Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 5
DACiBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULl 1976. Að loknu leikóri: Algjört metaregn í Þjóðleikhúsinu Við íslendingar erum alltaf að slá met, stundum heimsmet. Nýjasta metið okkar er aðsóknin að Þjóðleikhúsinu á sl.leikári sem lauk 22. júní. Tala leikhúsgesta komst upp í 134,090 á árinu og er það rúmlega 60% þjóðarinnar! Áhorfendur hafa aldrei verið fleiri í 26 ára sögu leikhússins. Verkefnin á leikárinu voru tuttugu og fjögur, þar með taldir gestaleikir sem voru á vegum leikhússins sjálfs. Frumsýningar voru tíu. Þar af tvær listdanssýningar og ein ópera. Fjögur verk voru tekin upp frá fyrra ári og tveir er- lendir gestaleikir voru sýndir. Þetta var á stóra sviðinu. Á litla sviðinu voru þrjár frumsýningar og einn gesta- leikur. Þar voru *tvö verk frá fyrra ári tekin upp. Þjóðleikhúsið fór í leikferðir bæði innanlands og utan og skal þar fyrst frægast telja Inuk, en það verk á einnig met i sýningafjölda. Inuk var sýndur fjörutfu sinnum í Reykjavík, tíu sinnum úti á landi og sextíu sinnum úti i himum stóra heimi, bæði austan hafs og vestan. Imyndunarveikin var sýnd tólf sinnum á Norður-og Austurlandi. Litla flugan flaug til Færeyja og var sýnd þar fjórum sinnum og Lúkas sýndur þar tvisvar. Sýningar leikhússins urðu þvi samanlagt 394 á leikárinu, þar af voru 99 utan höfuðborgarinnar. Það er einnig met í ^ýningafjölda. Sýningar, sem sérstaklega voru ætlaóarfyrirbörn, voru 55, ballettsýmngar voru fjórtán og var það islenzki dans- flokkurinn, sem myndaði uppistöðuna í þeim. Öperan Carmen var sýnd fimmtíu og einu sinni og er þar með númer tvö 1 röðinni í sýningafjölda á eftir Inuk. Engin ópera hefur áður verið sýnd jafnlengi í einni lotu; enn eitt metið og auðvitað var líka' sett aðsóknarmet á Carmen. Af tuttugu og fjórum leik- ritum á verkefnaskránni voru íslenzk leikrit fimm talsins. Fastráðnir leikarar Þjóðleik- hússins eru þrjátíu en alls komu fjörutíu og níu leikarar og tíu söngvarar fram í hlut- verkum. I Þjóðleikhúskórnum er fjörutíu manns. I Carmen komst tala söngvara, dansara, hljóðf æraleikara og aukaleikara upp í 125, og er það trúlega eitt metið enn. Á leikárinu störfuðu fjórtán leikstjórar, þar af tveir erlendir. Leikmyndateiknarar voru tólf, þar af tveir gestir, og dansahöfundar voru fjórir.A.Bj. Ekkert leikrit var sýnt jafnoft og Inuk á leikárinu. Alls urðu sýningarnar 110. Inukar heimsóttu níu lönd. bæði austanhafs og vestan. er Dagblaðið selt meira en Morgunblaðið. Á þessum markaði erum við stöðugt í sókn, þótt því beri ekki að leyna að sala blaðsins úti á landsbyggðinni er bæði kostnaðarsöm og mikið fyrirhenni haft. Þetta er þó veigamikill hluti þeirrar rótfestu mcðal landsmanna sem að hefur verið keppt í útgáfu blaðsins. t almennum auglýsingum er Dagblaðið nú næststærst næst á eftir Morgunblaðinu og hefur þar verið unnið þrekvirki sem á öðrum póstum í rekstri blaðsins og útgáfu allri. Mér finnst ástæða til að ræða nokkuð um húsnæðismál félagsins og fasteignakaup, þótt ekkert af því er þar um ræðir hafi skeð á síðasta reikningsári. Alkunna er, að Dagblaðið flutti, við stofnun, ritstjórn