Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 10
1!) DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULI 1976. frfálst, úháð dagblað riUfl'amli Dii^hLiúiú hI. Fr;mikv;iMml:isl.jói i: Svójnn H. Kyjólfsson. Rilsijóri: Jónas Kristjánsson. Fióltasljöri: Jón Hiruir IVtursson. Ritstjörnarfulltrúi: Haukur Holuason. Aöstoöarfrótta- sljóri. Atli Stcinarsson. l|)róttir: Hallur Símonarson. Ilönnun: Jóhannos Rovkdal. Handrit Asm imur l’álsson. Rlaöamonn: Anna Rjarnason. Asyeii; Tómasson. Rerulind Ásueirsdóttir. Rraj'.i Siuurösson. Frna V Inuóllsdöttir. (íissur Si«urösson. Hallur Hallsson. Hel«i Rétursson. Jóhanna Riruis- dóttir. Katiín I’álsdóltir. Kristin Fýósdóttir. Olal'ur m.hsmdi Óm ;r '/.ddimarsson. I.jósmyndir: Arni I’áll Jóhannsson. Rjarnleifur Rjáimleif' xm. Rjöri’vin Pálsson. Rnunar Th Siiiurósson (ijaldkeri: hraiun Rorleifsson. I)reifin«arstjón: Már K.M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió. Ritstjörn Siöumúla 12. sími K:i:i22. auulýsinuar. áskriftir oj* afureiösla Rverholti 2. simi 27022. Setninu o« umhrot: Dayhlaöiö hf. oy Steimlórsprent hf.. Arrnúla 5. Mynda-o« plöt'.merö: Ililmir hf.. Sióumúla 12. Prentun: Arvakur hf . Skeifunni 19. Syndarar siðvœðast Ef taka ætti alvarlega ummæli Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Eysteins Jónssonar al- þingismanns, Gylfa Þ. Gíslason- ar alþingismanns og fleiri gam- alreyndra stjórnmálamanna, hef- ur mikill meirihluti íslenzkra stjórnmálamanna um langt skeið verið haldinn ,,siðferðisbresti“ sem forsætisráðherra vill líta alvarlegum augum. ,,Bónbjargastefna“ eða ,,alfonska“ er ekki ný bóla á íslandi, þótt þetta hafi verið tízkuorð síðustu daga. „Þjóðhættulegar“ og „siðlausar“ skoðanir, á borð við þær að vilja blanda saman varnarmálum og fjármálum, hafa löngum ráðið ríkjum meðal ráðamanna þjóðarinnar. Bandaríkjamenn reistu Keflavíkurflugvöll og gáfu íslendingum til notkunar í borgaralegu flugi. Bandaríkjamenn hafa einnig kostað endurbætur vallarins og hafa gefið íslending- um þær framkvæmdir. íslenzkir stjórnmála- menn, þar á meðal þeir.sem nú hafa skyndilega siðvæðzt, létu sér þetta vel líka. Ekki verður séó, að varnarmáluin og fjár- málum hafi verið minna blandað saman í þessu máli Keflavíkurflugvallar en nú er lagt til að gert veröi í sambandi við gerð varanlegra vega og flugvalla. Eysteinn og Gylfi hafa sem sagt verið haldnir ,,siðferðisbresti“, þegar þeir létu gefa sér Keflavíkurflugvöll. Islendingar fengu á sínum tíma frá Banda- ríkjunum miklar peningagjafir, sem nefndust Marshallaðstoð. Á núgildandi verðlagi námu þessar gjafir fimm og hálfum milljarði króna. Mjög náið samband var milli þessara gjafa og varnarsamnings þess, sem ísland og Banda- ríkin gerðu um sama leyti. Peningagjafir Bandaríkjanna voru að töluverðu leyti notaðar í stórframkvæmdir þess tíma, írafossvirkjun, Laxárvirkjun og Áburðar- verksmiðjuna. Fyrstu spor íslendinga í stór- virkjunum og stóriðju voru þannig stigin á þann hátt, að blandað var saman fjármálum og varnarmálum. Varnargildi varanlegra vega og flugvalla má styðja sterkum rökum. Mun verra er að tengja saman varnarmál annars vegar og virkjanir og stóriðju hins vegar. „Siðferðisbrestur“ Ey- steins Jónssonar og annarra ráðamanna á tímum Marshallaðstoðarinnar var því mun meiri en ,,siðferðisbrestur“ þeirra, sem nú vilja efla almannavarnir með varanlegum vegum og flugvöllum. Einnig má telja það furðulegt, að meðeigandi og fyrrverandi stjórnandi þess fyrirtækis, sem mest hefur grætt og græðir enn á fram- kvæmdum fyrir varnarliðið, skuli kalla það ,,siðferðisbrest“ að blanda saman fjármálum og varnarmálum. Sjálfsgagnrýni getur komið fram með margvíslegum hætti og þetta er sjálfsagt einn þeirra. Staöreyndin er sú, að gagnrýni flestra gamalreyndra stjórnmálamanna á þeirri skoðun, að okkur beri að feta í fótspor Norðmanna í blöndun fjármála og varnamála, fr belgingur án innihalds. Því verður ekki r;uað að þessir gömlu dollaraþiggjendur hafi >• ðvæðzt svo á einni viku, að allt, seni áóur var I vílt, sé nú orðió svart í augum þeirra. Enda er orðbragöið gegn hugmyndunum um ja fjármálastefnu gagnvart varnarlióinu kert annað en tilraun til aö komast hjá því að ða efnislega