Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1976, 7 Erlendar fréttir OMAH'".. *MEpf ;9 VALDIMARSSON ' PEfURSSON REUTER 15 fulltrúar á fundi NA-fisk- veiðinefnd- arinnar NA-Atlantshafsfiskveiði- nefndin kemur saman til fundar í Estoril í Protúgal. Að- alumræðuefnið á fundinum í ár verður verndun fiskstofna. Fimmtán þjóðir senda fulltrúa sína á fundinn, þar á meðal Bretar, Islendingar, Norðmenn, Spánverjar og Portúgalir. Fimm þjóðir eiga sína áheyrnarfulltrúa. Fyrr í þessari viku sökuðu Norðmenn Portúgali og Spánverja um að stunda rányrkjuveiðar í Barents- hafinu. Hyggjast Norð- mennirnir hefja„máls á þessu atriði á fundinum nú. Berlinguer ánœgður með Berlínarfundinn Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins, sagði í gær um Berlínarfund evrópskra kommúnista, að hann væri mikið framfara- skref í þá átt, að sjálfstæði einstakra flokka væri viðurkennt. Berlinguer sagði þetta í samtali við fréttamenn í Róm þegar hann kom heim frá Berlín. Hann sagðist hafa átt stutran fund með Sovét- leiðtoganum Brézhnev og hefði sá fundur verið „kurteis- legur.“ 100 manns enn í gíslingu í Uganda: ísraelsmenn vilja sleppa „ákveðnum fjölda" skœruliða úr fangelsum íísraelí skiptum fyrir líf allra gíslanna Palestínu-vinveittir skæru- liðar, sem enn halda hundrað manns í gislingu á Entebbe- flugvellinum í Uganda, standa nú í miklum samninga- viðræðum við rfkisstjórnar- fulltrúa nokkurra landa um líf gíslanna. Skæruliðarnir vilja fá fimmtíu og þrjá nafngreina Palestínumenn — eða stuðningsmenn frelsisbaráttu þeirra — lausa úr fangelsum. I Israel eru fjörutíu þessara manna og í gær brá israelska stjórnin út af vana sinum og féllst á að ræða við skæru- liðana. Israelsmenn tóku þessa ákvörðun stundarbili áður en fresturinn, sem skæruliðarnir veittu, rann út. Að þeim tíma liðnum ætluðu skæruliðarnir að sprengja í loft upp flug- vélina og alla um borð, eða tvö hundruð manns. Patriciu Hyman var ekki hlátur í hug þegar hún slapp fyrst þeirra 226, sem upphafiega voru í rændu flugvélinni. Patricia slapp á flugvellinum í Benghasi í Líbýu eftir að hún hafði sannfært ræningjana um að hún væri aivarlega sjúk og þyrfti læknishjálp. Þegar heyrðist frá Israel létu skæruliðarnir helming gíslanna lausa og veittu nýjan frest — í þetta skipti þar til klukkan ellefú á sunnudagsmorguninn — til að kröfum þeirra yrði svarað. I fréttum frá Úganda segir að að áhöfninni frátalinni séu allir gíslarnir, sem eftir eru, ísraelsmenn eða einstaklingar með tvenns konar ríkisborgara- rétt, trúlegast Gyðingar. Israel stendur í samninga- viðræðunum í gegnum frönsk stjórnvöld en vélin er frönsk. I tilkynningu um samningsvilja ísraelsmenna sagði, að yfirvöld þar i landi væru reiðubúin að ræða að veita „ákveðnum fjölda“ fangelsaðra skæruliða frelsi í staðinn fyrir líf gfslanna. Þetta er i fyrsta skipti, sem tsraelsmenn láta undan kröfum Kort af flugleiðinni eftir að vélinni var rænt á leiðinni frá Tel Aviv tilAþenu. Þaðan var farið til Benghasi. siðan til Khartoum i Súdan og loks til Uganda. skæruliða um viðr?eður. Sam- göngumálaráðherra landsins, Gad Yaacobi, sagði í sjónvarps- viðtali í gærkvöld, að þetta hefði verið „mjög, mjög erfið ákvörðun." Pólska stjómin leitar stuðnings Stjórnvöld í Póllandi hafa hafið mikla áróðursherferð til að sannfæra Pólverja um að hækkun á vöruverði sé nauðsynleg. I síðustu viku kom til óeirða á nokkrum stöðum, þegar tilkynnt var um hækkanir á nauðsynja- vörum. Óeirðirnar urðu til þess, að hætt var við verðhækkanirnar sólarhring eftir að tilkynnt hafði verið um þær. Blöð, útvarp og sjónvarp er nú allt notað. Er lögð áherzla á þá staðreynd, að það sé efnahagslegt sjálfsmorð fyrir Pólverja að halda áfram að borga 100.000.000 zloty á ári í niðurgreiðslur matvæla. Þeessi upphæð hefur fimmfalazt síðan árið 1970. Edward Gierek, pólski flokksleið- toginn. Lestarslysið í Halsingborg Fimm mínútum eftir að farþegalestin fór frá Hálsingborg í Svíþjóð á þriðjudaginn rakst hún á vöruflutningalest. Vöruflutningalestin eyðilagði gjörsamlega fremsta farþegavagninn. Atta manns biðu bana og fimmtán meiddust alvarlega. Mannaveiðar Enska konungsfjölskyldan sem styður ákaft og stundar refaveiðar, hefur nú fundið sér nýtt tómstundagaman: Manna- veiðar. Þær eru það nýjasta nýtt frá Englandi, nú á siðustu tímum. Nafnið eitt er nóg til þess að menn sperra eyrun, en þó er hér um mun saklausari hlut að ræða. Byggjast veiðarnar á því, að blóðhundar eru látnir elta mann.sem hefur fengið verulegt forskot. Veiði- mennirnir fylgja hundunum fast á eftir á hestbaki. Engan á að saka í gamni þessu, þvert á móti, þegar búið er að finna „bráðina", safnaðst allir umhverfis hana og menn skegg- ræða, hversu gaman þetta hafi allt saman verið. Enski aðallinn tekur þessu gamni með mikilli alvöru. Er Elísabet drottning heyrði um þessa nýju íþróttagrein lét hún þegar í stað sjá til þess, að slíkar veiðar yrðu haldnar með leynd í Windsor Great Park. Eftir veiðarnar, þar sem nokkrir menn voru „veiddir", lýsti hún þvi yfir, að þetta hefði verið „ákaflega gaman“ . Meðal dýravina i Englandi hafa kröfur magnazt þess efnis, að refaveiðar verði bannaðar. Bæði Karl prins og Anna Breta- prinsessa eru miklir refa- veiðimenn og hafa bæði lýst þvi yfir, að þau muni ekki leggja þann sið af. ALLTIFÓKUS HJÁ A rcent/S. Ljósmyndapappír r • • I og gerðum Einnig plastpappfr SMÁSAIA FÓKUS HEILDSALA Lœkjargötu 6b, sími 15555

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.