sína inn á skrifstofur Hilmis hf. fyrir einstaka velvild þeirra er þar réðu húsum. Hefur þar sannazt, að þröngt mega sáttir sitja. því þar situr nánar hver ofan á öðrum. Afgreiðslu blaðsins og auglýsingadeild var hinsvegar komið fyrir-yfir eina helgi í timburhúsi í Þverholti og verður að segjast eins og er að allt er hægt að segja um það húsnæði annað en að það sé vistlegt. Þessu hefur starfs- fólkið unað af einstakri þolin- mæði og meé von um væntan- legar útbætur. Þegar Dag- blaðið þurfti síðan fyrirvara- lítið að finna sér samastað fyrir setningu og umbrot hlupu for- ráðamenn Steindórsprents hf. undir bagga og lánuðu aðstöðu fyrir þennan hluta starf- seminnar i:>ni í miðjum húsa- kynnur.i sinum. Á síöastliónum vetri þegar Dagblaðið inissti aðstöðu sína snögglega, cins og áður hefur komið fram gætti að sjálfsögðu nokkurs uggs hjá ýmsum hluthiifum um afdrif fyrir- tækisins. Þá mátti glöggt finna það hjá þeim lánastofnunum, sem blaðið hafði viðskipti við að þeir töldu ástand nokkuð óljóst um fjárhagslega stöðu Dagblaðsins hf. Við stjórnar- merin vissum þá af húseign niður á Laúgavegi, sem var til sölu og gat e.t.v. fengizt fyrir gott verð. Varð það úr að við festum kaup á húseign þessari m.a. með það fyrir augum að verðtryggja hlutafé hlut- hafanna og jafnframt til að auka á almenna tiltrú manna á fjárhagslegri stöðu félagsins, Þetta tókst og er það einróma álit okkar stjórnarmanna byggt á viðbrögðum ýmissa er til þekktu, að okkur hafi með þessum hætti tekizt að halda almennri tiltrú á stöðugleika fyrirtækisins. Síðan rættist úr þeim rekstrarlegu vanda- málum, sem brottvikningin úr prentun leiddi af sér og hef ég vikið að því áður. Síðan þessir atburðir gerðust höfum við selt neðstu hæð húss þess er hér um ræðir, Lauga- vegur 42, og fengum fyrir þann hluta hússins mjög gott verð. Þá hefur það einnig gerst að félagið festi kaup á hús- eigninni Þverholt 11. ásamt tilheyrandi byggingarlóð. Með þeim fasteignakaupum höfum við tryggt framtíðaraðstöðu fyrir afgreiðslu og skrifstofur blaðsins nánast á þeim stað er við fyrst hófum starfsemi á. Á þessari lóð er okkur heimilt að byggja nokkuð gott hús, sem á að geta rúmað nær alla starf- semi fyrirtækisins í framtíð- inni. Höfum við látið gera bráðabirgðauppdrætti af byggingu þessari og hefur Gunnar Hansson arkitekt annazt þá vinnu. Nokkur töf hefur orðið á, að okkur væri afhent til ráðstöf- unar húseignin Þverholt 11, en við áttum að geta byrjað inn- réttingar þar hinn 14. maí sl. Vonumst við til að úr þessu rætist á næstunni, en verðum að una því á meðan að hafa aðsetur í áðurgreindri timbur- byggingu. Þá er þess að geta að við höfum einnig unnið mikið að lausn á húsnæðismálum rit- stjórnarinnar, þannig að hún geti flutt í rýmra húsnæði en hún er nú í. Er þess vænst að árangur náist einnig af þeim tilraunum í náinni framtíð. Það er hinsvegar ljóst að við erum nokkuð bundnir af þeirri til- högun, sem nú er á vinnslu blaðsins þvi ekki mega vega- lengdir milli hinna einstöku þátta raskast að mun. Ég hef nú farið nokkuð yfir alla þætti starfseminnar frá upphafi og reynt að gefa hlut- höfum nokkra innsýn inn í þau verkefni, sem stjórn félagsins og starfsmenn hafa verið að glíma við jafnframt sjálfri útgáfu blaðsins. Að lokum vil ég flytja þakkir til meðstjórnenda, en þeir eru um leið ritstjóri og fram- kvæmdastjóri. Einnig þakkir til allra starfsmanna og velunnara með von um að þessi sterka samstaða megi haldast um ökomin ár. Safamýri Til sölu ca. 150 fm efri hæð við Safamýri. 