Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 9
DACm.AÐIi) — FOSTUDAC.UK 2. JUI.I 1976. 9 308 siómenn urðu fyrir bóta- skyldum slysum órið 1975 Dauðaslysin urðu 9. Flest slys urðu milli hurða, hlera og veiðarf œra dauðaslys hafi orðið 9 á sjó á liðnu ári. Átta þeirra urðu á fiskiskipum, en eitt á verzlunarskipi. 308 slys urðu á sjó á árinu 1975 að þvi er segir í nýút- kominni skýrslu Rannsóknar nefndar sjóslysa. Tölur skýrslunnar eru byggðar á skýrslum Tryggingastofnunar ríkisins, varðandi bótaskyld slys sjómanna. Til að slys sé bótask.vlt þarf viðkomandi að hafa verið frá vinnu 10 daga eða lengur. í mörgum tilfellum er um smávægileg meiðsli eða veikindi að ræða, þó talið sé til slysa. í skýrslunni kemur fram að Flest slys urðu á togskipum 100-500 tonna, eða 66 talsins. 58 slys urðu á verzlunar- og varðskipum, 45 á togskipum yfir 500 tonnum og 40 slys á netaveiðibátum undir 100 tonnum. Hæsti slysaflokkurinn er samkvæmt skýrslunni er menn urðu milli hurða, hlera og veiðarfæra og er vírar og stög slitnuðu. Urðu þessi slys 83 talsinsárið 1975. 53 slys urðu er menn runnu til ofanþilja og duttu. 32 menn slösuðust er þeir voru að fara að. og frá borði, 27 menn fengu skurði eða stungur, 24 slys urðu við vindur, 23 slösuðust er festingar á blökkum biluðu og aðrir 23 slösuðust við störf i vélarrúmi, 18 menn slösuðust við störf í lestum skipa og 15 er brotstjór reið yfir skip þeirra. Rannsóknarnefnd sjóslysa fór að venju yfir sjópróf vegna sjóslysa og niðurstöðum slysanna leitaði að um orsakir Nefndin hefur gert sérstakar ráðstafanir til aukins eftir- lits með gúmbátum, og fyrir dyrum stendur að gera athuganir á reki gúmbáta samkvæmt þingsályktunar- tillögu þar um. Þá gerði nefndin athuganir á að- ferðum til að draga úr hálku á þilförum skipa, m.a. með tilraunum um sérstaka málningu á þau. Þá hefur nefndin haft milligöngu um að skipstjórnarmenn gætu kynnzt meðferð meiðsla í slysadeild Borgarspítalans, og hafa margir sjómcnn notað sér þd fræðslu. Þá hefur nefndin gert tillögu um að allir sjómenn yrðu blóflokkaðir og skráður blóðflokkur hvers og eins í skipshafnarskrá. Það hefur sýnt sig, að æ oftar eru þyrlu með lækna sendar til móts við skip og báta, þar er sjóslys hafa orðið, og getur það hafi úrslitaþýðingu, að geta samstundis séð blóðflokk hins slasaða. -ASt. v. I ar ) Eftir miklar hrakfarir og fyrirgang hófst belgurinn ó loft — Holberg Mósson og Ómar Ragnarsson íaðalhlutverkum, Holberg flugstjórinn og Ómar strandaglópurinn ''v' Lukkutröll loftfarsins. Það má með sanni segja að það hafi verið líf í tuskunum þegar Holberg Másson loft- belgsfari lagði í sína fyrstu opinberu flugferð frá Álfta- nesi í gær. Belgurinn þandist út á stuttum tíma og lagði af stað áður en nokkurn varði. Holberg og farþegi hans, Ómar Ragnars- son, drógust eftir jörðinni yfir mishæðir og gaddavírs- girðingar. í öllum hristingnum missti Ömar takið á körfu belgsins, sem þaut út á Bessa- staðatjörn með Holberg hang- andi á.Um tíma virtist belgur- inn ætla að skella á forseta- setrinu. en loksins þandi hann sig út og sveif hátignarlega upp í loftið og stefndi á Akranes. Holgeir er einn eftir i körfunni og tekst að bjarga 1.5 milljón króna farartæki sinu. Karfan lenti ofan i tjörninni, hófst síðan í ioft upp og sveif yfir forsetasetrið. Brátt fór þó að bera á því að of fáir aðstoðarmenn væru við þessa fyrstu