þar með var mesti sóknar- broddurinn i liði United brotinn ó bak aftur. David McCreery kom í hans stað — en þessi 18 ára piltur gat litil mörk sett í leikinn — yfirburðir Dýrlinganna voru þá afgerandi. Fyrsti stórsigur Southampton frá því félagið var stofnað 1885. — Aðeins tveir sigrar áður í 3. deild. Veður var hið fegursta í Lundúnum þegar leikurinn hófst og allir miðar, 100 þúsund að tölu, löngu uppseldir. Svartamarkaðsverð gífurleg — miðar seldir fyrir utan Wembley-leikvanginn á um og yfir 30 þúsund krónur. Miklu færri fengu þó miða en vildu— en þó var hægt að sjá leikinn í sjónvarpinu. Milli 400 og 500 milljónir víðs vegar um heim fylgdust með þessum mesta sýningarleik knattspyrnunnar — þegar úrslitaleikur HM er frátalinn — á þann hátt. Bæði lið voru með sína sterkustu liðs- skipun. Manch. Utd.: — Stepney, Forsyth, Greenhoff, Buchan, Houston, Daly, Macari, Mcllroy, Coppell, Pearson og Hill. Southampton: — Turner, Rodrigues, Blyth, Steele, Peach, Ilolmes, McCalliog, Gilchrist, Channon, Osgood og Stokes. Manch. Utd. byrjaði betur í leiknum og á 2. mín. átti Hill skot á mark sem Turner varði en missti knöttinn. Enginn fylgdi eftir og Turner, sem var varamarkmaður hjá Grimsby fyrir tveimur árum, var afar taugaóstyrkur í byrjun. Meðal áhorfenda að leiknum voru sex bræður hans og þrjár systur. En Manch. Utd. tókst ekki að nýta sér taugaóstyrk markvarðarins — enda taugarnar ,,í öllum áttum” hjá flestum leikmönnum beggja liða. Það tók þá miklu lengri tíma en venjulega gerist í úrslitaleik að ná valdi á Alex Stepney, markvörður Manch. Utd. og el/.ti maður i leiknum, 33ja ára, horfir á eftir knettinum i mark eftir hörkuskot Bobb.v Stokes. Símamynd UPI. VM Peter Osgood með bikarinn á höfðinu — í annað sinn sem hann vinnur til hans. Til vinstri er Jimmy Steele og fyrirliðinn Peter Rodrigues til hægri. Varnarleikur Southampton var frábær í bikarkeppninni — liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í öllum leikjunum. Símamynd UPI. taugunum. Leikurinn var því slappur—knötturinn mikið úr ieik, samleikur slakur. Dýrlingarnir fengu fyrstu hornspyrnuna á 11. mín. — Macari, minnsti maðurinn á vellinum, skallaði knöttinn út úr vítateig United hraðaupphlaup og Hill átti skot á mark sem Turner varði vel. Á 13. mín. átti Southampton — Gilchrist — fyrsta skot á mark, en Stepney varði, og á 15. mín. fékk Southampton aðra hornspyrnu leiksins. Peter Osgood, sem ekki hefur skorað í síðustu 13 leikjum sínum, nýtti hæð sína í skallaboltum— og það skapaði á stundum hættu í vörn Manch. Utd. I heild sýndi Southampton betri leik en búizt hafði verið við. Fyrri hálfleiknum lauk þó án þess að liðin fengu opin tækifæri til að skora — Iéiegur hálfleikur. Steve Coppell Iék þó hvað eftir annað á bakvörðinn Peach hjá Southampton — en miðverðir Southampton, Blyth og Steele, voru sterkir á miðjunni og hreinsuðu frá það sem kom fyrir markið. Manch. Utd. byrjaði mun betur í síðari hálfleik, en hafði ekki þá heppni, sem með þurfti til að hljóta sigur. Coppell, sem ekki hefur skorað í fimm mánuði, spyrnti yfir á 47. mín. eftir hornspyrnu, Pearson var nærri að skora á 53. mín., en boltinn fór feti frá stönginni — og á 59. mín. var Manch. Utd. næst því að skora. Eftir hornspyrnu skallaði Mcllroy á markið hjá Southampton — knötturinn fór í stöng og hrökk út aftur. Svo nærri — en þó svo fjarri, já, jafnlangt frá því og þó hann hefði hitt hornfánann. „Eg var á því að það lið, sem fyrra yrði til að skora, mundi vinna. Ef Mcllroy hefði skorað hefði það breytt öllum gangi leiksins,” sagði Tommy Docherty, framkvæmdastjóri Manch. Utd. eftir leikinn. Á næstu mín. fékk Manch. Utd. hornspyrnu — Hill spyrnti framhjá en eftir það var það Southampton sem réð gangi leiksins að miklu leyti—og skapaði sér færin. Fjögur allgóð áður en Stokes skoraði. Mike Channon var ákaflega hættulegur. — Tvívegis bjargaði Stepney frá honum með góðum úthlaupum, Stokes átti skot rétt yfir og Osgood skalla. Svo kom markið. Turner, markvörður Dýrlinganna, spyrnti langt fram — Channon náði knettinum, gaf á McCalliog sem sendi á Osgood og fékk knöttinn aftur og renndi honum til Stokes, milli Buchan og Greenhoff. Hörkuskot Stokes hafnaði í markinu — og úrslit voru ráðin. McCalliog fór frá Manch. Utd. til Southamp- ton 1974, en þessi kunni skozki landsliðsmaður Iék með Sheff Wed í úrslitum bikarins 1966. Everton bann þá 3-2 — og Peter Osgood vann bikarinn með Chelsea 1970. Chelsea sigraði Leeds 2-1 eftir aukaleik. Fyrir- liðinn Rodriques lék með Leicester í úrslitum 1969. Manch. Cit.v vann þá 1-0. Urslitin voru af mörgum talin þau óvæntustu lengi í ensku bikarkeppninni og kappar eins og Jimmy Hill og Bobby Charlton, sem spáð höfðu sigri Manch. Utd. 6-1. áttu í erfiðleikum frammi fyrir sjónvarpsáhorfendum eftir leikinn. En þau voru síður en svo óvænt fyrir alla. Fyrir mánuði hefði Manch. Utd. ef til vill unnið létt. ef liðin hefðu mætzt þá — en síðustu vikurnar hefur taugaspennan haft þvingandi áhrif á leik

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.