4 svefnherbergi ásamt góðum bilskúr. Sœviðarsund Til sölu vönduð sérhæð við Sæviðarsund efri hæð ásamt bílskúr. Laus strax. Vesturbœr Til sölu ca. 130 ferm íbúð á efri hæð á mjög góðum stað í vesturbæ. Laus strax við, góða útb. Fossvogur Til sölu vönduð ca. 140 fm. ibúð á 1. hæð. I íbúðinni eru 4 svefnherb. Þvottaherb. á hæðinni. Kleppsvegur Höfum til sölu mjög góða 115 fm íbúð sem skiptist í 3 svefnherb., saml. stofur, eld- hús og bað. Þvottaherb. á hæðinni. í kjallara er gott herb. ca. 18 ferm. með aðgangi að snyrtingu. Laus fljótt. Laugarnesvegur Til sölu 95 ferm. 3ja herb. ibúð á 4. hæð ásamt stórri geymslu í kjallara. Yfir íbúðinni er óinnréttað ris, þar er möguleiki í baðstofu- lofti eða 2 til 3 herb. Ibúðin er laus nú þegar. Fasteignamiðstöðin Austurstrœti 7, Símar 20424—14120 Heimasími 42822—30008. jPfPNAlMÖtiíKÍflmi FASTEieVA- Ott „ HjAlsgötu 'ii& Höfum í einkasölu: Raðhús við Sœviðarsund Sérhœð og ris við Háteigsveg (sem býður upp á að hafa 2 íbúðir) Einnig ódýrar íbúðir við Samtún og lítið einbýlishús í Hólmslandi. DAGBLAÐIÐ er smóaug- lýsingablaðið 2ja—3ja herb. íbúðir við Nýbýlaveg með bílskúr Drápuhlíð, Bergþórugötu Hraunbæ, Stóragerði, Hring braut, Langholtsveg, Aspar fell, Grettisgötu, Eyjabakka í Kópavogi, í Garðabæ Hafna^firði norðurbæ Breiðholti og víðar. 4ra—6 herb. íbúðir við Holtsgötu, Goðheima, í Fossvogi, við Safamýri, í Hlíðunum, við Álfheima, Skipholt, á Seltjarnarnesi við Háaleitisbraut, Hraun- bæ, í vesturborginni, Hafn- arfirði (norðurbæ), Kópa- vogi, Breiðholti og víðar. 4ra herb. góð íbúð á fyrstu hæð í vesturbænum. 110 ferm. Verð 9.5 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Einbýlishús og raðhús Fokheld — ný — gömul — i Reykjavík, Hafnarfirði, Breiðholti og víðar. Óskum eftir öllum stœrðum íbúða ó sölu- skró. Ibúðasalan Borg Laugavegi 84. Sími 14430. 85988 Langholtsvegur Góð jarðhæð í steinst. tvíbýlishúsi. Sér inng. og hiti Stærð um 95 ferm. Verð 6.3 millj. Laus. Njólsgata 3ja herb. risíbúð í steinhúsi. Laus strax. Aðeins 3 íbúðir i. húsinu. Verð 3,2—3,4 millj. útb. 1,8 millj. Hús utan við bœinn 4 herb. eldhús og bað. Stór lóð. Laust strax. Útb. 2.1 millj., sem má greiða á 15 mán. Eftirstöðvar hagst. lán til 10 ára með 12% vöxtum. Álftamýri Vönduð 4ra herb. (ca. 110 fm) íbúð á 2. hæð í sambýlis- húsi. Bílskúrsréttur. Verð 9,5 millj. Einbýlishús og raðhús í smíðum í norðurbænum, Hf. og Seljahverfi, Rvík. Ennfremur fullgerð hús. Mikið úrval af 2ja til 5 herb. íbúðum á ýmsum stöðum. Opið um helgina Kjöreign $f. DAN V.S. WIIUM lögfræðingur Ármúla 21 R 85988*85009 Range Rover 1976 til sölu Ekinn 16 þúsund km. Allur teppa- lagður. Þokuluktir. Kassettusegul- band. Til sölu og sýnis á Markaðstorginu, bílasölu, Einholti 8, sími 28590.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.