um málið. r Skeíð stórstjarnanna er ó enda runnið Flestir hafa verið veiddir í net endurtekningarinnar Stórstjörnur eru dýrategund sem veiða má allt árið — bæði stórstjörnur i stjórrmálum og tónlist. Nú lítur út fyrir það að flestir á síðara sviðinu eigi eftir að lifa erfitt'sumar. Rolling Stones hafa komið fram á sjónarsviðið á ný með stóra hljómplötu og nýtt hljóm- leikaferðalag, en undirtektir í Englandi hafa verið vægast sagt í meðallagi. Stones eru, að mati tónlistargagnrýnenda ein- faldlega komnir allt of langt frá götunum, of larigt frá aðdáendum sínum, of langt frá því sem gerist í heiminum. Þcir sitja í fílabeinshöllum sínum eðaKádilökkum og búa í öðrum heimi. Þá hefur ekki blásið byrlega fyrir David Bowie, „manninum, sem kom niður á jörðina". Fjölmiðlar hafa leikið hann grátt. Einn blaðamaður brezkur hefur kallað hann: „Manninn sem tróð sér í smókingfötin hans Frank Sinatra." Samstarfsmenn hans gagnrýna hann ákaft — fyrrum gítarleikari hans, Mick Ronson, segist helzt vilja berja hann niður og eftirmaður hans í starfi, Earl Slick, segir við Melody Maker: „Það er ekki hægt að ræða við Bowie — hann er uppfullur af fasista- hugmyndum og gagntekinn þeirri hugmynd að fá að stjórna heiminum." Beatles. Og þeir aðdáendur Bítlar.na, sem menn lifa í voninni, geta heldur ekki vænzt mikils í sumar. John Lennon og George Harrison eiga báðir í óþægilegum málaferlum, Lennon fyrir að hafa stolið gömlu Chuck Berry-lagi á bítla- piötu fyrir löngu, Harrison vegna þess að hið geysivinsæla lag hans „My sweet Lord", þykir líkjast of mikið gömlum rokkara. frá árunum í kringum 1950, „She's so fine“. Elvis gamli En verst gengur þó hja Elvis Presley að halda í við þróunina. Á þessu ári, einmitt 20 árunt eftir að lagið er gerði hann frægan, „Heartbreak Hotel", kom út, á hann í mikl- um erfiðleikum. Það er langt síðan hann var bannaður af siðgæðisástæðum í sumum fylkjum Bandaríkjanna, langt síðan hann var fyrirmynd uppreisnargjarnrar æsku. Hann hefur verið mun einangraðri en Stones, allt frá því snentma á sjötta áratughum er hann búinn að vera algjörlega eins, og fornaldarrisi sem hefur dagað uppi. Hann er umkringdur af líf- vörðum, og býr í húsum sem er betur gætt en sjálfs forseta- bústaðarins, — einangrunin er algjör'. Elvis heldur eigin hirð umboðsmanna. upptökustjóra og leikfélaga og þeir hafa verið hinir sömu í mörg ár. Hirðstjóri er hinn margumtalaði ofursti, Tom Parker, og klíka þessi er í daglégu tali nefnd Memphis- mafían. Elvis stjórnar henni með harðri hendi. Klvis stendur með framsettan magann fyrir framan haug af hljóðneniuni -en hann sygir aldrei neitt, enda „rekinn" af sinni eigin inafíu. Léleg hljómplata. Elvis verður sífellt eldri — Elvis á í erfiðleikum með að halda sér í formi. Hann hefur ekki leikið í kvikmynd sl. þrjú ár. Og nýjasta hljómplatan hans, „From Elvis Presley Boulevard, Memphis Tenn- essee", er sorgarsaga, tilbúin og draugaleg. Aldrei fyrr hefur Elvis haft svo mikið af tækjum til að vinna með, svo marga strengjaleikara, blásara, kvennakór og stórkostlegar út- setningar — og aldrei hefur hann haft eins lítið til þess að vega upp á móti þessu öllu saman. Röddin er veik og ósannfær- andi, lögin eru gömul og ný ástarveilukvæði. frá offram- leiðslugeymslum í Las Vegas. Allt virðist vera að færast nær því sem þeir kumpánar Frank Sinatra og Dean Martin gerðu hér um árið. Svikamylla. Alla vega er útlitið svart fyrir Elvis á árinu 1976. Árið 1956 komu út lög eins og „Hound Dog", Don’ t be cruel" og „Love me tender", fyrir utan „Hearbreak Hotel"... Fyrir utan þær áhyggjur sem Elvis hefur fyrir má svo nefnáa að sú ímynd, sem hánn hefur skapað sér, hefur verið sköpuð vérulega með sögum sem nú hafa farið að síast út. Upptökustjórinn Phil Spector vann á sínum yngri árum sem lagasmiður fyrir Elvis og hann hefur nú sagt frá því hvernig allt saman fór fram í þeim herbúðum. Þetta gerðist skömmu eftir að Elvis kom heim frá herþjónustu árið 1960. Fyrst var lagið leikið inn á tilraunaupptöku, fenginn var trommari, gítaristi, o.s.frv., og síðan var leitaður uppi söngvari sem gat sungið eins líkt Elvis og mögulegt var. Þá var meiri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.