flugferð belgsins, því þeim veittist erfitt að hemja hann. Blaðamenn, sem viðstaddir voru, hlupu þá undir bagga. Blaðamaður Morgun- blaðsins sá um að halda körf-. unni fastri ásamt fleirum, Vísismaðurinn gætti að topp- stykkinu og fréttastjóri og blaðamaður Dagblaðsins héldu loftbelgnum opnum að neðan á meðan Holberg kynti prímus- inn af djöfulmóð til að hita loftið í belgnum. Um tíma var kyndingin svo mikil, að gat brann neðarlega á belginn. Ómar íklæddur björgunarvesti fyrir förina. (M.vndir Björgvin Pálss). Holberg hafði áætlað að fara á loft frá Álftanesi um þrjú- leytið i gærdag. Vindurinn var hins vegar of sterkur fvrir flug- ferð, og einnig gekk _á með skúrum. Loks eftir klukkutíma bið gafst Holberg upp á að bíða eftir „grænu ljósi“ frá veður- guðunum og hóf að blása loft- belginn upp. Og það var eins og við manninn mælt. upp stytti og sólin brauzt fram úr skýjunum. Fyrst í stað gekk öll undir- búningsvinna að óskum. Hol- berg hleypti lofti i belginn í gríð og erg og hitaði það jafnóðum með propangasi. Skyndilega kom yindhviða með þeim afleiðingum að loft- belgurinn tók harðan kipp og allir misstu tök sín. Holberg flugstjóri og farþeginn Ómar Ragnarsson fleygðu sér á körf- una og drógust með henni eins og áður er lýst. Eftir að hafa hoppað yfir grjót og ójöfnur — þar á meðal tvær gaddavírs- girðingar — missti Ómar takið. Holberg vildi hins vegar ekki missa loftbelginn út í veður og vind og hélt sér með þrjózku manns, sem er að missa 1.5 milljón króna hlut úr höndunum á sér. Flugtakið tókst svo seint og um síðir þótt brösuglega hefði gengið í fyrstu. — Fyrsti íslenzki loft- belgurinn var opinberlega kom- inn á loft. Lenti í háspennuvírum Holberg Másson lenti loft- belgnum í Borgarfirði eftir rúmlega klukkustundar flug. Hann kom til Reykjavíkur um klukkan sjö í gærkvöld með sár á gagnauga og auma mjöðm, en furðu hress að öðru leyti. „Þetta var mjög gott flug,“ sagði Holberg við komuna. „Vegna þess hve vindur var vestanstæður gat ég ekki lent á •Akranesi, en fór þess í stað hinum megin við Akrafjall. Það eina sem bar útaf var að ég fékk rigningu á mig, svo að belgurinn þyngdist að mun. Þá lenti ég í háspennuvírum um mínútu áður en ég lenti. Ég var búinn að sjá vírana og henti út öllu lauslegu til að flækjast ekki í þeim. Það merkilegasta við háspennuvírana var það,“ sagði Holberg að lokum, „að búið var að vera rafmagnslaust i allan dag, en spennan nýkomin á er ég lenti í þeim." Loftbelgurinn brezk smíði Loftbelgurinn, sem Holberg Másson kom með til landsins í vor, er brezkur af gerðinni Thunder AX6 — 56A Hotter Balloon Þessi gerð er sú minnsta. sem er yfirleitt notuð, en þolir fyrir bragðið nteiri vindhraða en stærri gerðirnar. Kaupverð belgsins taldi Holberg að næmi um 1.5 milljón króna miðað við núverandi gengi krónu gagn- vart sterlingspundi. Holberg Másson tók i vetur próf í loftbelgsflugi. Út á það próf fékk hann leyfi hjá íslenzka loftferóaeftirlitinu til að fljúga hér á landi. Einnig var belgurinn samþykktur hæfur til flugs og hlaut við það Belgurinn fer al' stað á túninu á Alftanesinu. Omar Kagnarsson heldur dauöahaldi í körfuna. framundan er gaddavirsgirðing. aoal- vegurinn um Alftanesið, og enn iinnur gaddavírsgirðing, Síðan holt og ha-ðir og Bessastaðatjörn. skrásoiningu. Einkennisstafir háns eru TF-HOT. ' —ÁT /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.