Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 6
6 X DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JÚLI 1976. Danmörk: Stöðvaður í siálfsmorðstilraun — kœrir lögregluna fyrir beitingu ofbeldis Tveir lögregluþjónar frá Hjörring á Jótlandi fóru rétt að, er þeir handtóku mann, sem ætlaði að svip.ta sig lífi og braut á sér annan handlegginn er hann reyndi að veita lögreglu- mönnunum mótspyrnu. Þetta er álit ríkissaksóknarans í Álaborg, Ole Stigel. „Handleggs- brotið verður að skoðast sem minniháttar áverki, samanborið við það að týna Iífinu,“ segir hann i áiitsgeiö sinrii tii iögregiunnat í Hjörring. Hin óvenjulega kæra kom frá ungum manni í Hjörring, nokkrum dögum eftir að tveir lögreglumenn höfðu komið í veg fyrir, að hann fremdi sjálfsmorð. ..Þetta er lögregluofbeldi af verstu tegund,“ segir maðurinn. „Lögreglumennirnir áttu engan rétt á að skipta sér af þessu.“ Hann hefur fullvissað bæði sak- sóknara og lögreglustjórann í Hjörring um, að hann hefði um- svifalaust svipt sig lífi, ef lög- reglumennirnir hefðu ekki komið til skjalanna. Lögreglumennirnir höfðu fengið visbendingu um, að maðurinn ætlaði að fremja sjáifs- morð í íbúð sinni. Þeir réðust til inngöngu og reyndu að telja manninum hughvarf og fá hann til þess að ieggjast inn á sjúkrahús. Læknarnir á sjúkra- húsinu sögðu hins vegar, að ekki væri hægt að leggja manninn inn með valdi og er hann hélt því fram, aö hann myndi hengja sig, strax og lögregiumennirnir væru farnir út úr íbúöinni, tóku þeir hann höndum. Víkingur I. á Mars 17. júlí Ákveðið hefur verið að Marsflaugin Víkingur I. lendi á reiki- stjörnunni 17. júlí næstkomandi. Upphaflega var ætJað að flaugin lenti á Mars sunnudaginn 4. júlí, til að minnast með þvi 200 ára afmælls bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, en það tafðist þar sem lendingarstaðir eru fáir og slæmir á Mars. Nýi iend- ingarstaðurinn er 240 km NV af þeim stað, sem upphaflega var ætlaður til að lenda á. Margar og góðar myndir hafa borizt frá Marsflauginni. Myndin er af líkani af Vikingi I. á Mars. Menjar Francos hverfa á Spáni: Arías hœttur — fyrsti varaforsœtisráðherrann Carlos Arias Navarro, fráfarandi forsætisráðherra Spánar. tekur við Carlos Arias Navarro, forsætis- ráðherra Spánar sagði af sér skyndilega í gær og skildi landið eftir í stjórnmálakreppu. í opinberri tilkynningu stjórn- arinnar, sem hélt skyndifund í gær, sagði að Juan Carlos konungur hefur fallizt á lausnar- beiðni forsætisráðherrans, sem nú er 67 ára gamall. I til- kynningunni sagði einnig, að fyrsti varaforsætisráðherrann, lautinant-general Fernando de Santiago y Diaz de Mendivil, myndi gegna embætti forsætis- ráðherra. Santiago hershöfðingi, 66 ára gamall skriðdrekahermaður, hóf störf í ríkisstjórn í desember, þegar konungur hafði staðfest að Arias yrði forsætisráðherra áfram. Það var Franco hers- höfðingi, gamli einræðisherrann, sem upphaflega skipaði Arias í embætti. Líbanon: Barízt af hörku um Tel Al-Zaatar Árangur tilrauna Araba- bandalagsins til að koma á vopnahléi í borgarastyrjöldinni í Libanon veltur nú algjörlega á úrslitum bardaganna um palestínsku flóttamannabúð- irnar Tel Al-Zaatar. Farouk Kaddoumi, utanríkis- ráðherra palestínsku skæru- liðahreyfingarinnar i öllu nema orði, sagði fréttamönnum að útilokað væri að koma á vopna- hléi af Tel Al-Zaatar félli í hendur hægrimanna, sem setið hafa um búðirnar í tvær vikur. Ekkert bendir þó til þess, að hægrimennirnir ætli að láta af umsátrinu og tilraunum sín- um til að ná búðunum undir sína stjórn. Útvarpsstöðin Rödd Palestínu sagði í gærkvöld, að „þúsundir atvinnuhermanna" hefðu gert meiriháttar árás í gær og hefðu margir fallið. Um fimmtán hundruð sádi- arabiskir og súdanskir her- menn úr arabiska friðargæzlu-1 liðinu komu í úthverfi Beirút í gær. Þá geisuðu þar harðir bar- dagar á milli kristinna hægri- manna og múhameðskra vinstrimanna. Hermennirnir komu frá Sýr- landi og röðuðu sér upp nærri flugvellinum í Beirút ásamt líbýskum og sýrlenzkum her- sveitum, sem verið hafa þar í rúma viku án þess að hafa sjáanleg áhrif á ástandið. Bandaríkjamenn hafa þegar flutt flestalla sína menn, óbreytta borgara og kaupsýslu- menn frá Beirút og í gær hófu Sovétmenn að flytja sitt fólk frá Sidon, að þvi er sagði i tilkynningu sendiráðsins þar. í bardögunum um Beirút að undanförnu hefur mikið tjón orðiö. Um siðustu helgi var Boeing 720 flugvél frá Middle East Airlines sprengd í loft upp og brennd til ösku á flugvellinum í Beirút. Perú: Hermenn, grííir fyrír jámum, um alla Uma — neyðarástandi lýst yfir Hermenn, gráir fyrir járnum, standa nú á öllum helztu stöðum í og umhverfis Lima, höfuðborg Perú. Neyðarástandi var lýst yfir i landinu í gær. Hermennirnir hafa fyrirskipun um að skjóta hvern þann, sem vanvirðir út- gönngubann það, er sett var á í gær. Ekki hefur komið til átaka síðan 600 mótmælendum og lögreglu lenti saman í gær- morgun. Verið var að mótmæla efnahagsráðstöfunum, sem gengu í gildi í vikubyrjun. I tilkynningu stjórnvalda sagði að stjórnarskrárleg réttindimanna yrðu numin úr gildi næstu þrjátíu daga og neyðarástandið látið gilda, því ákveðin öfl í þjóð- félaginu reyndu nú að efna til uppþota vegna efnahags- ráðstafananna. Stjórn Franciscos Morales Bermudez hershöfðingja hefur verið við völd síðan í ágúst í fyrra, þegar Juan Velasco hershöfðingi var settur af án blóösúthellinga. Á mánudaginn lækkaði stjórnin gengi um 30.7% og snarhækkaði Francisco Moralcs Bermudez, forseti Perú. Ekki vanur að spyrja verð á bensini og seldri orku. þjóðina hvað hún vilji eða þyki gott.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.